Hoppa yfir valmynd

Ársreikningar

Markmið löggjafar á sviði endurskoðunar, bókhalds og ársreikninga er að stuðla að heilbrigðu og gagnsæju viðskiptaumhverfi.

Ársreikningar skulu endurspegla raunverulega stöðu félaga og hlutverk þeirra er að vera upplýsingaveita fyrir viðskiptalífið, eftirlitsaðila og aðra haghafa.

Ársreikningaskrá

Ríkisskattstjóri starfsrækir ársreikningaskrá skv. lögum um ársreikninga, nr. 3/2006. Ársreikningaskrá tekur við, til opinberrar birtingar, ársreikningum félaga sem falla undir lög um ársreikninga.

Reikningsskilaráð

Ráðherra skipar fimm sérfróða menn til fjögurra ára í senn í reikningsskilaráð. Hlutverk þess er að stuðla að mótun settra reikningsskilareglna með útgáfu og kynningu samræmdra reglna sem farið skal eftir við gerð reikningsskila. Þá skal ráðið gefa álit á því hvað teljist settar reikningsskilareglur á hverjum tíma og starfa í nánu samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og hagsmunaaðila.

Skipan reikningsskilaráðs 2016-2020:

  • Aðalsteinn Hákonarson, formaður
  • Elín Hanna Pétursdóttir, endurskoðandi
  • Sigurjón Geirsson, endurskoðandi
  • Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi
  • Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðandi

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira