Hoppa yfir valmynd

NÝ - Almenn viðskiptamál

Ábyrgir viðskiptahættir 

Ábyrgir viðskiptahættir tryggja að fyrirtæki og fjárfestar starfi í takt við þarfir samfélagsins í dag og til framtíðar. Það felur í sér að nýsköpun, fjárfestingar og rekstur fari fram með ábyrgum hætti og uppfylli hæstu gæðaviðmið í allri virðiskeðjunni hvar sem er í heiminum.

Ábyrgir viðskiptahættir snúast um að taka ábyrgð á starfsemi fyrirtækisins og vinna að því að takmarka neikvæð áhrif á fólk, umhverfi og samfélag.  Rekstraraðilar fyrirtækja skulu leggja sig fram um að virða alþjóðlegar leiðbeiningar, meðal annars um mannréttindi, vinnuréttindi, umhverfi, loftslagsmál og spillingarvarnir.

Þetta á við um öll fyrirtæki, þeirra virðiskeðju og hvernig vörur þeirra eru notaðar og þeim fargað. Fyrirtæki bera ábyrgð á að tryggja að engin neikvæð áhrif verði á fólk, umhverfi og samfélag vegna aðgerða birgja, viðskiptavina eða annarra viðskiptafélaga.

Myndband um ábyrga viðskiptahætti og leiðbeinandi reglur OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki

NCP tengiliður á Íslandi (National Contact Point)

Skrifstofa viðskipta og markaða í atvinnuvegaáðuneytinu er tengiliður Íslands (NCP)  vegna viðmiðunarreglna OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki.

Tengiliðir hvers lands (NCPs) aðstoða fyrirtæki og hagsmunaaðila  við að gera viðeigandi ráðstafanir til að efla fylgni við viðmiðunarreglurnar og vera vettvangur sátta við að leysa mál sem kunna að koma upp í sambandi við þessar leiðbeinandi reglur.

Viðmiðunarreglur OECD

Viðmiðunarreglur OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki eru ráðleggingar frá stjórnvöldum um ábyrga viðskiptahætti óháð því hvar í heiminum þau starfa. Þær fjalla m.a. um mannréttindi, réttindi starfsmanna, umhverfi, loftslag og baráttu gegn spillingu.
Markmið reglnanna er að efla efnahagslega, félagslega og umhverfislega velferð og draga úr neikvæðum áhrifum af starfsemi fyrirtækja. Reglurnar veita sameiginlegan ramma sem auðveldar fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum að samræma væntingar og stuðla að sjálfbærri þróun.

Skýrslur OECD

Leggja fram kvörtun til NCP á Íslandi

Ef þú vilt leggja fram kvörtun til tengiliðs OECD á Íslandi fyrir NCP, vinsamlegast sendið erindi á [email protected].

Í kvörtuninni þarf eftirfarandi að koma fram: 

  • Upplýsingar tengiliðs, s.s. nafn, kennitala, netfang og símanúmer þess sem  leggur fram kvörtun.
  • Fyrir hönd hvaða aðila kvörtunin er lögð fram.
  • Nafn, heimilisfang og aðrar viðeigandi upplýsingar um fyrirtækið, yfirvaldið eða stofnunina sem kvörtunin beinist að.
  • Rök fyrir kvörtuninni, þar á meðal lýsing á atburðum, framkomu og hlutverki hlutaðeigandi fyrirtækis. Einnig tilvísun í þann hluta leiðbeinandi reglna OECD fyrir alþjóðleg fyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti sem  talið er að  fyrirtækið hafa ekki farið eftir.
  • Afrit af gögnum sem styðja kvörtunina.

Ef þörf er á aðstoð eða frekari leiðbeiningum varðandi kvörtunarferlið, sendið þá tölvupóst á [email protected]. Hið íslenska NCP er staðsett á skrifstofu viðskipta og markaða í atvinnuvegaráðuneytinu.

Stýrihópur um ábyrga viðskiptahætti

Stýrihópi um ábyrga viðskiptahætti er ætlað að vera vettvangur samtals og samráðs um framkvæmd, beitingu og kynningu viðmiðunarreglna OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti.

  • Starfslýsing stýrihóps um ábyrga viðskiptahætti (VANTAR tengil á efni)

Fulltrúar í stýrihópi um ábyrga viðskiptahætti: 

  • Harpa Theodórsdóttir, formaður, atvinnuvegaráðuneytinu
  • Bylgja Árnadóttir, utanríkisráðuneytinu
  • Halldór Oddsson, Alþýðusambandi Íslands
  • Magnús Dige Baldursson, umhverfisráðuneytinu
  • Hugrún Elvarsdóttir, Samtökum iðnaðarins
  • Rósa Guðrún Erlingsdóttir, forsætisráðuneytinu
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, FESTA lífeyrissjóði

Alþjóðlegt samstarf

  • Fundir með öllum NCP fulltrúum OECD
  • Samstarf tengiliða NCP á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum

Viðburðadagatal 

  • Dagatal 
Síðast uppfært: 20.8.2025
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta