Hoppa yfir valmynd

Stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands

Hálendi Íslands er einstakt á heimsvísu. Öræfin, fjöllin, jöklarnir, grjótið, gróðurinn og vötnin. Og kyrrðin. Það eru ekki margar þjóðir sem eiga slíkt samansafn af gersemum og hvað þá á eins víðfeðmu svæði. Á hálendi Íslands eru ein stærstu óbyggðu víðerni í allri Evrópu.  

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Við þá vinnu verði áhersla lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum fjölgað.

Um atvinnustarfsemi í nýjum þjóðgarði fer samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem eru í samræmi við meginreglur nýrra laga um atvinnustarfsemi í landi ríkisins.

Síðast uppfært: 12.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum