Hoppa yfir valmynd

Endurmat útgjalda

Rekstur ríkisins er umfangsmikill og áskoranirnar margar. Mikilvægt er að skipulag starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að hægt sé að bregðast við nýjum aðstæðum og að stuðlað sé að bættri nýtingu fjármuna.  Tryggja þarf að takmarkaðir fjármunir nýtist til brýnna verkefna sem skila árangri fyrir samfélagið. Tilgangurinn með endurmati útgjalda (e. spending reviews) er að greina kerfisbundið útgjöld til tiltekinna verkefna eða málaflokka. Reynsla annarra er góð og ef vel tekst til skilar endurmatið hagræðingu, bættri forgangsröðun í samræmi við pólitískar áherslur og gleggri yfirsýn yfir verkefni hins opinbera.

Hvað er endurmat útgjalda?

Skilgreining Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á endurmati útgjalda er ferli við að þróa og innleiða hagræðingu með kerfisbundnum greiningum á viðvarandi útgjöldum. Viðvarandi útgjöld þýða í þessu samhengi útgjöld sem eru þegar til staðar eða eru varanleg. Endurmat útgjalda krefst greiningar á sambandi aðfanga og afurða og mögulegum áhrifum útgjaldabreytinga á veitta þjónustu. Í því efni er mikilvægt að gera skýran greinarmun á aðgerðum til að breyta umfangi og inntaki þjónustu og aðgerðum til að lækka aðfangakostnað. Aðalatriðið í báðum tilvikum er að mögulegum aðgerðum fylgi ávinningur umfram tilkostnað.

Í takti við lög um opinber fjármál

Innleiðing á endurmati útgjalda hérlendis er í takt við þær breytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár með gildistöku laga um opinber fjármál. Í lögunum er kveðið á um áætlanagerð til meðallangs tíma, stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka, og umgjörðin í kringum hagstjórn og eftirfylgni styrkt. Almennt er talið að greining eða endurmat á útgjöldum sé góð viðbót við þessa nálgun og geri stjórnvöldum betur kleift að taka ákvarðanir um stefnumið og fjárhagsramma málefnasviða og málaflokka, auk þess að setja aukna áherslu á árangursmiðaða áætlanagerð. Útgjaldaendurmat styrkir áætlanagerðina og vandaða forgangsröðun.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum