Hoppa yfir valmynd

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Eftirlitsnefnd fasteignasala starfar samkvæmt III. kafla laga um sölu fasteigna og skipa. Eftirlitsnefnd fasteignasala skal hafa eftirlit með því að fasteignasalar starfi í samræmi við fyrirmæli laganna og góðar venjur í fasteignasölu. Nefndin hefur ákveðnar heimildir til rannsókna og beitingar agaviðurlaga.

Eftirlitsnefnd fasteignasala tekur einnig á móti kvörtunum ef kaupandi eða seljandi fasteignar, sem eigendaskipti hafa orðið að fyrir milligöngu löggilts fasteignasala, telur að fasteignasali hafi valdið sér tjóni með brotum á starfsskyldum sínum. Jafnframt ef fasteignasali hefur krafist eða fengið greidda þóknun sem hann átti ekki rétt á.

Iðnaðar- og viðskptaráðherra úrskurðar í þeim málum þegar ákvörðunum Eftirlitsnefndar fasteignasala er skotið til ráðuneytisins.

Skipan eftirlitsnefndar fasteignasala

Ráðherra skipar þrjá nefndarmenn og varamenn þeirra til þriggja ára í senn. Einn nefndarmanna skal vera fasteignasali og einn löggiltur endurskoðandi. Hinn þriðji, sem vera skal formaður nefndarinnar, skal vera lögfræðingur og fullnægja skilyrðum til að gegna embætti héraðsdómara. Varamenn skulu fullnægja sömu skilyrðum og aðalmenn.

Nefndarmenn í eftirlitsnefnd fasteignasala: 

  • Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður, formaður
  • Björg Sigurðardóttir löggiltur endurskoðandi
  • Grétar Jónasson löggiltur fasteignasala

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum