Hoppa yfir valmynd

Reikningsskila- og upplýsinganefnd

Meginhlutverk reikningsskila- og upplýsinganefndar, sem skipuð er skv. 74. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra. Þá sinnir hún öðrum verkefnum sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra felur henni á þessu sviði. Reikningsskila- og upplýsinganefnd getur eftir því sem tilefni er til gefið út nánari leiðbeiningar og álit um bókhald, fjárhagsáætlanir og reikningsskil sveitarfélaga en gert er í reglum um bókhald og reikningsskil.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar fimm manna reikningsskila- og upplýsinganefnd til fimm ára í senn. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu á reikningsskilum sveitarfélaga. Tvo skal skipa samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn samkvæmt tillögu Hagstofu Íslands og tvo án tilnefningar. Skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi. Fimm varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.

Reikningsskila- og upplýsinganefnd er þannig skipuð:

  • Ágúst Kristinsson, löggiltur endurskoðandi og jafnframt formaður, tilnefndur af ráðherra.
  • Þórey Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af ráðherra.
  • Fjóla Agnarsdóttir, sérfræðingur, fulltrúi Hagstofu Íslands.
  • Gísli H. Guðmundsson, borgarbókari, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri sveitarfélagsins Árborgar, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn:

  • Jóna Árný Þórðardóttir og Stefán Kalmansson, tilnefnd af ráðherra.
  • Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jóhannes Á. Jóhannesson, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Guðjón Guðmundsson, tilnefndur af Hagstofu Íslands.

Skipunartími nefndarinnar er frá og með 1. júlí 2021 til og með 30. júní 2026 eða til fimm ára.

Álit og annað efni

Fundargerðir

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 20.12.2021
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira