Hoppa yfir valmynd
E. Lög og reglur

Lýsing á aðgerð

Breytingar verði gerðar á 233. gr. a almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, þannig að hatursorðræða á grundvelli kyneinkenna verði gerð refsiverð. Samhliða verði gert refsivert að neita einstaklingi um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli kyneinkenna. Jafnframt verði gerð breyting á 70. gr. sömu laga um refsihæð þannig að það leiði til refsiþyngingar ef brot telst hatursglæpur, þ.e. ef rekja má brot til tilgreindra atriða er varða brotaþola. Við ákvörðun refsingar verði litið til þess hvort brotið megi rekja til þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar, kynvitundar eða annarra sambærilegra þátta.

Markmið aðgerðarinnar verði að endurskoða lagaákvæði almennra hegningarlaga um hatursorðræðu og hatursglæpi.

    Tímaáætlun: 2022–2023.

    Ábyrgð: Dómsmálaráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2, 10.3, 16.1, 16.3, 16.6, 16.7 og 16.10.

Verkefni er lokið. Sjá lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.).

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneytið

Lokið

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum