Hoppa yfir valmynd

Vinnustofan Communities coping with crisis dagana 20.-22. apríl í Grímsnesi

Vinnustofan Communities coping with crisis var haldin dagana 20.-22. apríl í Grímsnesi á vegum verkefnisins Norræn velferðarvakt - Velferð og vá.

Öllum þátttakendum í stýrihópum og ráðgjafanefndum verkefnisins var boðið til vinnustofunnar og 31 tóku þátt (sjá þátttakendalista hér). Markmið vinnustofunnar var að ræða viðbúnað sveitarfélaga frá ólíkum sjónarhornum (sjá dagskrá hér).

Hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrum hér:

  • Per Lægreid, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bergen: Organizing for internal security and crisis management: A wicked problembetween governance capacity and legitimacy
  • Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi: Preparing, responding and building backbetter. Joint approach of the south Iceland local authorities for moreresilient society
  • Anna Cantell-Forsbom, þjónustustjóri hjá heilsu- og velferðarsviði sveitarfélagsins Vantaa í Finnlandi: Vantaa municipality's social sector preparednessand the work of social and crisis care emergency center
  • Ziga Friberg, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Danmörku: How to involve civil society in the psychosocial response in disaster and crisessituations - examples from Danish Red Cross
  • Ann Enander, dósent í sálfræði við sænska háskólann Swedish Defence University: Understanding the citizen perspective: challenges forcommunity leaders
  • Dr. Ivar S. Holand, dósent í Avdeling for næring, samfunn og natur við Nord-Trøndelag háskólann í Noregi: Practical considerations and applications of vulnerability indicators (aðgengilegur bráðlega).

Auk fyrirlestra og pallborðsumræðna um þörf fyrir norræna velferðarvakt unnu þátttakendur með sviðsmyndarverkefnið A week in Winterland þar rætt var um viðbúnað og viðbrögð norræns sveitarfélags vegna þungrar snjókomu og ófærðar. Þátttakendur heimsóttu Jarðskjálftamiðstöðina á Selfossi þar sem Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir kynntu eigin rannsóknir og störf í kjölfar Suðurlandsskjálftanna 2008. Boðið var upp á leiðsögn í ökuferð þátttakenda frá Keflavík til Grímsness og kynnti Dr. Freysteinn Sigmundsson jarðsögu svæðisins og sérkenni.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum