Hoppa yfir valmynd

Staðan og áskoranir í orkumálum

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í byrjun árs 2022 starfshóp til að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum.

Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna

Lykilþættir skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum

Loftslagsmarkmið, orkuframleiðsla, orkuöryggi, kolefnishlutleysi og nýting og vernd eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til varðandi stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum.

Sviðsmyndir

Sviðsmyndir

Sex sviðsmyndir sem settar eru fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands og forsendur þeirra.

Skýrsla starfshóps

Skýrsla starfshóps um áskoranir í orkumálum

Skýrslan dregur fram staðreyndir um stöðu mála á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála.


Öðrum þjóðum framar á sviði orkuskipta

Ísland stendur framar öðrum þjóðum á sviði orkuskipta. Hreinum orkuskiptum rafmagns og hita er svo gott sem lokið á Íslandi, sem er einsdæmi á heimsvísu, auk þess sem Ísland er í góðu færi að verða meðal fyrstu eða jafnvel fyrst ríkja til að hætta alveg notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta gefur Íslandi möguleika á að vera fyrirmynd í alþjóðlegu samhengi loftslagsmála. Líkt og önnur ríki stendur Ísland þó einnig frammi fyrir áskorunum.

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög háleit markmið í loftslagsmálunum og grundvallast þau markmið að vissu leyti á því að til framtíðar litið muni tækniframfarir verða lausnin við loftslagsvandanum.

Skiptar skoðanir eru á opinberum aðgerðum, aðgerðum annarra og á aðgerðaáætlunum sem leiða eiga að orkuskiptum. Álitaefnin varða meðal annars mismunandi mat á því hve mikla raforku þarf til orkuskipta í samgöngum og til fullra orkuskipta, á hvaða landsvæðum hennar skuli aflað, og hvernig miðlað, og loks með hvaða vinnsluaðferðum raforkunnar er aflað.

Fram undan eru græn orkuskipti og ljóst er að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast á komandi árum. Tækifærin og lausnirnar kalla á græna orku. Stórar ákvarðanir í málaflokknum eru fram undan. Ákvarðanir sem varða framtíðarlífskjör okkar Íslendinga og loftslagsmarkmiðin sem stjórnvöld hafa sett. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum