Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

7. ágúst 1997 MatvælaráðuneytiðFinnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1996-1999

Ávarp vegna undirritunar samninga um Norðurál

Góðir gestir.

Ég býð ykkur velkomin til þessa hádegisverðar. I welcome you to this lunch today and allow me to offer some brief remarks in Icelandic.

Samningar þeir sem nú hafa verið undirritaðir marka tímamót í nýtingu orkulinda landsins til atvinnuuppbyggingar. Með samningum um stækkun ÍSAL sem staðfestur var í árslok 1995 og stækkun Járnblendifélagsins í febrúar síðast liðinn var kyrrstaðan í uppbyggingunni rofin. Nú er hins vegar lagður grunnur að samstarfi við nýtt fyrirtæki í fyrsta sinn frá því samningar um járnblendið voru gerðir fyrir réttum tuttugu árum.

Áhrifum þeirra samninga sem nú hafa verið staðfestir sér stað á mörgum sviðum þjóðlífsins meðal annars með fjölgun starfa, auknum hagvexti og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum.

Aukin erlend fjárfesting er æskileg viðbót við þá grósku sem er í innlendum atvinnufyrirtækjum. Auk atvinnusköpunar leiðir erlend þátttaka í atvinnurekstri til þess að markaðsþekking og markaðstengsl styrkjast og tækniþekking og stjórnunarreynsla færist milli landa.

Samningar þessir eru einnig sögulegir vegna þeirrar fjármögnunarleiðar sem um er samið. Hér er brotið í blað með verkefnafjármögnun stórs nýs iðnfyrirtækis. Með því taka fjármögnunaraðilar beina fjárhagslega áhættu af verkefninu, án ábyrgða eigenda. Fjármögnun af þessu tagi mun vafalaust auka möguleika íslenskra fyrirtækja til fjármögnunar.

Vilji virtra fjárfestingarbanka til að taka slíka áhættu er enn eitt dæmið um það aukna traust sem Ísland nýtur á alþjóðlegum mörkuðum.

Þessi áfangi álvers Norðuráls á Grundartanga mun auka árlegan útflutning íslenska þjóðarbúsins um 6,8 milljarða króna. Framkvæmdum við byggingu álversins miðar vel áfram og er áætlað að rekstur álversins hefjist um mitt ár 1998.

Ég er þess fullviss að sá áfangi sem nú hefur verið staðfestur er aðeins fyrsti áfangi í víðtækara samstarfi. Samningarnir eru í aðalatriðum miðaðir við að skapa ramma um uppbyggingu allt að 180 þúsund tonna álvers.

Allow me to express formally at this occasion my gratitude to those who have worked so hard to prepare this signing today. In particular I pay tribute to the Senior Management of Columbia Ventures headed by Mr. Ken Peterson.

I believe you have designed an excellent project which fits well into the Icelandic industrial development.

This is a important moment in the history of foreign investment in Iceland. It is the first large new greenfield project confirmed since 1977 when Icelandic Alloys was founded. This is a state of the art smelter with regard to all operational aspects. It will not only contribute to growth and employment but also bring new technical and marketing skill to Iceland.

This is also a milestone in the sense that project financing without direct owners guarantee of such an industrial project is being implemented for the first time. Allow me to complement the Banks in this regard. I view this as a sign of increased confidence in Iceland by the international financial community.

Iceland is on a strong path of sustained and manageable economic growth which has been clearly noted by the international community, most recently expressed through the double A rating issued by Moody}s investor service. We are pleased that Columbia Ventures and the Project Banks have decided to be part thereof.

Once again I thank all those who have made this vision a reality.

Thank you.
Ég vil ítreka þakkir ríkisstjórnar Íslands.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum