Hoppa yfir valmynd

Dagskrá

Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin

Jafnréttisþing í Hörpu – 20. febrúar 2020

Jafnréttisþing 2020 er helgað jafnrétti í breyttum heimi. Fjallað verður um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verður litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.

09.30:   Húsið opnar

10:00:   Setning Jafnréttisþings 2020

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra  

Fundarstjóri: Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs

10.15:    Verður loftslagsvandinn leystur án jöfnuðar?

Hildur Knútsdóttir, rithöfundur

Pallborðsumræður:

Umræðustjóri: Þórir Guðmundsson, ritstjóri frétta á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Þátttakendur í pallborði: 

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar 

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, aktívisti

Achola Otieno, MA í alþjóðasamskiptum og stjórnarkona í W.O.M.E.N., félagi kvenna af erlendum uppruna

11.45:   Hádegisverður 

12.30:    Hvernig þarf lífið að breytast?

Stuttar hugvekjur og pallborðsumræður undir stjórn Sigríðar Víðis Jónsdóttur, sérfræðings

Innbakað (ó)jafnrétti - val eða vandi?
Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA. Einn höfunda skýrslunnar Ísland og fjórða iðnbyltingin

Sanngjörn umskipti í þágu jafnréttis
Drífa Snædal, forseti ASÍ

Jafnrétti og loftslagsmál
Bjarni Herrera Þórisson, framkvæmdastjóri og einn eigenda CIRCULAR Solutions sem sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja  

Sjálfbær samfélög og jafnrétti til tækifæra
Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps og fv. formaður ungra bænda 

Tæknibreytingar og samfélagsbreytingar. Samspil
Smári McCarthy, þingmaður Pírata

13.45:    Tónlistaratriði: Hljómsveitin Eva

14.00:   Átakaorðræða í loftslags- og jafnréttisumræðu. 

Hvernig tölum við saman?  

Er klofningur milli kynja, kynslóða, landsvæða og hagsmunahópa? 

Erindi og pallborðsumræður undir stjórn Höllu Gunnarsdóttur, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 

Skautun, skynsemi og samfélag
Dr. Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. 

Tilfinningar ofar rökum? Samfélagsmiðlar, hamfarahlýnun og jafnrétti
Dr. Jón Gunnar Ólafsson, aðjúnkt í fjölmiðlafræði við Lundúnarháskóla og starfandi forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands  

Eru taupokar stelpulegir
Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, eigandi og framkvæmdastjóri Transformia ehf

Sökudólgar og afgangsstærðir: loftslagsmál með augum fötlunar
Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi, aðjúnkt og aðgerðarsinni

15.25:    Kaffihlé 

15.45:    Hvað brennur á ungu fólki? 

Dagskrá skipulögð í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands.

Umræðustjórn: Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Uppistand: Lóa Björk Hjálmarsdóttir og Rebecca Scott Lord úr Fyndnustu mínum.

Útlitskröfur í umhverfisvænu samfélagi 
Karen Björg Þorsteinsdóttir, sér um tískuumfjöllun hjá Rúv núll, er með BS í sálfræði og er uppistandari.

Ógnar veganismi karlmennskunni?  
Eydís Blöndal, aktívisti   

Er líkami minn ekki nógu umhverfisvænn?
Aðalbjörg Egilsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25).

17.00:   Ráðstefnuslit og móttaka í Hörpu 

Jafnréttisþing 2020 - Jafnrétti í breyttum heimi

Jafnréttisþing 2020

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira