Hoppa yfir valmynd
C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning

Lýsing á aðgerð

Gerð verði rannsókn á stöðu og réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Meðal annars verði horft til löggjafar og stefnumótunar stjórnvalda, stöðu hinsegin barna og ungmenna í skólum, stöðu á vinnumarkaði, stöðu eldri borgara innan hinsegin samfélagsins, aðgengis að félagslegri þjónustu og þjónustu heilbrigðiskerfisins og almennt til félagslegrar stöðu og réttinda. Leitað verði eftir samstarfi við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) við framkvæmd rannsóknarinnar.

Markmið aðgerðarinnar verði að kortleggja stöðu og réttindi hinsegin fólks á Íslandi til að útfæra frekari aðgerðir til hagsbóta fyrir hinsegin fólk í samfélaginu.

    Tímaáætlun: 2022–2024.

    Ábyrgð: Forsætisráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: 5 millj. kr.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2, 10.3, 10.4, 16.6, 16.7, 16.10, 16.b og 17.17.

Staða verkefnis í október 2023: Leitað hefur verið eftir samstarfi við RIKK sem er að útbúa verkefnaáætlun vegna rannsóknarinnar.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Hafið

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum