Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað um götulokanir

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

Einnig má gera ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á þessum dögum. Áhrifin verða hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.

Hér til hliðar má sjá kort af svæðinu sem verður lokað fyrir umferð á meðan á fundinum stendur. Gagnvirkt yfirlitskort sem sýnir takmarkanir á aðgengi og áhrifasvæði banns við drónaflugi má nálgast hér

Upplýsingar um öryggisgæslu vegna leiðtogafundarins má finna á vef lögreglunnar

Íbúar sem eiga lögheimili og bílastæði innan svæðisins geta haft samband á [email protected].

Íbúum innan lokunarsvæðis er einnig bent á þjónustusímann 411 11 11, vefspjall og ábendingavef Reykjavíkurborgar.

Mánudaginn 15. maí kl. 23:00 tekur lokunin gildi.
Miðvikudaginn 17.  maí kl. 18:00 verður henni aflétt.

Þó ber að hafa í huga að einhverjar truflanir verða á umferð og jafnvel styttri lokanir á götum eða akreinum frá laugardeginum 13. maí til fimmtudags 18. maí þegar verið er að setja upp lokunarbúnað og taka hann niður.

Allri vörulosun innan lokaða svæðisins skal vera lokið fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. maí og verður ekki hægt að fá afhentar vörur með bíl innan svæðisins fyrr en eftir kl. 18.00 miðvikudaginn 17. maí.

Ákveðið hefur verið að rýmka þann tíma sem má afhenda vörur í nálægð við lokaða svæðið, á Laugavegi og Skólavörðustíg, til kl. 18 mánudaginn 15. maí. Þess vegna er mælst til að koma þeim skilaboðum til birgja að byrja að afhenda vörur í Kvosinni að morgni 15. maí. Vörulosunartíminn föstudaginn 19. maí hefur jafnframt verið rýmkaður til kl. 18.00. 

Ef þörf er á aðfangasendingum inn á svæðið á meðan á lokununum stendur bendum við á að umferð fótgangandi er leyfð og möguleikinn á að nota trillur eða vagna fyrir hendi. 

Almennt um vörulosun í Reykjavík: https://reykjavik.is/vorulosun 

 
Nei. Engin umferð ökutækja verður leyfð, inn eða út af svæðinu, á meðan á lokuninni stendur utan lögreglu og viðbragðsaðila. Engar undanþágur verða veittar.
Hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi. 
Hjól rafhlaupahjólaleiganna verða ekki virk innan svæðisins á meðan á lokuninni stendur.

Engar almenningssamgöngur verða innan lokunarsvæðisins. Strætó ekur eftir breyttum akstursleiðum á meðan á lokuninni stendur, það er frá kl. 21.00 mánudaginn 15. maí til kl. 19.00 miðvikudaginn 17. maí. 

Sjá nánari upplýsingar á vef Strætó.

Sérútbúinn bíll frá akstursþjónustu fatlaðs fólks, Pant, verður staðsettur við Ráðhús Reykjavíkur. Hægt verður að bóka ferðaþjónustu til eða frá Ráðhúsinu í síma 540 2727 frá klukkan 9:00 til klukkan 22:00 þriðjudaginn 16. maí og frá klukkan 9:00 til 16:00 miðvikudaginn 17. maí. Aksturstími er frá klukkan 7:30 til 24:00 en beðið er um tveggja tíma fyrirvara á pöntun, og að pantanir berist að kvöldi ef óskað er eftir akstri snemma morguns. 

Frá Ráðhúsi Reykjavíkur mun fólk nýta sér aðra ferðamáta eftir aðstæðum.

Fyrir íbúa sem eiga bílastæði innan lokaða svæðisins er boðið upp á tímabundin aðgangskort í bílakjallara Ráðhússins en þar er einnig opið fyrir almenna umferð.  

Fyrir samþykkta þjónustuþega hjá ferðaþjónustunni verður skipt um bíl við Ráðhúsið fyrir lengri ferðir.

 
Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram því gera má ráð fyrir umferðartöfum vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga – ekki síst flugfarþega.
Öll sorphirða innan lokaða svæðisins skal vera lokið fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. maí og hafa öll sorphirðufyrirtæki skipulagt sorphirðu innan lokaða svæðisins þann dag. Næst verður mögulegt að hirða sorp á lokaða svæðinu fimmtudaginn 18. maí (uppstigningadag). Búið er að hafa samband við öll þau fyrirtæki sem þjónusta finnan svæðisins og hafa mörg fyrirtæki skipulagt sorphirðu að morgni 18. maí. 

Breytingar verða safnstæðum fyrir ferðamenn í miðborginni. Nánari upplýsingar og kort um safnstæði er að finna á www.busstop.is.

Loka verður stæðum númer 2, 3, 4 og 5 sem er við Hörpu, Lækjargötu (tvö stæði) og Mýrargötu við Miðbakkann vegna öryggisaðstæðna.

Stæðið Ráðhúsið númer 1 verður aðeins ætlað bílum sem taka að hámarki 20 farþega og verður flutt að horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Aðgengi er frá Tjarnargötu og útgengi verður út á Suðurgötu eða Túngötu. Ekki verður hægt að taka hægri beygju frá Tjarnargötu né snúa við á Vonarstræti. 

Bætt verður við stæði númer 16 við Túngötuna fyrir neðan Landakotskirkju þar sem stórar rútur geta sótt og hleypt út farþegum. Aðgengi frá Ægisgötu.

Stæði númer 6 við Ingólfsstræti/Hverfisgötu er aðeins ætlað litlum bílum sem taka að hámarki 20 manns. Mælst er til að aka til og frá stæðinu um Hverfisgötu. 

Stæðið númer 14 við Skúlagötu verðu flutt austar og verður staðsett í grennd við Aktu taktu. Ekið skal frá Hverfisgötu, niður Barónsstíg og þaðan út á Skúlagötu. Ekið skal út á Sæbraut frá Skúlagötu/Frakkastíg.

Stæði númer 15 við Geirsgötu verður flutt yfir götuna. 

 

Ekki verður hægt að aka um lokaða svæðið frá kl. 23.00 mánudagskvöldið 15. maí né leggja bílum innan þess. Þá má búast við miklum töfum á umferð um svæðið frá 13. maí.

Bílastæðahúsin við Hörpu, undir Hafnartorgi og Kalkofnsvegi verða lokuð frá kl. 23.00 á mánudagskvöldinu 15. maí til kl. 18.00 á miðvikudeginum 17. maí. Auk þess sem bílastæðahúsin í Traðarkoti, í Ráðhúsinu og Vesturgötu verða aðeins opin fyrir áskriftarhafa.  

Starfsfólk þarf að gera ráð fyrir lengri tíma til að komast til og frá vinnu. Þrátt fyrir að götulokunin verði aðeins í Kvosinni verður umferð á öllu höfuðborgarsvæðinu þung þessa daga þar sem takmarkanir á umferð um Sæbraut, og víðar, munu hafa keðjuverkandi áhrif um allt höfuðborgarsvæðið. 

Engar almenningssamgöngur verða innan lokunarsvæðisins. Strætó ekur eftir breyttum akstursleiðum á meðan á lokuninni stendur, það er frá kl. 21.00 mánudaginn 15. maí til kl. 19.00 miðvikudaginn 17. maí. Vegna þessa munu leiðir 1, 3, 6 11, 12, 13, 14 og 55  aka hjáleiðir í kringum miðborgina og leið 16 ekur hjáleið um Vatnagarða í stað Sundagarða. Athugið að ófyrirséðar raskanir verða á tímaáætlunum víðs vegar um borgina á þessu tímabili. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.straeto.is

Ekki verður hægt að aka um á rafskútu eða leggja rafskútum innan lokaða svæðisins. 

 

Já, leigubílar geta lagt við Ingólfsstræti við Arnarhól eftir klukkan 18.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum