Hoppa yfir valmynd
E. Lög og reglur

Lýsing á aðgerð

Tryggð verði viðeigandi og fordómalaus heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk og teymi Landspítala um kynvitund og breytingar á kyneinkennum setji sér verklagsreglur í samræmi við viðurkenndar vinnureglur á alþjóðavettvangi.

Markmið aðgerðarinnar verði að setja verklagsreglur sem byggjast á nýjustu rannsóknum í málaflokknum.

    Tímaáætlun: 2022–2023.

    Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6.

Staða verkefnis í október 2023: LSH hefur hafið undirbúning að stofnun miðstöðvar fyrir trans fólk þar sem hópurinn getur sótt alla sína þjónusutu frá upphafi til æviloka. Hafin er vinna við rannsókn um þjónustu, þjónustunýtingu, þjónustuþarfir og afdrif einstaklinga sem leita til transteymis fullorðinna á Lsp. Undirbúningsvinna er komin vel á veg og gagnsöfnun að hefjast.Gert er ráð fyrir að rannsókninni ljúki í mai 2024 og að niðurstöður nýtist til að þróa þjónustuna áfram.

Ábyrgð

Heilbrigðisráðuneytið

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum