Hoppa yfir valmynd
C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning

Lýsing á aðgerð

Úttekt á líðan hinsegin öryrkja og aldraðra verði gerð og hún skoðuð út frá samfélagslegum þáttum og því markmiði að jafna stöðu öryrkja og aldraðra í samfélaginu. Hugað verði sérstaklega að líðan og stöðu þessa hóps í samfélaginu og litið til einangrunar og tjáningar.

Markmið aðgerðarinnar verði að rannsaka líðan og stöðu hinsegin öryrkja og aldraðra.

    Tímaáætlun: 2022–2024.

    Ábyrgð: Forsætisráðuneyti (nú dómsmálaráðuneyti) í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðuneytið.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2, 10.3 og 10.4.

Staða verkefnis: Kortlagningu lauk í lok árs 2024. Kynning á yfirlitsskýrslu fór fram í Hannesarholti undir yfirskriftinni Hinsegin veruleiki þann 20. mars 2025. Á kynningunni greindi höfundur skýrslunnar, Þorsteinn Vilhjálmsson, doktor í gagnrýnum fræðum, frá helstu niðurstöðum hennar og tillögum til úrbóta. Þar kom fram að auka þyrfti fræðslu um hinseginleika til að draga úr fordómum, efla félagsstarf til að bæta andlega líðan hinsegin fólks, vinna gegn hatursglæpum og -orðræðu, stuðla að aukinni meðvitund um samtvinnun í stað aðgreiningar, gera upp tíma alnæmisfaraldursins og auka rannsóknir. Sjá frétt á https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/03/21/Islendingar-saekja-fram-a-svidi-hinsegin-mannrettinda/ 

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneytið

Lokið

Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta