Hoppa yfir valmynd

Landamærasjóður EBF 2007-2013

Sjóðnum um ytri landamæri var komið á fót til að styrkja aðildarríki Schengen í að efla varnir á ytri landamærum Schengen. Á Íslandi var fyrst um sinn Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ábyrgðaraðili sjóðsins, en síðar tók Ríkislögreglustjóri við ábyrgðinni. Innanríkisráðuneytið var eftirlitsaðili og Ríkisendurskoðun endurskoðandi sjóðsins. Yfirvöld og opinberar stofnanir sem hafa með málefni landamæraeftirlits og vegabréfsáritana að gera höfðu kost á að leita stuðnings í sjóðinn. Starfstímabil sjóðsins var frá og með 2007 til og með 2013. Ísland var þátttakandi í starfsemi sjóðsins frá 2010.

Af Íslands hálfu var sótt um styrk vegna tveggja verkefna:

  • SIS-kerfið (Schengen Information System)
  • VIS-kerfið (Visa Information System). 

Samtals fékkst styrkur upp á rúmar 70 m.kr. fyrir verkefnin tvö.

Öllum Schengen-ríkjum bar að skila inn landsáætlun fyrir það tímabil sem sjóðurinn var starfandi. Hér að neðan má nálgast áætlun Íslands:

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 19.9.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum