Hoppa yfir valmynd

Fasteigna- og skipasala

Markmið laga um sölu fasteigna og skipa er að tryggja að viðskipti með fasteignir og skip, sem gerð eru með aðstoð fasteignasala, geti farið fram með greiðum og öruggum hætti fyrir kaupanda og seljanda og réttarstaða aðila sé glögg. Jafnframt er markmið laganna að hlutverk fasteignasala og ábyrgð þeirra sé skýr og þeir séu engum háðir í störfum sínum.

Samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015, er þeim einum heimilt að hafa milligöngu fyrir aðra um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum sem hafa til þess löggildingu sýslumanns. Til að geta fengið löggildingu sem fasteignasali þarf að uppfylla ákveðin skilyrði um búsetu, lögræði o.fl. og standast próf fyrir fasteignasala skv. 3. gr. laganna.

Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala fer fram á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Prófnefnd fasteignasala starfar skv. eldri lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, til 1. janúar 2019.

Sjá einnig:

Önnur fasteignakaup

Innviðaráðuneytið fer að öðru leyti með verkefni sem tengjast fasteignakaupum, svo sem heimild erlendra ríkisborgara til þess að kaupa fasteign hér á landi, skráningu fasteigna og þinglýsingar. Þá eru eftirtalin lög sem varða fasteignaviðskipti á verkefnasviði innanríkisráðuneytisins:

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum