Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Björgvins G. Sigurðssonar


Dags.TitillEfni
29. október 2008Ræða Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, um hnattvæðingaáherslur Norrænu ráðherranefndarinnar, flutt á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.

<p align="right"><span>Det talte ord gælder</span></p> <p align="center"><span>Björgvin G. Sigurðsson 29. oktober 2008</span></p> <p align="center"><span>Nordisk Råds 60. session i Helsingfors</span></p> <p align="center"><span>Globalisering &ndash; Redogörelse om det nordiska globaliseringsarbetet</span></p> <p><span></span><span>Nordisk Ministerråd har allerede haft globaliseringens muligheder og udfordringer meget højt på dagsordenen for en tid. En satsning der nu begynder at bære frugt.</span></p> <p><span>Det nordiske globaliserings-arbejde har ikke bare givet resultater i konkrete projekter og initiativer men indebærer også enstærkere fokusering i det nordiske samarbejde.</span></p> <p><span>Vi arbejder med at tilpasse det nordiske samarbejde til det 21. (enogtyvende) århundredes krav. Dette vil også det kommende islandske formandskab arbejde intensivt videre med. Alt tyder på at globaliseringen vil få den største indvirkning på vore nordiske landes velfærd og fremgang en lang tid fremover. Det nordiske samarbejde skal derfor være et politisk redskab til støtte for vore lande i den globaliserede verden.</span></p> <p><span>At det nordiske samarbejde fokuserer på globaliseringens muligheder og udfordringer er i dag mere vigtigt end nogensinde. Den globale finanskrise viser hvor tæt sammenkoblede alle verdens lande er og hvor afhængige og sårbare de enkelte lande kan være. Visse udfordringer må helt enkelt mødes på bred front iet flernationalt samarbejde.</span></p> <p><span>Inden for for eksempel klima og på miljøområdet har vi længe vidst at det kræver globale løsninger at takle problemer der har konsekvenser for hele verden. Derfor er Nordisk Ministerråd i fuld gang med at bidrage positivt til forhandlingerne om en ny global klima-aftale ved FN-klimakonferencen i København i december 2009. Dette vil den finske miljøminister komme nærmere ind på. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Globaliseringen handler lykkeligvis ikke bare om problemer &ndash; der findes også muligheder. Det gælder specielt for vore nordiske lande. Og det er dette som vi skal fokusere på.</span></p> <p><span>Det er vigtigt at vi fortsat ser positivt på globaliseringen. Gennem at udnytte dens muligheder kan vi skabe flere nordiske arbejdspladser, tiltrække nye medborgere til og i sidste ende skabe bedre velfærd for vore medborgere.</span></p> <p><span>I et globaliseret konkurrence-miljø er innovation og vellykket profilering af virksomheder og idéer meget vigtige. Vi arbejder derfor på bred front med globaliserings-initiativer som støtter et innovativt Norden. Vi er også i gang med initiativer der skal hjælpe til med at synliggøre Norden ude i verden.</span></p> <p><span>Verden råber på nye bæredygtige energiløsninger og her kan Norden gå i spidsen. Det nordiske topforsknings-initiativ - med i første omgang fokus på klima, energi og miljø - er derfor meget spændende. Der bliver gjort rede for dette initiativ om et øjeblik.</span></p> <p><span>Et nordisk EnergiExpo &rdquo;Nordic Climate Solutions&rdquo;, der finder sted i slutningen af november 2008 er et andet spændende globaliserings-initiativ. Dér præsenteres ny nordisk miljø- og energi-teknologi. Hensigten er at promovere nordiske miljø- og energi-teknologiske løsninger globalt. Der arbejdes også for at styrke fælles nordiske innovations-indsatser i Asien.</span></p> <p><span>En nordisk innovationspris forelægges Nordisk Råd nu under sessionen. Prisen har som formål at belønne nordiske innovationer.</span></p> <p><span>Forberedelserne for globaliserings-forummet i 2009 er også i fuld gang. I lighed med Nordisk Råds session skal det kommende globaliserings-forum i Island fungere som inspirations-kilde for det nordiske samarbejde og tage aktuelle udfordringer op. (En sandsynlig fokus for forummet er innovation på energi- og klimaområdet).</span></p> <p><span>Mere information om alle 14 (fjorten) konkrete globaliserings-initiativer findes i den redegørelse der netop er fremlagt for de nordiske statsministre.</span></p> <p><span>I fællesskab står vi på solid grund for at kunne udnytte globaliseringens muligheder og møde dens udfordringer.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Viðskiptaráðherra er einnig norrænn samstarfsráðherra, sjá nánar <a href="http://www.forsaetisraduneyti.is/nordurlandaskrifstofa/" target="_blank">forsaetisraduneyti.is/nordurlandaskrifstofa</a>.<br /> <br /> </p>

24. september 2008Ávarp Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, við setningu ráðstefnunnar: Evra á Íslandi

<p><span>Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra</span></p> <p><span>23. september 2008</span></p> <p><span></span></p> <p align="center"><span>Ávarp við setningu ráðstefnunnar: Evra á Íslandi</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>[Talað orð gildir]</span></p> <p><span>Kæru gestir,</span></p> <p><span>Verið öll velkomin á ráðstefnu viðskiptaráðuneytisins, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík undir yfirskriftinni: Evra á Íslandi &ndash; Hvar, hvernig, hvenær?</span></p> <p><span>Tilefni þessarar ráðstefnu er að kynna rannsóknir fjögurra háskólastofnanna sem viðskiptaráðuneytið hefur styrkt til rannsókna á áhrifum aukinnar notkunar erlendrar myntar á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt.</span> <span>Ennfremur að skoða áhrif mismunandi tenginga við evru á ofangreinda þætti. Hvort heldur það er með einhliða ákvörðun, tvíhliða samkomulagi, fullri aðild að Myntbandalaginu og Evrópusambandinu eða sjálfvirkri upptöku evru samhliða krónunni</span></p> <p><span>Meginspurningarnar sem lagt var upp með voru tvær: 1) hvort á Íslandi sé að verða til evruvætt hagkerfi og ef svo er, hvaða áhrif það hefur á markaði og samfélag og 2) hvaða afleiðingar ólíkar tengingar við evru hafa á íslenska vörumarkaði, fjármálamarkað og fjármálastöðugleika.</span> <span></span></p> <p><span>Hér á eftir fáum við kynningu á helstu niðurstöðum í rannsóknum stofnananna fjögurra: Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst, Rannsóknarstofnunar í fjármálum við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Yfirskrift ráðstefnunnar: Evra á Íslandi: Hvort, hvernig, hvenær? lýsir vel hversu margbrotin spurningin um evruna er.</span></p> <p><span>Spurningunni <em>hvort</em> við eigum að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi er æ oftar varpað fram. Fjölmargar skýrslur, greinar og jafnvel bækur hafa verið gefnar út af því tilefni. Af þeim skrifum að dæma virðist flest benda til þess helst séu aðeins tveir gjaldgengir kostir í boði. Óbreytt fyrirkomulag og upptaka evru með inngöngu í Efnahags- og myntbandalag Evrópu.</span></p> <p><span>Spurningin <em>hvernig</em> snýr svo að því á hvaða hátt, ef á annað borð, æskilegt er að tengja íslenskt efnahagslíf evrunni. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Fram hafa komið hugmyndir um að hugsanlegt sé að Ísland tengist Efnahags- og myntbandalaginu án formlegrar inngöngu í Evrópusambandið sjálft. Viðbrögð Evrópusambandsins, nú síðast stækkunarstjóra ESB Olli Rehn, benda þó til þess að slík leið sé afar torfær. Að sumra mati er hún þó ekki ómöguleg, enda hefur Evrópusambandið oft sýnt mikinn sveigjanleika gagnvart nýjum aðildarríkjum ef pólitískur vilji hefur verið fyrir hendi. Ef endanleg svör við þessum bollaleggingum fást ekki nema sviði stjórnmálanna er þó ekki eftir neinu að bíða að ganga eftir þeim.</span></p> <p><span>Það er svo ekki síður mikilvæg spurning, <em>hvenær</em> evra verður tekin upp á Íslandi. Þó formleg aðild að myntbandalaginu er vissulega í nokkurri tímafjarlægð &ndash; a.m.k. fjögur ár &ndash; eru vísbendingar um að raunveruleg innleiðing evru í íslenskt efnahagslíf sé ferill sem þegar er hafin. Þess sjást vissulega víða merki, svo sem á fjármálamarkaði en nú í auknum mæli á vinnumarkaði og á vörumarkaði. Erindin á þessari ráðstefnu munu að stórum hluta fjalla um þá mikilvægu spurningu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><strong>&nbsp;</strong></span></p> <br /> <br />

22. september 2008Ræða Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á ráðstefnu um fyrirtæki framtíðarinnar og nýtingu mannauðs í stjórnun fyrirtækja, Salnum í Kópavogi.

<p><span>19. september 2008.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Góðir gestir,</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu um fyrirtæki framtíðarinnar og nýtingu mannauðs í stjórnun fyrirtækja. Jafnframt vil ég nota tækifærið og óska Háskólanum á Bifröst til hamingju með 90 ára afmælið sem er á þessu ári.</span></p> <p><span>Viðskiptaráðuneytið hefur á undanförnum árum unnið að málum er varða</span> <span>jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum og stjórnum fyrirtækja. Eitt af þeim verkefnum sem ráðuneytið hefur komið að er verkefnið um jafnréttiskennitöluna, sem byggir á samstarfssamningi ráðuneytisins, Háskólans á Bifröst og fleiri aðila og felur m.a. í sér að árlega verði birtar upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum stærstu fyrirtækja landsins auk þróunar</span> <span>jafnréttiskennitölu fyrirtækjanna, sem er ætlað að sýna hvaða árangri hvert fyrirtæki fyrir sig hefur náð í jafnréttismálum.</span></p> <p><span>Í upplýsingum Rannsóknaseturs vinnuréttar við Háskólann á Bifröst um hlutfall kvenna í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda í 120 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi fyrir árið 2008 og nánari grein verður gerð fyrir hér á eftir, kemur fram að <span>konur</span> skipa 13% stjórnarsæta og eru æðstu stjórnendur fyrirtækja í 8% tilvika. Hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna er 19%.</span></p> <p><span>Af þessum tölum má sjá að það þokast í rétta átt, en árið 2007 var hlutfall kvenna í stjórnum aðeins 8%. Þrátt fyrir það hljóta allir að vera sammála um að þetta er ekki nóg, það er ekki ásættanlegt að konur sitji aðeins í 61 af 467 stjórnarsætum og að konur séu aðeins forstjórar eða framkvæmdastjórar í 10 af 120 fyrirtækjum. Þetta er hvorki ásættanlegt þegar litið er til jafnréttis kynjanna né þegar litið er til nýtingar mannauðs, en nú er mikilvægt að íslensk fyrirtæki hámarki nýtingu mannauðsins.</span></p> <p><span>En hvað getum við gert til að breyta þessu?</span></p> <p><span>Í niðurstöðum rannsóknar sem unnið hefur verið að í viðskiptaráðuneytinu síðustu mánuði, og Margrét Sæmundsdóttir hagfræðingur ráðuneytisins mun kynna hér á eftir kemur</span> <span>meðal annars fram að hvorki kvenkyns né karlkyns stjórnendur séu fylgjandi því að lögbundinn verði kynjakvóti í stjórnir fyrirtækja. Þetta er í samræmi við það sem ég hef áður sagt um að það sé</span> <span>æskilegast að fyrirtæki sýni frumkvæði í að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda, en ég vil hins vegar ítreka að afskipti löggjafans í formi lögbindingar kynjakvóta eru ekki útilokuð ef ljóst þykir að ekkert annað virkar.</span></p> <p><span>Það er hins vegar mikilvægt að grípa strax til annarra og mildari úrræða til að ná markmiðum okkar, en ég tel það raunhæft að innan tveggja ára verði hlutfall kvenna í stjórnum orðið 20%, en það er hlutfall kvenna í stjórnum á Norðurlöndunum, fyrir utan Noreg þar sem að hlutfall kvenna er mun hærra eftir að kynjakvóti var lögfestur.</span></p> <p><span>Ríkið verður að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi og hefur að mínu mati gert það, a.m.k. hvað varðar opinber hlutafélög, en á þeim hvílir lagaskylda til að hafa sem jöfnust kynjahlutföll í stjórnum. Samkvæmt lauslegri könnun ráðuneytisins eru 43% af stjórnarmönnum í opinberum hlutafélögum konur, en 57% karlar. Þá eru 29% forstjóra opinberra hlutafélaga konur og 71% karlar. Þá er nú kveðið á um það í jafnréttislögum að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en 3 fulltrúa er að ræða. Þetta gildir líka um stjórnir opinberra hlutafélaga og félaga sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.</span></p> <p><span>Eitt að því sem komið hefur í ljós við vinnslu verkefnisins um jafnréttiskennitöluna er að gífurlega erfitt og tímafrekt hefur reynst að afla nauðsynlegra upplýsinga um stjórnir og stjórnendur fyrirtækja. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að birta upplýsinga um hlutfall kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum og því tel ég vel koma til greina að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu fyrirtækja um nöfn, stöðuheiti og ábyrgðarsvið stjórnarmanna og æðstu stjórnenda fyrirtækja auk upplýsinga um veltu og starfsmannafjölda. Slík upplýsingagjöf þekkist víða erlendis og stuðlar bæði að því að fyrirtæki verði í auknum mæli meðvituð um skipun í stjórnir og ábyrgðarstöður auk þess sem hún auðveldar öflun gagna um kynjahlutföll stjórnar og stjórnenda í fyrirtækjum.</span></p> <p><span>Eins og ég sagði áðan tel ég að með jafnréttiskennitölunni og birtingu upplýsinga um hlutfall kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum hafi verið unnið gríðarlega mikilvægt starf og nú þegar þessu tveggja ára verkefni lýkur er mikilvægt að birtingu upplýsinganna verði ekki hætt og lýsir viðskiptaráðuneytið sig reiðubúið til samstarfs um að standa áfram að birtingu upplýsinga um hlutfall kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum, því að það er alveg ljóst að birting slíkra upplýsinga skilar sér inn í umræðuna í þjóðfélaginu.</span></p> <p><span>Góðir gestir, hér er að hefjast áhugaverð ráðstefna og mikill fengur að fá virta fyrirlesara erlendis frá, eins og þær Eleanor Tabi Haller-Jordan og Marit Hoel og að fá breiðan hóp úr atvinnulífinu til að leggja álit sitt á umræðuna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

28. ágúst 2008Ræða Björgvins G. Sigurðssonar samstarfsráðherra Norðurlandanna um norrænt samstarf

<p><span>Kære gæster,</span></p> <p><span>Det er mig en stor glæde at deltage i festlighederne i anledning af at det nu er fyrre år siden Nordens hus åbnede sine døre her i Vatnsmýrin. For dette vil jeg især takke Max Dager og husets bestyrelse og ønske dem til lykke med et vellykket projekt.</span></p> <p><span>I aftes nød vi huset og kulturen på selve fyrre års jubilæumsdagen og takkede dem som havde spillet hovedrollen i husets tilblivelse. Vi har for længst indset at denne bygning, som Alvar Aalto skabte her i universitetskvarteret, er et af Islands mest bemærkelsesværdige huse og sikkert blandt verdens smukkeste bygningsværker. Huset er i sig selv et kunstværk og en yderst passende ramme omkring det nordiske samarbejde, der hviler på <span></span> fælles værdier, hvor nøgleordene er respekt for menneskenes<span>&nbsp;</span> velfærd, menneskerettigheder og ligeberettigelse, uanset stilling, klasse og køn. Mon ikke man kan konstatere at de nordiske landes klasseløse samfund er deres største ressource, hvor alle får lige muligheder for at dyrke og udvikle deres evner.</span></p> <p><span>For nu ikke at glemme kulturen. Den fælles nordiske ånd. Kulturen er det som binder de nordiske folk sammen. Den fælles kulturarv, som i hvert land, landsdel eller landsby, har blomstret med sine særpræg og forskellige nuancer. Når nordiske mennesker kommunikerer igennem bøger, digte, skuespil og film oplever vi både slægtskab og diversitet. Kulturen ligner tilstrækkelig meget for at al kommunikation bliver uden besvær og nærmest automatisk. Men forskellene er dog på samme tid tilstrækkelig mange for at særprægene træder tydeligt frem. Det er som vi forstår hinanden bedre end os selv, fordi vi er blinde på vores egne særpræg, men kan tydeligt se de dominerende karaktertræk i hinanden.</span></p> <p><span>Et godt eksempel er den klassiske danske tv-serie, Matador. Et dansk mesterværk som markerer begyndelsen til danskernes unikke landvindinger inden for tv- og filmdramatik. Fantastisk stof, en krønike, der skildrer cirka to årtier i Danmarks historie, hvor fortiden må vige for moderniteten. Det gamle klassesamfund med de herskende klassers privilegier er ved at ebbe ud og den jævne befolkning søger uddannelse og nye udfordringer på alle felter.</span></p> <p><span>Dette klassiske stof, der bygger på Lise Nørgaards manuskript, gens</span><span>å jeg for nylig i sin helhed. Alle fireog tyve episoder, <span>&nbsp;</span>til min store fornøjelse. Jeg husker godt dengang serien kom i det islandske fjernsyn da jeg var teenager, og nu tyve år senere, gjorde de stadig et stort indtryk. Serien blev produceret i året nitten hundrede otteoghalvfjerds/syttiotte, og<span>&nbsp;</span> rimer derfor godt med aftenens tema og passende at minde om denne juvel i nordisk samtidskultur.</span></p> <p><span>Det var ikke kun for at forberede mig til min nye rolle som nordisk samarbejdsminister at jeg genså Matador, men jeg kan ikke nægte at det var med en vis spænding at jeg genopfriskede mine lidt rustne færdigheder i det danske sprog.</span></p> <p><span>Et andet godt eksempel om fælles nordisk kultur kan man finde i den islandske digter og avisredaktør, Matthías Johannessens, dagbøger. Der beskriver han et brev som han modtog fra sin ven, den svenske forfatter og parlamentariker, Per Olof Sundmann, som han modtog i slutningen af juni nitten hundrede syttiotte/otteoghalvfjerds. Disse dagbøger spiller en en vigtig rolle i debatten i Island i dag på grund af deres meget åbne måde at beskrive private samtaler om delikate emner.</span></p> <p><span>Her kommer Per Olof til Island, vistnok for at forberede optagelserne af en film efter hans roman om Sam, som bygger på den islandske saga om Hrafnkel Freysgode.</span></p> <p><span>Nu citerer jeg dagbogen:</span></p> <p><span>&sbquo;</span><span>Jeg ved ikke bedre end at Per Olof har fået ideen da vi var sammen på Thingvalla i sin tid, da begyndte han at berette for mig hvor meget han holdt af Hrafnkells saga og så begyndte han at tale om at han ville skrive en moderne roman, der byggede p</span><span>å dens indhold.&lsquo;</span></p> <p><span>Og han beskrev sit romanstof på sådan en måde, at det virkede som det blev skabt på stedet.</span></p> <p><span>Jeg syntes det meget passende at ideen til denne roman fødtes på Lovbjerget.&lsquo;</span></p> <p><span>....</span></p> <p><span>Jeg kunne blive ved med at tale om den fælles nordiske kulturarv &ndash; i fortid og nutid eller fra året nitten hundrede syttiotte/otteoghalvfjerds.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Men jeg standser nu og siger til slut: længe leve det nordiske samarbejde, må det blomstre og forhåbentlig <span>&nbsp;</span>lykkes det os at gøre det endnu stærkere i de kommende årtier.</span></p> <br /> <br />

25. apríl 2008Ávarp á ráðstefnu um stöðu UT-iðnaðar á Íslandi

<p><strong><span>Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><strong><span>Ávarp á ráðstefnu um stöðu UT-iðnaðar á Íslandi</span></strong></p> <p><strong><span>22. apríl 2008, klukkan 13:00</span></strong></p> <p><strong><span>Grand hótel Reykjavík</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir,</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>I.</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að fá að opna þessa áhugaverðu ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um framtíð upplýsingatækniiðnaðar á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ýmsum stórum og mikilvægum spurningum hefur verið varpað fram í aðdraganda þessarar ráðstefnu. Í mínum huga er spurningin, hvort Íslandi hafi glatað forskoti sínu í á sviði upplýsingatækni sérstaklega áhugaverð. Hún er áhugaverð ekki síst fyrir þær sakir að henni er í raun hægt að svara bæði játandi og neitandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Til eru þeir sem efast um sannleiksgildi fullyrðingarinnar sem í spurningunni felst, og telja að uppgangur í upplýsingatækni hérlendis í kringum aldamótin síðustu hafi einungis verið bóla sem nú sé horfin. Einföld skoðun á skiptingu landsframleiðslu á Íslandi eftir atvinnugreinum leiðir í ljós að sú er ekki raunin. Hlutdeild þjónustu upplýsingatæknifyrirtæki af landsframleiðslu lækkaði aðeins lítillega árið 2002 en hefur hækkað síðan og er meiri nú en nokkru sinni fyrr.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Engu að síður er hægt að svara þeirri spurningu játandi, að Ísland hafi tapað ákveðnu forskoti á sviði upplýsingatækni. Þar skiptir mestu máli hve hratt þessi atvinnugrein hefur umbreyst úr staðbundinni þjónustustarfsemi í alþjóðlega. Í raun má segja að upplýsingatækni sé sú atvinnugrein sem hvað mest hefur umturnast við hnattvæðinguna. Sífellt betra internet og nýjar leiðir til að nota það til samskipta, viðskipta og flutnings á upplýsingum gera það að verkum að á sviði bita og bæta er heimurinn í rauninni aðeins eitt markaðssvæði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Að sjálfsögðu leiðir þessi þróun til þess að samkeppnisstaða veikist í löndum þar sem laun eru tiltölulega há miðað við gæði og styrkist þar sem laun eru tiltölulega lág. Tækniþekking er á háu stigi víða í þriðja heiminum og sérstaklega á Indlandi. Það er útilokað að íslenskt fyrirtæki geti keppt við hugbúnaðarfyrirtæki í Bangalor í þróun á almennum hugbúnaðarlausnum. Að þessu leyti til hefur samkeppnisstaða íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja versnað.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>En hún hefur á sama tíma styrkst á öðrum sviðum, eins og umsvifin bera með sér. Það er því einnig hægt með að svara spurningunni neitandi. Styrkleikar íslenskra fyrirtækja í upplýsingatæknigeiranum liggja í markaðsþekkingu, miklu öryggi og ábyrgð, og háu þjónustustigi. Með því að virkja þá betur hefur tekist að efla atvinnugreinina þrátt fyrir sívaxandi alþjóðlega samkeppni. Vafalaust má gera enn betur og því er ég ekki í nokkrum vafa að íslensk upplýsingatæknifyrirtæki muni áfram vaxa og dafna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>II.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Raunverulegur og viðvarandi hagvöxtur í framtíðinni byggir á að við nýtum auðlindir okkar sem allra best. Flestar okkar auðlindir eru í takmörkuðu magni og fórnarkostnaður frekari nýtingar náttúruauðlinda fer faxandi. Vaxtarbroddurinn felst í þeirri auðlind sem óþrjótandi er, mannauðinum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Frekari uppbygging menntakerfisins og rannsóknarsamfélagsins, ekki síst á háskólastigi er því lykilatriði fyrir velsæld þjóðarinnar í framtíðinni. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stórefla samkeppnissjóði á sviði rannsóknar og þróunarstarfsemi á kjörtímabilinu. Ennfremur er nú til meðferðar alþingis nýtt frumvarp um framhaldsskóla sem mun leiða til verulegrar eflingar þess skólastigs. Í heildina litið er því um verulega eflingu mennta- og rannsóknastarfs að ræða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Slík fjárfesting skilar ekki arði án fyrirhafnar. Það er mikilvægt að þessir fjármunir nýtist sem allra best. Frá sjónarhóli upplýsingatæknigeirans í hnattvæddu markaðshagkerfi er langmikilvægast að þessi aukna menntasókn skili sér í eflingu þeirra þátta þar sem styrkur okkar liggur. Ofuráhersla á tækniþekkingu eina og sér skilar takmörkuðum árangri þegar hinn skapandi þátt vantar. Vandinn og um leið lausnin felst í því að flétta sem best saman sköpun og tækniþekkingu. Það er áskorunin til okkar blómlegu framhaldsskóla og háskóla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>III.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span><span>Góðir fundargestir,</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Dagskrá þessarar ráðstefnu í dag er afar fróðleg. Hér mætist þekking úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu. Aðeins með virku samstarfi á milli þessara aðila og stjórnvalda getum við náð varanlegum árangri í efnahagslegu tilliti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Með þeim orðum lýsi ég þessa ráðstefnu hér með formlega opna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <br /> <br />

10. apríl 2008Ávarp á SFF deginum 2008

<p align="center"><span>Ávarp á SFF deginum 2008</span></p> <p align="center"><span>10. apríl 2008</span></p> <p align="center"><strong><span>Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra</span></strong></p> <p><span>Góðir gestir</span></p> <p><span>I.</span></p> <p><span>Íslenskir bankamenn og aðrir úr fjármálalífinu hafa oft hist við gleðilegri kringumstæður en þær sem blasa við í dag. Óhætt er að fullyrða að órói á alþjóðlegum lánamörkuðum hefur haft talsverð áhrif hér á landi sem og annars staðar. Þrátt fyrir íslenskar fjármálastofnanir séu almennt stöndugar og traustar hefur gríðarlegur hraði á uppbyggingu íslenska fjármálageirans gert það að verkum að íslenska fjármálakerfið er tiltölulega næmt fyrir kólnun á lánamörkuðum.</span></p> <p><span><span></span></span></p> <p><span>Ég ætla ekki að verja tíma mínum hér í dag til að fjalla um þessi margumtöluðu vandamál samtímans. Mikill tími og orka stjórnvalda og fyrirtækjanna fer nú í að tryggja okkur gegn alvarlegum áföllum. Hluti aðgerða í því skyni að tryggja fjármálastofnunum aðgang að lausafé<span>&nbsp;</span> hafa þegar verið kynntar og fleiri eru í farvatninu. Í dag kynnir Seðlabanki Íslands nýtt hefti Peningamála þar sem vænta má nýrrar greiningar á ástandi og horfum og tilkynningar um frekari aðgerðir af hálfu Seðlabanka Íslands.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég hef aftur á móti áhuga á að ræða hér framtíðarhorfur í fjármálageiranum og hvort líklegt sé að okkur takist að halda áfram á sömu vaxtarbraut og við höfum verið undanfarin sjö ár. Síðasta fjórðung síðustu aldar reiknaðist fjármálastarfsemi vera um það bil 5 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofunnar. Hlutfallið hefur hækkað mjög hratt frá aldamótum og er, eins og margir vita, komið upp fyrir 10 prósent.</span></p> <p><span>Sú staðreynd að fjármálageirinn er orðinn stærri en landbúnaðar og sjávarútvegur samanlagt segir okkur einfaldlega að afleiður og skuldabréf eru í dag okkar ær og kýr.</span></p> <p><span>II.</span></p> <p><span>En verður það svo um aldur og æfi? Auðvitað er ómögulegt að spá fyrir um það hverjar verða höfuðatvinnugreinar þjóðarinnar á næstu öld. Sé horft til skemmri tíma er þó enginn skortur á spekingunum sem spá endalokum vaxtarskeiðs fjármálageirans og um leið útrásarinnar margumtöluðu.</span></p> <p><span>Þó ólíklegt sé að jafn hagstæð lánskjör muni bjóðast á alþjóðavettvangi í bráð og hafa verið í boði undanfarin ár, er lítill fótur fyrir því að draga muni úr umfangi fjármálageirans á komandi árum. Ekki er ólíklegt að eitthvað dragi úr þeim mikla vexti<span>&nbsp;</span> sem við höfum upplifað að undanförnu. Öll skilyrði eru þó fyrir áframhaldandi sterkri stöðu fjármálafyrirtækja og öruggum en þó hægari vexti þeirra.</span></p> <p><span>Fullyrða má að aukin skuldastaða þjóðarbúsins í takt við alþjóðavæðingu fjármálakerfisins birtist með nokkuð ýktum hætti í opinberri tölfræði. Á það hefur verið bent að stór hluti þeirra erlendu eigna sem myndast hafa á móti erlendum skuldum er ekki uppfærður til markaðsvirðis með sambærilegum hætti og skuldirnar. Ennfremur vekur sérstaka athygli hve bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hefur aukist mikið síðan 2004, eða yfir 150 milljarða á ári að meðaltali árin 2005 og 2006. Á sama tíma er bein fjárfesting frá tveimur Evrópulöndum að aukast um svipaðar upphæðir, þ.e. Hollandi og Lúxemborg.</span></p> <p><span>Líkur eru á að verulegur hluti þessarar fjárfestingar sé í raun ættaður frá Íslenskum aðilum, þó hún fari í gegnum erlend félög. Þetta undirstrikar tvo mikilvæga þætti. Annars vegar að mörkin á milli okkar hagkerfis og annarra geta oft á tíðum verið óljós og breytileg. Hins vegar er ljóst að við höfum ákveðið verk að vinna ef við ætlum okkur að standa okkur í alþjóðlegri samkeppni í umsýslu og miðlun fjármuna.</span></p> <p><span>Í gagnmerkri skýrslu starfshóps undir forystu Sigurðar Einarssonar voru fyrir tveimur árum lagðar fram margar álitlegar hugmyndir sem miða að því að efla Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Margt hefur áunnist í þeim efnum síðan þá, en annað er ógert eða enn til skoðunar.</span></p> <p><span>Sérstaklega eru lækkun tekjuskatts á lögaðila og breytingar á reglum um skattlagningu söluhagnaðar jákvæðar breytingar.</span></p> <p><span>Mörg önnur jákvæð skref hafa verið stigin nú nýverið í því skyni að bæta starfsskilyrði fjármálaþjónustu á Íslandi. Ég vil einkum nefna ný lög um sértryggð skuldabréf, sem einkum er ætlað að auðvelda fjármögnun smærri lánastofnanna og nýtt frumvarp um rafræna eignaskráningu verðbréfa vegna uppgjörs innlends hlutafjár sem skráð er í erlendri mynt. Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um öruggan farveg fyrir fullnaðaruppgjör viðskipta með verðbréf sem skráð eru í erlendri mynt. Þessi tilhögun skal háð samþykki Fjármálaeftirlitsins að fenginni umsögn Seðlabanka Íslands.</span></p> <p><span>III.</span></p> <p><span>Mörg önnur mikilvæg mál eru ennfremur í farvatninu og vil ég síður tefja þennan fund um of með ítarlegri upptalningu. Mig lagar þess í stað til að ræða nánar eitt tiltekið mál á sviði vátrygginga sem mun án efa verða áberandi síðar á þessu ári.</span></p> <p><span>Fyrr í þessari viku sendi viðskiptaráðuneytið SFF, FME og Húseigendafélaginu óskir um tilnefningu í nefnd sem fara skal yfir lagaumhverfi brunatrygginga og vinna að afnámi þeirrar skyldutryggingar sem húseigendur búa við í dag. Er stefnt að því að nefndin skili niðurstöðum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. september n.k.</span></p> <p><span>Segja má að tilefni þess að ráðist er í þetta verkefni nú sé það að nefnd sem fjármálaráðherra setti á laggirnar til þess að gera tillögur um fjármögnun reksturs Fasteignamats ríkisins, FMR, og lauk störfum s.l. haust komast að þeirri niðurstöðu að rétt væri að notendur þjónustu FMR greiddu fyrir hana.</span></p> <p><span>Við kostnaðargreiningu hjá FMR hefur komið í ljós að utanumhald vegna brunabótamats nemur um fjórðungi heildarrekstrarkostnaðar, eða um 160 mkr.<span>&nbsp;</span> Samkvæmt gildandi lögum skilar álagning umsýslugjalds - sem lagt er á fasteignaeigendur samhliða innheimtu vátryggingariðgjalds - hins vegar mun hærri fjárhæð til FMR, en það gjald er í <strong>dag<span>&nbsp;</span> <span>0,1 ?</span></strong> af brunabótamati. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samræmi við niðurstöður nefndarinnar þar sem gerð var tillaga um að fasteignaeigendur greiddu 0,037 ? af brunabótamati til FMR fyrir matsgerðirnar vegna notkunar brunabótamatsins. Miðað var við að gjaldið færði FMR rúmar 100 milljón krónur í tekjur. Efnahags- og skattanefnd Alþingis var andvíg því að gjald þetta yrði lagt á<span>&nbsp;</span> fasteignaeigendur en lagði til að kostnaður þessi skyldi borinni uppi af þeim sem hagsmuni hafa af notkun brunabótamatsins, þ.e.a.s. vátryggingafélögunum.</span></p> <p><span>Af þessu tilefni metum við í viðskiptaráðuneytinu það svo að tímabært sé að taka til skoðunar hvort afnema eigi skylduvátryggingu vegna bruna húseigna. Skyldubrunatryggingar er ekki að finna í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Því fer fjarri að afnám vátryggingarskyldunnar þurfi að leiða til þess að slíkar vátryggingar leggist af. Stærsta breytingin - ef af yrði - er sú að vátryggingarfjárhæðin yrði samkomulagsatriði á milli fasteignaeiganda og vátryggjanda. Þar með yrði engin þörf á opinberu mati á vátryggingarverðmæti. Ennfremur má reikna með að lánveitendur mundu krefjast þess að lántakendur héldu veðum sínum brunatryggðum með viðunandi hætti, líkt og tíðkast til dæmis á sviði bílalána.</span></p> <p><span>Óvíst er á þessari stundu hvaða hagræði yrði af afnám skyldu til að brunatryggja húseignir. Röksemdir fyrir opinberri forsjá á þessu sviði eru hins vegar augljósar og full ástæða til að skoða tækifæri til að auka frelsi í viðskiptum á þessu sviði, það er rétt fasteignaeigenda til að ákvarða sjálfir hvaða þjónustu vátryggingafélaga þeir kaupa.</span></p> <p><span>IV.</span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn.</span></p> <p><span>Mig langar til að nota þetta tækifæri og þakka Samtökum fjármálafyrirtækja fyrir afar gott samstarf að undanförnu. Sérstaklega ber að þakka þátttöku SFF við úrlausn vandasamra ágreiningsmála er varða ýmsa gjaldtöku fjármálastofnanna fyrir eigin reikning og annarra. Að sjálfsögðu geta hertar reglur með starfsemi fjármálafyrirtækja verið þeim baggi og því ber að fara varlega á þessu sviði.</span></p> <p><span>Það ber þó sérstaklega að viðurkenna þann mikla skilning sem SFF hefur sýnt mikilvægi þess að skýra rétt neytenda á sviði fjármálaþjónustu og einfalda samskipti þeirra og fjármálafyrirtækja sem mest.</span></p> <p><span>Ég óska ykkur öllum hjartanlega til hamingju með daginn. SFF daginn.</span></p> <br /> <br />

28. mars 2008Virkjum fjármagn kvenna

<p><strong><span>Björgvin G. Sigurðsson</span></strong></p> <p><strong><span>viðskiptaráðherra</span></strong></p> <p><strong><span>Afhending á námstefnunni: Virkjum fjármagn kvenna</span></strong></p> <p><strong><span>Hilton Reykjavík, 28. mars 2008</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong><span>Góðir gestir</span></p> <p><span>Það er gaman að sjá hvað margir eru mættir hér í dag á þessa námsstefnu um verkefnið: Virkjum fjármagn kvenna. Ég býð ykkur öll velkomin fyrir hönd aðstandenda námsstefnunnar.</span></p> <p><span>Staðreyndirnar blasa við. Of fáar konur sitja í áhrifastöðum í atvinnulífinu og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er of lágt. Þessu verðum við að breyta. Það er ekki lengur hægt að sitja og bíða eftir því að ástandið breytist sjálfkrafa. Konur og karlar verða að taka höndum saman um úrbætur.</span> <span>Námsstefna eins og þessi er einn liður í því að skipuleggja það starf sem fyrir höndum er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <strong><span>II.</span></strong></p> <p><span>Efast má um að allir deili þessu sjónarmið okkar sem hér þingum í dag. Þess vegna er mikilvægt að við höldum á lofti kostum þess að auka hlut kvenna í</span> <span>stjórnum og áhrifastöðum í íslensku viðskiptalífi. Slík umræða er sem dropinn sem holar steininn. Hún er mikilvæg og mun leiða til þess að áhrif kvenna munu aukast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Konur standa oft utan við hefðbundin tengslanet viðskiptalífsins og þær er því síður sýnilegar og kunna því að njóta minna trausts þeirra sem skipa í stjórnir og áhrifastöður. Því er ráðstefna sem þessi mikilvæg. Framtak Félags kvenna í atvinnurekstri fyrr á árinu, sem m.a. viðskiptaráðuneytið styrkti, &ldquo;Við segjum já&rdquo; er einnig eftirtektarvert. Fróðlegt verður að sjá hverju það skilar þegar árið 2008 verður gert upp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>K</span><span>annanir sýna að þau fyrirtæki sem hafa bæði konur og karla í stjórn skila betri árangri en þau sem eingöngu skipa körlum í forystu. Í blönduðum stjórnum</span> <span>nýtist hæfni og þekking sem önnur fyrirtæki fara á mis við. Fyrirtæki hafa ávinning af aukinn víðsýni og fagmennsku sem leiðir af jafnari kynjahlutföllum í stjórnum og stjórnunarstöðum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á jákvæð tengsl á milli fjölda kvenna í stjórnum og bættra stjórnarhátta og nýlegar athuganir CreditInfo á Íslandi sýna að fyrirtæki með konur í stjórn lenda síður í alvarlegum vanskilum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>III.</span></strong></p> <p><span>Ég hef áður sagt að það sé æskilegast að frumkvæði að breytingum á kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja komi frá fyrirtækjunum sjálfum. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta reynt að hafa áhrif á viðskiptalífið með ýmsum óbeinum hætti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ef fyrirtækin sýna ekki frumkvæði og skynja ekki að aukin þátttaka kvenna er í þágu þeirra eigin hagsmuna, er ljóst að</span> <span>afskipti löggjafans koma sterklega til greina. Lögfesting á kynjakvóta er þó líklega ekki skynsamleg fyrsta skref, heldur væri rétt að byrja á að lögfesta upplýsingaskyldu fyrirtækja um nöfn, stöðuheiti og ábyrgðarsvið stjórnarmanna og æðstu stjórnenda fyrirtækja, en slík upplýsingaskylda þekkist víða erlendis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Slíkt stuðlar bæði að því að fyrirtæki verði í auknum mæli meðvituð um skipun í stjórnir og ábyrgðarstöður auk þess sem slíkt auðveldar öflun gagna um kynjahlutföll stjórnar og stjórnenda í fyrirtækjum. Ef ljóst þykir að ekkert annað dugar er ekki hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta, líkt og gert hefur verið í Noregi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>IV.</span></strong></p> <p><span>Góðir námsstefnugestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Námsstefnunni Virkjum fjármagn kvenna er ætlað að efla umræður og þekkingu um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Í umræðu þeirri sem fram fer hér í dag er rétt að hafa í huga að baráttan fyrir jafnrétti er</span> <span>alls ekki eingöngu barátta kvenna, heldur er um að ræða sameiginlegt hagsmunamál þjóðfélagsins alls, jafnt karla sem kvenna, að viðskiptalífið fái að njóta starfskrafta karla sem kvenna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Því hefur verið slegið fram sem einni af ástæðum þess að hlutfall kvenna sé mun lægra en hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja að konur fari í miklu minna mæli fyrir fjármagni og hafi þar af leiðandi minni völd en karlar þegar kemur að því að skipa í stjórnir.</span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>&nbsp;</span><span>Sú staðreynd að konur er í miklum minnihluta við umsýslu fjármuna er í raun dapurleg staðfesting á því hvað við eigum langt í land með að ná viðunnandi kynjajafnrétti. Aðspurðir myndu líklega flestir svara því til að þeir treysta móður sinni fremur en föður fyrir fjármunum sínum. Í hugum flestra eru hugtökin öryggi og ábyrgð á kvenlegum toga. Þó kvenkynsorð séu er hugtökin ávöxtun og áhætta á hin bóginn fremur karllæg. Ég spyr: væri hugsanlega rólegra ástand á fjármálamörkuðum í dag ef áhrif kvenna væru meiri í fjármálaheiminum?</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Hvort sem það er raunveruleikinn eða ekki vona ég að í dag gefist okkur kostur á að ræða þessi mál og hlýða á ólík sjónarmið um konur og fjármálageirann og konur og rekstur fyrirtækja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Námsstefnan er sett.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

26. febrúar 2008Afhending EDI verðlaunanna 2008

<p>Mér er það sönn ánægja að ávarpa aðalfund Icepro nefndarinnar, og afhenda EDI verðlaunin fyrir árið 2008.</p> <p>Eins og flestum hér er kunnugt á Icepro nefndin langan ferill að baki sem samráðsnefnd um rafræn viðskipti. Nefndinni er ætlað að vera samstarfsvettvangur atvinnulífsins og opinberra aðila um rafræn viðskipti.</p> <p>Rafræn viðskipti hafa gjörbylt hefðbundnum viðskiptaháttum, þó svo byltingin sé í raun rétt nýhafin. Viðteknar viðskiptavenjur eru að breytast, milliliðum fækkar, viðskiptakostnaður minnkar, nánara samband ríkir á milli fyrirtækja og neytenda og nýir markaðir fyrir vörur spretta upp. Hver sá sem hefur aðgang að Netinu getur boðið fram sínar vörur eða þjónustu og náð til neytenda hvar sem er í heiminum. Með sama hætti getur neytandi keypt vörur og þjónustu á hinu sameiginlega markaðstorgi heimsins óháð tíma og stað. Rafræn viðskipti skapa ný sóknarfæri fyrir fyrirtæki og neytendur.</p> <p>Almennt er talið að eftir nokkur ár muni hugtakið rafræn viðskipti hverfa, ekki vegna þess að viðskipti verði ekki stunduð á þennan hátt, heldur vegna þess að viðskipti milli fyrirtækja verði nánast eingöngu stunduð á þennan hátt. Þá verður ekki lengur gerður greinarmunur á viðskiptum og rafrænum viðskiptum.</p> <p>Þróunin heldur áfram bæði hér og í allri Evrópu og verða Íslendingar að vera á varðbergi gagnvart því að dragast ekki aftur úr. Hagræðingin sem felst í rafrænum viðskiptum getur skipt sköpum í aukinni samkeppnishæfni Íslands. Með auknu flæði viðskipta milli landa er nauðsynlegt að samræma umhverfi rafrænna viðskipta. Til þess að rafræn viðskipti milli Íslands og annarra landa verði almenn og&nbsp; skilvirk er mikilvægt&nbsp; að nýta alþjóðlega og evrópska staðla í &nbsp;íslensku umhverfi. Icepro hefur ætíð leitast við að taka þátt í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði til þess að gæta hagsmuna Íslands og miðla þekkingu til íslensks atvinnulífs og opinberra aðila.</p> <p>Samstarf Ísland við NES (North European Subset) hópinn hefur verið töluvert síðastliðinn tvö ár. Markmið hópsins er að koma á sameiginlegum vettvangi rafrænna viðskipta. NES samstarfið leiddi af sér samnorrænt vinnulag þar sem tekið var tillit til þarfa Íslendinga í rafrænum samskiptum með reikninga, pantanir, verðlista, reiknireglu, virðisaukaskatt og fleira. &nbsp;Í framhaldi af þessu samstarfi hefur Icepro gefið út handbók um rafræn viðskipti með það að markmiði að stuðla að sem víðtækastri innleiðingu rafrænna samskipta í innlendum og erlendum viðskiptum.</p> <p>Ráðherraráðstefna Evrópusambandsins um rafræna stjórnsýslu var haldinn í Lissabon í september 2007. Á ráðstefnunni samþykktu ráðherrar aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna yfirlýsingu sem ætlað er að fylgja eftir áætlun Evrópusambandsins fyrir upplýsingasamfélagið fram til ársins 2010. Samþykktin fjallar m.a. um notkun rafrænna skilríkja og rafrænna reikninga milli landa, einföldun á samskiptum borgaranna við hið opinbera, aðgengi allra að rafrænni stjórnsýslu og aukna þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum.</p> <p>Samþykkt ráðherranna felur í sér eftirfarandi atriði:</p> <p>1.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Efla á samvinnu á milli Evrópu, fyrst og fremst varðandi rafræn innkaup milli landa og gagnkvæma viðurkenningu á rafrænum skilríkjum.</p> <p><strong>2.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</strong> Nota á rafræna stjórnsýslu til að einfalda samskipti hins opinbera við borgara og fyrirtæki í Evrópu og draga úr skriffinnsku almennt..</p> <p><strong>3.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</strong> Tryggja þarf að allir íbúar hafi hag af rafrænni stjórnsýslu.</p> <p><strong>4.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</strong> Nýta skal kosti upplýsingar- og samskiptatækni til að kanna nýjar leiðir til að auka þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum og gagnsæi stjórnsýslunnar.</p> <p>Ríkin munu leitast við að samtvinna þau markmið sem sett eru fram í yfirlýsingunni við eigin stefnur og áætlanir. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að móta nýja stefnu um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2008-2011 sem endurspegli nýjar áherslur ríkisstjórnarinnar og byggi m.a. á stefnuyfirlýsingu hennar og pólitískum áherslum stjórnarflokkanna. Ein af megin áherslum Viðskiptaráðuneytisins í stefnumótun ríkisins á þessu sviði er að setja fram markmið um samræmt og skilvirkt umhverfi rafrænna viðskipta sem byggt er á evrópskum og alþjólegum stöðlum á Íslandi.</p> <h3>Afhending Icepro verðlaunanna</h3> <p>Icelandair hefur á undanförnum árum þróað rafrænt umhverfi sitt með það að markmiði að bjóða viðskiptavinum heildstæða rafræna þjónustu. Viðskiptavinir geta&nbsp; á heimasíðum félagsins leitað sér upplýsinga um flugáætlun og áfangastaði, bókað og greitt fyrir ferðir hvort sem er með kreditkorti eða rafrænum gjafabréfum, fengið útgefin rafrænan farseðil og valið sér flugsæti. Þá er viðskiptavinum boðið að innrita sig á einfaldan hátt í sjálfafgreiðslustöðvum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <p>Félagið tekur fullan þátt í samvinnu innan alþjóðasamtaka flugfélaga IATA&nbsp; um rafræna bókun og sölu á flugferðum og geta viðskiptavinir bókað sig á vef félagsins og ferðast á rafrænum farseðlum til áfangastaða langt út fyrir leiðakerfi þess.&nbsp; Á heimasíðum félagsins geta viðskiptavinir einnig bókað sér aðra þjónustu, eins og hótel og bílaleigubíla.&nbsp; Þessi þjónusta er í boði á öllum markaðssvæðum félagsins.</p> <p>Í samstarfi við Google, hefur Icelandair unnið efni fyrir Google Earth, sem er nýstárleg leið til að skoða heiminn í þrívíðu umhverfi.</p> <p>Þjónusta við félaga í Vildarklúbbi Icelandair hefur líka verið aukin og endurbætt og í dag geta meðlimir Vildarklúbbsins bókað vildarmiða á vefnum, skoðað punktastöðu sína og lagfært.</p> <p>Fyrirtækjaþjónustan er nýjung þar sem fyrirtæki geta með sérsamningi við Icelandair bókað ferðir fyrir starfsmenn sína, skoðað skýrslur og fengið yfirlit.</p> <p>Stöðug aukning er í notkun þessarar þjónustu og voru 45% allra keyptra&nbsp; farseðla á Íslandi á árinu 2007 keyptir í gegnum heimasíðu félagsins.&nbsp; Þá voru 80% allra útgefinna farseðla rafrænir, auk þess sem meðalnýting á sjálfafgreiðslu innritunarstöðvum á Keflavíkurflugvelli var orðinn um 30% í morgunflugum út úr Íslandi í desember 2007.</p> <p>Það er til mikilla hagsbóta og þæginda fyrir viðskiptavininn að geta skipulagt ferðir sínar og keypt farmiða á netinu. Icelandair bjóða upp á einföld og þægileg rafræn viðskipti, sem eru til mikillar fyrirmyndar. Það er mér því sönn ánægja að afhenda Icelandair EDI-bikarinn til varðveislu árið 2008.</p>

21. febrúar 2008Aðalfundur SVÞ

<p><span>Kæru gestir,</span></p> <p><span>Það er mjög sönn ánægja að ávarpa aðalfund Samtaka verslunar og þjónustu. En frá því að ég tók við embætti sem viðskiptaráðherra, fyrir níu mánuðum síðan, hef ég átt mikil og góð samskipti við samtökin. Það hlýtur að vera forgangsmál stjórnvalda, á hverjum tíma, að tryggja góð samskipti og <span></span>samvinnu á milli<span>&nbsp;</span> atvinnurekenda og hins opinbera. Enda eiga atvinnulífið og stjórnvöld samleið í stefnumótun um aukna verðmætasköpun og velferð.</span></p> <p><span>Ég vil sérstaklega minnast í þessu samhengi á þátttöku viðskiptaráðuneytisins í rekstri Rannsóknaseturs verslunarinnar sem hýst er af Háskólanum á Bifröst og hrint var af stað að frumkvæði SVÞ. Síðar í dag mun ég staðfesta nýjan samning við Rannsóknarsetrið um þjónustukaup og kostnaðarþátttöku í almennum verkefnum þess. Ég tel að reynslan af rekstri setursins lofi góðu og vænti mikils af starfi þess í framtíðinni.</span></p> <p><span>Ég vil einnig nota tækifærið og þakka forsvarsmönnum SVÞ fyrir afar gott samstarf við útfærslu á viðbrögðum við tillögum starfshóps um gjaldtöku fjármálastofnanna um seðilgjöld. Niðurstaðan eru tilmæli sem ég gaf út fyrr í þessari viku, þess efnis að kröfuhöfum sem nýta sér innheimtuþjónustu verði ekki boðið að bæta seðilgjöldum eða sambærilegum fylgikröfum við aðalkröfu, nema slíkt sé sérstaklega samþykkt af neytendum.</span></p> <p><span>Útrás og vöxtur verslunar og þjónustu á síðustu árum hefur verið ævintýralegur og hraður. Umbreyting íslensks atvinnulífs hefur meðal annars leitt til framrásar ýmiss konar alþjóðlegar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Mikilvægt er að slík starfsemi haldi áfram að vaxa hér á landi og sæki inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði.</span></p> <p><span>Til að gera sér grein fyrir stærðunum má nefna að heil 57% af mannafla landsins starfar við þjónustu hverskonar, um 90.000 manns, og um 67% tekna þjóðarbúsins er af þjónustugreinum og verslun. Þjónustan ein nemur um 55% af landsframleiðslunni og hefur hlutdeild hennar aukist um 14% á 30 árum.</span></p> <p><span>Það þarf að byggja undir þessar greinar með sama hætti og gert hefur verið um gömlu hefðbundu greinarnar og sjá til þess að þær vaxi áfram og dafni. Aukin áhersla á frjáls viðskipti með vörur og þjónustu á milli landa hefur eflt samkeppnina á mörgum sviðum. Í því samhengi má nefna að talið er að vægi þjónustu í útflutningi gæti numið allt að 50% eftir tíu ár.</span></p> <p><span>Þá verður þjónustan sífellt mikilvægari í utanríkisviðskiptum og nam útflutningur þjónustu 12% árið 2005 og tekjur vegna þjónustuútflutnings voru 120 milljarðar sama ár eða tæp 30% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Að mínu mati þarf með markvissum hætti að bæta stöðu verslunar og þjónustu sem öflugra atvinnugreina sem munu áfram vaxa hratt í framtíðinni. T.d. með aukinni menntun í verslunar- og viðskiptagreinum, aukinni fræðslu á umfangi greinarinnar og útrásarmöguleikum.</span></p> <p><u><span>Aukin útvistun ríkisins og jöfn tækifæri fyrirtækja</span></u></p> <p><span>Útvistunarstefna ríkisins sem tók gildi í júní 2006 mótar nú starfshætti ráðuneyta og ríkisstofnana í vaxandi mæli þegar kemur að þjónustukaupum. Nokkur seinkun varð á framkvæmd stefnunnar, en óhætt er að fullyrða að um þessar mundir er mikil áhersla lögð á framkvæmd hennar í stjórnsýslunni.</span></p> <p><span>Í þessu sambandi hafa Samtök verslunar og þjónustu og fleiri bent á að mikilvægt sé að tryggja sem best, jafna stöðu fyrirtækja á einkamarkaði innbyrðis í þjónustuviðskiptum við ríkið. Jafnframt að ekki séu skattalegir hvatir sem raska jafnvægi á milli útvistunar og innvistunar þjónustu fyrir ríkið, meðal annars með því að virðisaukaskattur sé ekki endurgreiddur af þjónustukaupum ríkisins á almennum markaði.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í síðustu fjáraukalögum kom inn heimild upp á rúmar 70 milljónir fyrir fjármálaráðherra til að endurgreiða virðisaukaskatt af aðkeyptri þjónustu tölvufyrirtækja. Eðlilegt er að óskað verði eftir sambærilegum heimildum í næstu fjárlögum fyrir önnur þjónustukaup ríkisins á almennum markaði ef reynslan af áðurnefndri tilraun er góð.</span></p> <p><span>Viðskiptaráðuneytið hefur fullan skilning á áhuga SVÞ og aðildarfyrirtækja á þessu og vill fyrir sitt leyti styðja slíka ákvörðun við næstu fjárlagagerð.</span></p> <p><u><span>EES</span></u></p> <p><span>Frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks á EES svæðinu og hagræði Íslands af því að vera aðili að innri markaði ESB þarf að tryggja með því að Íslandi taki þátt í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir þetta frjálsa flæði. Meðal slíkra þröskulda eru tollar og vörugjöld.</span></p> <p><span>Það er ekki síst frjáls för vinnandi fólks innan EES svæðisins sem skiptir mestu máli í dag. Það er Íslendingum mikið happ að fjölmargir útlendingar kjósa að koma hingað til starfa til lengri og skemmri tíma. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig reka mætti verslun og margvíslega þjónustu með jafn blómlegum hætti og raunin er ef ekki væri fyrir krafta þessa fólks.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Fjölgun útlendinga, sem að stórum hluta eru innflytjendur, gerir m.a. auknar kröfur um íslenskukennslu.<span>&nbsp;</span> Reyndar er öll starfsmenntun einnig í mikilli endurskoðun og hefur tilkoma erlends vinnuafls síst dregið úr þýðingu hennar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><u><span>Þjónustutilskipun ESB</span></u></p> <p><span>Vaxandi þýðing þjónustuviðskipta bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði kallar á viðurkenningu og stuðning stjórnvalda.<span>&nbsp;</span> Þjónustutilskipun ESB, sem er málamiðlun eftir langt samráðsferli, er mikilvæg fyrir íslensk fyrirtæki að því marki sem þau skapa þeim möguleika til viðskipta við önnur lönd innan EES svæðisins á sambærilegum grundvelli og innlend þjónustufyrirtæki í viðkomandi löndum búa við.<span>&nbsp;</span> Það sama gildir að sjálfsögðu um starfsemi útlendra þjónustufyrirtækja frá Evrópu á íslenskum markaði.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Nú er unnið að innleiðingu á þjónustutilskipunarinnar og skal henni lokið eigi síðar en 29. desember 2009.<span>&nbsp;</span> Í tilskipuninni er að finna metnaðarfull<span>&nbsp;</span> áform sem miða að því að láta hinn sameiginlega innri markað í Evrópu á sviði þjónustuviðskipta gagnast neytendum betur<span>&nbsp;</span> með því að einfalda og auðvelda fyrirtækjum að stofnsetja sig og veita þjónustu í hvaða aðildarríki sem þau kjósa að starfa í.</span></p> <p><u><span>Í fyrsta lagi</span></u> <span>felur þessi tilskipun í sér að ríkar kröfur eru gerðar til stjórnvalda að fara yfir og einfalda allar reglur í stjórnsýslunni sem varða starfsleyfi fyrirtækja, útiloka að ekki sé gerðar kröfur að óþörfu . Í því felst einnig stjórnvöld eiga að tryggja atvinnulífinu aðgang að upplýsingahraðbraut þar sem þau geta lokið sínum samskiptum við stjórnvöld á einum stað með rafrænni afgreiðslu í gegnum Netið.</span></p> <p><span>Þetta mál snýst ekki nema að litlu leyti um lagasetningu heldur er meginmálið grundvallarbreyting á <u>vinnubrögðum</u> og samskiptum opinberra aðila við fyrirtæki og almenning.<span>&nbsp;</span> Rafræn stjórnsýsla<span>&nbsp;</span> er því lykilverkfæri til þess að þessum markmiðum verði náð &ndash; og engar stjórnsýslustofnanir<span>&nbsp;</span> geta komist hjá því að stórefla slíka þjónustu við fyrirtækin og almenning í.</span></p> <p><u><span>Í öðru lagi</span></u> <span>felur þessi nýja þjónustutilskipun í sér að fyrirtæki og þeir aðilar sem stunda þjónustuviðskipti<span>&nbsp;</span> verða að gera ráðstafanir til þess að efla traust neytenda til þess að stunda við þá viðskipti.<span>&nbsp;</span> Þannig ber aðilum er selja þjónustu samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar að sjá til þess að fullnægjandi upplýsingar séu aðgengilegar fyrir neytendur um öll nauðsynleg atriði til þess að þeir geti treyst þeim aðilum er þeir eiga viðskipti við.</span></p> <p><span>Fyrirtækin skulu þannig gera grein fyrir því með hvaða hætti unnt sé að leggja fram kvartanir þegar að eitthvað fer úrskeiðis í viðskiptum þeirra.<span>&nbsp;</span> Þannig er mikilvægt að stórefla hér kvartana stjórnun og skilvirkni úrskurðarleiða en allt slíkt eykur traust neytenda og verður í framtíðinni forsenda þess að unnt sé að efla viðskipti yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins.</span></p> <p><span>Hér er ekki unnt að rekja í smáatriðum þau margvíslegu áhrif sem þessi tilskipun mun hafa en það er alveg ljóst að hún felur í sér margvísleg ný tækifæri fyrir viðskiptalífið og neytendur með útvíkkun og dýpkun innri markaðar Evrópu.</span></p> <p><span>Síðastliðinn sunnudag voru nýir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu þriggja ára undirritaðir. Samningarnir eru um margt lofsverðir. Með því að semja til þriggja ára í senn um tiltölulega litlar launahækkanir er mikilli óvissu um launaþróun eytt og forsendur skapaðar fyrir aðlögun hagkerfisins úr þeirri ofþenslu sem ríkt hefur undanfarin ár. Þar skiptir mestu máli að skilyrði fyrir lækkun verðbólgu og vaxta skapist.</span></p> <p><span>Um leið eru kjarasamningarnir merkilegir fyrir það hvað langt er gengið til hækkunar lægstu launa og að aðrar launahækkanir miðist einkum við þá sem farið hafa varhluta af launaskriði undanfarinnar missera. Um leið og ég fagna þessari niðurstöðu, sem jafnaðarmaður, hef ég skilning á því, sem viðskiptaráðherra, að niðurstaðan er að mörgu leyti óhagstæð fyrir verslun og sumar greinar þjónustu, þar sem búast má við hvað mestum launahækkunum næstu þrjú árin.</span></p> <p><span>Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga miða að nokkru leyti við þetta. Auk almennra skattalækkana fyrir fólk og fyrirtæki heitir ríkisstjórnin því að beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar vöruverðs, einkum á matvælum og að í því sambandi verðu einkum horft til vörugjalda og tolla.</span></p> <p><span>Enginn kemst hjá því að verða var við vaxandi umræðu um gjaldmiðlamál hér á landi. Hugmyndafræðin að baki evrunni er í raun samofin innri markaðinum enda veldur gengisáhætta auknum viðskiptakostnaði og er því óbein viðskiptahindrun. Nú er hins vegar ljóst að Ísland mun ekki taka upp evru sem gjaldmiðil nema það gangi fyrst í Evrópusambandið.</span></p> <p><span>Nú er mikil þörf fyrir yfirvegaða umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu<span>&nbsp;</span> frá sem flestu sjónarhornum. Samtök verslunar og þjónustu hafa hér hlutverki að gegna og beinlínis nauðsynlegt að þau láti sig þetta mikla álitamál varða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

31. janúar 2008Hádegisfundur LeiðtogaAuðar og FKA

<p><span>Ágætu fundarkonur (og menn)</span></p> <p><span>Hér er spurt hvernig fjölgum við konum í stjórnum og áhrifastöðum.</span></p> <p><span>Flestir hljóta að vera sammála því að fjölga beri konum í stjórnum og áhrifastöðum. Þannig nýtist hæfni og þekking sem fyrirtæki fara annars á mis við og fyrirtækin hafa ávinning af fjölbreytileika sem leiðir af jafnari kynjahlutföllum í stjórnum og stjórnunarstöðum. Þá hefur verið sýnt fram á tengsl milli fjölda kvenna í stjórnum og bættra stjórnarhátta auk þess sem að nýlegar athuganir Creditinfo Ísland sýna að minni líkur er á að þau fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum.</span></p> <p><span>Í framhaldi af fréttum Creditinfo um minni vanskil fyrirtækja þar sem konur sitja í stjórn fékk viðskiptaráðuneytið fyrirtækið til að gera ítarlegri úttekt á því hvernig fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn standa sig í samanburði við fyrirtæki þar sem konur eru ekki í stjórn. Skoðuð voru 27 þúsund fyrirtæki og voru þau metin með tilliti til þess hve líkleg þau voru til að lenda í alvarlegum vanskilum, eiginfjárhlutfalli og arðsemi eigin fjár eftir stærð stjórnar og kynjahlutfalli í stjórn.</span></p> <p><span>Niðurstaða úttektarinnar sýnir að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Þau fyrirtæki sem einungis konur eru í stjórn og þar sem fjöldi stjórnarmeðlima eru þrír eða fleiri eru mun ólíklegri til að lenda í vanskilum í samanburði við fyrirtæki þar sem aðeins eru karlmenn í stjórn. Hins vegar hækkar hlutfall fyrirtækja í vanskilum ef skoðuð eru smærri fyrirtæki með eingöngu konum í stjórn og 1-2 stjórnarmönnum. Af niðurstöðunum má einnig sjá að fyrirtæki sem eru með svipað hlutfall kvenna og karla í stjórn eru síður líkleg til að lenda í alvarlegum vanskilum.</span></p> <p><span>Þegar skoðuð eru fyrirtæki sem skiluðu ársreikningi fyrir tímabilið 2005 til 2006 kemur í ljós að eiginfjárhlutfall hjá fyrirtækjum þar sem eingöngu konur eru í stjórn er tölvuert minna en hjá fyrirtækjum þar sem aðeins karlmenn eru í stjórn eða 3,19% á móti 14,87%. Þegar á heildina er litið er eiginfjárhlutfall fyrirtækja í hlutafélagaskrá hæst þar sem fyrirtæki er með bæði konur og karla í stjórn. Ekki var munur á arðsemi eiginfjár fyrirtækja sem eingöngu höfð karla eða konur í stjórn. Hins vegar kom í ljós að meðalhagnaður er mestur hjá þeim fyrirtækjum sem eru með kynjablandaða stjórn. Fyrirtæki sem eingöngu hafa konur í stjórn skiluðu mun minni hagnaði en fyrirtæki sem eingöngu höfðu karla í stjórn.</span></p> <p><span>Af þessu virðist helst mega draga þá áætlun að best sé að hafa bæði konur og karla í stjórn fyrirtækis. Staðreyndin er hins vegar sú að konur eru aðeins í litlum hluta stjórnarsæta. Ef litið er til skiptingar kynjanna í stjórnum 100 stærstu íslensku fyrirtækjanna árið 2007 kemur í ljós að konur skipa aðeins 8% stjórnarsætanna eða 32 af 408 stjórnarsætum. Árið 2005 var þetta hlutfall 12%.</span> <span>Engin kona er í stjórn 71% fyrirtækjanna. Tólf fyrirtæki á listanum eru með konur í þriðjungi stjórnarsæta eða meira. Konur voru í tæplega 8% stjórnarsæta af þeim fyrirtækjum á listanum sem skráð eru í OMX (Kauphöll). Engin kona gegndi stjórnarformennsku í þeim.</span></p> <p><span>Konur eru 14% af æðstu stjórnendum fyrirtækjanna eða 46 konur af 328 forstjórum og framkvæmdastjórum. Árið 2005 var hlutfall þeirra um 10%. Í þremur fyrirtækjanna var stjórnarformaðurinn kona. Árið 2005 var kona stjórnarformaður í fimm fyrirtækjum á listanum.</span></p> <p><span>Aðeins þriðjungur fyrirtækjanna var með skriflega jafnréttisáætlun, þrátt fyrir að lög kveði á um að fyrir tæki með 25 starfsmenn eða fleiri skuli hafa jafnréttisstefnu eða ákvæði um jafnrétti í starfsmannastefnu sinni.</span></p> <p><span>Þegar tölur fyrir árið 2007 eru bornar saman við tölur frá 2005 verður að hafa í huga að mikil hreyfing hefur verið á markaðinum og innan við 40% af þeim fyrirtækjum sem voru meðal þeirra 100 stærstu á árinu 2005 eru á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin 2007.</span></p> <p><span>Ef litið er á sambærilegar tölur erlendis frá má sjá að í Bandaríkjunum eru konur í rúmlega 17% stjórnarsæta í stærstu 100 fyrirtækjunum (Fortune 100 Boards). Í Bretlandi má segja að hlutirnir hafi þokast í rétta átt, en þar eru samt enn 24% fyrirtækja af 100 FTSE ekki með neina konu í stjórn. Þetta hlutfall var 36% fyrir átta árum.</span></p> <p><span>Þessar tölur eru nokkuð sláandi þegar litið er til þess að konur eru helmingur af vinnuafli og mikilvægir neytendur bæði vöru og þjónustu.</span></p> <p><span>Í Noregi þar sem gripið hefur verið til lagasetningar til að tryggja hlutfall kvenna í stjórnum hlutafélaga er hlutfall kvenna í stjórnum 42% eða 819 konur á móti 1.122 körlum. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var, en segir þó ekki alla söguna, eins og ég mun koma að síðar.</span></p> <p><span>Til að hægt sé að vinna að fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja og áhrifastöðum í þjóðfélaginu hljótum við að þurfa að komast að því hvaða ástæður liggja að baki því að fáar konur eru í slíkum stöðum. Ástæður þess eru væntanlega margvíslegar, en líklegt er að afstaða og viðhorf þeirra sem skipa í stjórnir skipti miklu máli. Þá hefur verið bent á að konur standi oft utan við hefðbundin tengslanet viðskiptalífsins og að þær séu því síður sýnilegar og njóti minna trausts þeirra sem skipa í stjórnir. Þá virðast konur síður fara fyrir fjármagni og eru þar af leiðandi sjaldan í hlutverki þeirra sem skipa í stjórnir.</span></p> <p><span>Það virðist sem að jöfn staða kynjanna í stjórnunarstöðum og stjórnum fyrirtækja hafi almennt ekki verið á dagskrá hjá fyrirtækjum og hluthöfum að undanförnu. Þó að æskilegast sé að frumkvæði að breytingum á kynjahlutföllum í stjórnum komi frá fyrirtækjunum sjálfum virðist augljóst að grípa þarf til einhverra ráðstafana til að auka hlut kvenna í stjórnum og áhrifastöðum innan fyrirtækja.</span></p> <p><span>Í viðskiptaráðuneytinu hefur verið unnið að þessum málum síðustu ár.</span></p> <p><span>Vorið 2004 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Samkvæmt áætluninni voru iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu falin verkefni er lúta að konum og stjórnun fyrirtækja, stuðningi við konur í atvinnurekstri og konur í atvinnurekstri. Hefur verið unnið að þessum málum í ráðuneytinu síðan og hef ég mikinn áhuga á að efla enn það starf.</span></p> <p><span>Haustið 2004 skipaði þáverandi viðskiptaráðherra svokallaða Tækifærisnefnd sem falið var það hlutverk að ræða þau tækifæri sem aukin fjölbreytni í forystusveit íslensks viðskiptalífs skapar. Nefndin ákvað að beina sjónum sínum sérstaklega að hlutdeild kvenna í stjórnum fyrirtækja. Nefndin skilaði tillögum um aðgerðir sem miða áttu að því að efla fyrirtæki og atvinnulíf með því að fjölga konum í stjórnum og áhrifastöðum. Þær aðgerðir sem nefndin lagði áherslu á voru:</span></p> <p><span><span>· <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Að tryggja farveg fyrir umræðu og þekkingaröflun</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Að birta reglulega lista með upplýsingum um fjölda og hlutfall kvenna í stjórnum</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Að efla tengsl kvenna</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Að víkka leitarskilyrði og sjóndeildarhring við skipanir í stjórnir</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Að hvetja fyrirtæki til að setja konur á dagskrá</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Að fá karlmenn í áhrifastöðum til að gera málið að sínu</span></p> <p><span>Þá var í apríl 2006 undirritaður samstarfssamningur</span> <span>Viðskiptaháskólans á Bifröst og viðskiptaráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu um samstarfsverkefni um Jafnréttiskennitölu fyrirtækja. Segja má að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi felst það í kortlagningu mælikvarða</span> <span>á jafnrétti í fyrirtækjum, þ.e. almenn kortlagning á því hvernig unnt er að leggja mat á jafnrétti í fyrirtækjum. Í öðru lagi felst verkefnið í mótun jafnréttiskennitölunnar sem er hugsuð sem mælikvarði á árangur fyrirtækis í jafnréttismálum. Í þriðja lagi felur verkefnið í sér árlega birtingu upplýsinga um jafnrétti í fyrirtækjum, m.a. um fjölda kvenkyns stjórnarmanna og stjórnarformanna í hundrað stærstu fyrirtækjunum hérlendis auk upplýsinga um fjölda æðstu stjórnenda innan fyrirtækjanna, þ.e. forstjóra og framkvæmdastjóra.</span></p> <p><span>Loks stóð ráðuneytið ásamt öðrum að ráðstefnunni Virkjum kraft kvenna í upphafi árs 2007 og er nú unnið að skipulagningu annarrar ráðstefnu sem ætlað er sama markmið, þ.e. að</span> <span>efla umræðu og þekkingu, efla tengl á milli kvenna og koma konum á dagskrá karla.</span></p> <p><span>Að auki er rétt að vekja athygli á</span> <span>frumvarpi ríkisstjórnarinnar um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem nú er til meðferðar á Alþingi, er í 15. gr. kveðið á um þá meginreglu að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Gert er ráð fyrir að sama regla gildi einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.</span></p> <p><span>Í frumvarpinu er lagt til að víkja megi frá meginreglunni þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.</span></p> <p><span>Viðskiptaráðuneytið hefur unnið eftir sambærilegum reglum undanfarið við tilnefningar í nefndir og stjórnir. Þannig er ávallt óskað eftir því að tilnefnd séu bæði karl og kona til setu í nefndum og starfshópum og hefur ráðuneytið eftir fremsta megni leitast við að hafa fjölda karla og kvenna sem jafnastan í nefndum, ráðum og stjórnum.</span></p> <p><span>Ofantalin atriði virðast ekki duga til að fjölga konum í stjórn fyrirtækja og því virðist ljóst að grípa verður til frekari aðgerða, en hvaða aðgerða er raunhæft að grípa til?</span></p> <p><span>Mikið hefur verið fjallað um hina svokölluðu norsku leið, en með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2004 lögfestu</span> <span>Norðmenn kynjakvóta fyrir hlutafélög. Lögin tóku strax gildi fyrir opinber hlutafélög en almenn hlutafélög fengu tveggja ára aðlögunartíma, eða til 1. janúar 2006. Lögin taka til allra hlutafélaga sem skráð eru í Noregi, hvort sem hlutafélagið er í eigu Norðmanna eða að hluta eða öllu leyti í eigu erlendra fyrirtækja eða einstaklinga. Kvótinn gildir ekki um einkahlutafélög.</span></p> <p><span>Í lögunum eru ítarlegar reglur um hlutföll kynjanna. Ef tveir eða þrír aðilar eru í stjórn verða bæði kynin að eiga fulltrúa. Ef fjórir eða fimm eiga sæti í stjórn verður hvort kyn að eiga minnst tvo fulltrúa. Í stjórn með sex til átta stjórnarmönnum verður hvort kyn að eiga minnst þrjá fulltrúa og í stjórn með níu stjórnarmönnum verður hvort kyn að eiga minnst fjóra fulltrúa og sitji enn fleiri í stjórninni verður hvort kyn að eiga minnst 40%. Það sama gildir fyrir varamenn.</span></p> <p><span>Með lögum sem tóku gildi 1. janúar 2006, var frestur fyrirtækja til að uppfylla kynjakvóta framlengdur til 31. desember 2007. Eftir þann tíma höfðum stjórnvöld heimild samkvæmt þeim lögum til að hlutast til um slit á þeim hlutafélögum sem ekki uppfylltu kvótann. Ákvæði um slit á þeim félögum sem ekki uppfylltu kvótann þóttu mjög ströng og voru umdeild.<span>&nbsp;</span> Í kjölfar mikillar gagnrýni var samþykkt breyting á viðurlagaákvæðum laganna sem tóku gildi 9. febrúar 2007. Breytingin fól í sér heimild fyrir ríkisstjórninni til að hindra slit á félagi, hafi sú aðgerð veruleg áhrif á þjóðarbúið. Þess í stað er gert ráð fyrir að hægt sé að leggja háar sektir á félögin.</span></p> <p><span>Í janúar 2007 höfðu 38% hlutafélaga uppfyllt kynjakvótann en 28% höfðu ekki konu í stjórn. Nú er hlutfall kvenna í stjórnum norskra hlutafélaga orðið 42%. Hins vegar er aðeins 26,5% varamanna í stjórnum norskra hlutafélaga konur og er það skýrt brot gegn ákvæðum laganna.</span></p> <p><span>Noregur er eina landið sem tekið hefur upp kynjakvóta í atvinnulífinu. Þar eru aðstæður einnig allsérstakar þar sem norska ríkið á 60% hlutafjár í fyrirtækjum í Kauphöllinni og ráðandi hlut í 7 af 10 stærstu fyrirtækjunum.</span></p> <p><span>Þá hafa reglurnar í Noregi haft þær afleiðingar að á árinu 2007 hafa 138 af 640 hlutafélögum hafa breytt rekstrarformi sínu í einkahlutafélög. Til samanburðar breyttu um það bil 50 hlutafélög starfsemi sinni í einkahlutafélög á ári á árunum 2004 til 2006.</span></p> <p><span>Einnig hefur Eftirlitsstofunun EFTA hafið rannsókn á ákvæðum norskra laga um kynjakvóta, en stofnunin telur að ákvæði laganna geti gengið gegn tilskipun nr. 76/207/EBE um framkvæmd meginreglunnar um jafnrétti karla og kvenna varðandi aðgang að störfum, starfsþjálfun og stöðuhækkunum, sem og varðandi starfskjör.</span></p> <p><span>Hvaða úrræðum kemur til greina að beita?</span></p> <p><span>Telja verður að virk umræða um kosti þess að auka hlut kvenna í stjórnum og áhrifastöðum í íslensku viðskiptalífi leiði smám saman til þess að hlutfall kvenna aukist. Þannig er mikilvægt að koma þeim skilaboðum til fyrirtækja að jöfn kynjahlutföll í stjórnum séu hluti af þeim gæðakröfum sem gerðar eru til fyrirtækjareksturs í nútímanum og efla þekkingu og vitund á því tækifæri sem felst í því að fjölga konum í stjórnum.</span></p> <p><span>Þá má halda áfram að hvetja fyrirtæki til að taka afstöðu til fjölgunar kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum. Þetta má t.d. gera með að verðlauna fyrirtæki sem náð hafa árangri á þessu sviði, með því að birta auglýsingar þar sem fram kemur hvaða fyrirtæki standa sig vel og svo framvegis.</span></p> <p><span>Einnig má höfða til neytenda með því að gera neytendur meðvitaða um það hvaða fyrirtæki gæta að kynjajafnrétti og hvetja til að neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra.</span></p> <p><span>Ég mun beita mér fyrir því að framangreindum úrræðum verði beitt og að umræðu um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja verði haldið vakandi. Það er hins vegar æskilegast að fyrirtæki sýni frumkvæði í að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda, en afskipti löggjafans eru þó ekki útilokuð sé ljóst að ekkert annað virki. Þá mundi ég telja að lögfesting á kynjakvóta væri ekki fyrsta skrefið heldur væri fyrst hægt að lögfesta upplýsingaskyldu fyrirtækja um nöfn, stöðuheiti og ábyrgðarsvið stjórnarmanna og æðstu stjórnenda fyrirtækja, en slík upplýsingagjöf þekkist víða erlendis. Slíkt stuðlar bæði að því að fyrirtæki verði í auknum mæli meðvituð um skipun í stjórnir og ábyrgðarstöður auk þess sem slíkt auðveldar öflun gagna um kynjahlutföll stjórnar og stjórnenda í fyrirtækjum. Ef ljóst þykir að ekkert annað dugar er ekki hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

27. desember 2007Afhending viðskiptaverðlaunanna 2007

<p><span>Góðir gestir. Það er mér sönn ánægja að afhenda hér í dag hin árlegu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins. Rétt eins og blaðið sjálft hafa þessi verðlaun unnið sér verðugan sess í samfélaginu og eftir því er tekið hverjir fá þau hverju sinni. Allt frá 1996 hafa þessi verðlaun verið veitt þeim athafnamönnum og frumkvöðlum sem skarað hafa framúr í íslensku atvinnulífi á viðkomandi ári.</span></p> <p><span>Óhætt er að segja að árið 2007 hafi við viðburðarríkt í Íslensku viðskiptalífi. Við mat á árangri í viðskiptum er gjarnan gripið til þess ráðs að skoða þróun markaðsvirðis viðkomandi fyrirtækja. Það er gert með tilvísun til þess að raunverulegt viðskiptaverð er hinn eini sanni mælikvarði á verðmæti.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Eins og við þekkjum hefur árið verið sannkölluð rússíbanareið í því tilliti og því erfitt um vik að dæma um árangur í því tilliti. Þar einsog svo oft áður er spurt að leikslokum þó að í einhverjum tilfellum hafi paradís verið skotið á frest.</span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>Markaðsverðmæti er þó ekki aðeins mistækur mælikvarði þegar ytri áföll skekja fjármálakerfið, líkt og hin alþjóðlega lausafjárkreppa gerir nú. Hann hefur einnig reynst vera afar kvikull og óáreiðanlegur þegar andrúmsloftið er jákvætt og bjartsýni ríkir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sem betur fer, kennir reynslan okkur að sviptingar á hlutabréfamörkuðum hafa oft lítið að gera með þróun efnahagslífsins almennt. Alan Greenspan lýsir þessu ágætlega í ævisögu sinni og nefnir hrunið á mörkuðum 1987 sem gott dæmi. Svarta mánudaginn, 19. október 1987, varð mesta hrun á hlutabréfamörkuðum í sögunni. Heimsbúskapurinn lét þó lítið á sjá og hagvöxtur í Bandaríkjunum var meiri árin 1987 og 1988 en árið þar á undan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þessu samhengi er viðeigandi að verðlaunin sem veitt eru hér í dag: Viðskiptaverðlaunin 2007 og Frumkvöðull ársins, skuli falla til einstaklinga sem þekktir eru fyrir atorku og árangur á fjölbreyttu sviði atvinnustarfsemi og þjóðfélagsmála, þar sem áherslan hefur fyrst og fremst verið lögð á grunnþjónustu samfélagsins. Ekki aðeins hér á íslandi heldur víða um heim.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að þessu sinni hefur Viðskiptablaðið ákveðið að heiðra Björgólf Thor Björgólfsson, stjórnarformann Novators og veita honum Viðskiptaverðlaun ársins 2007 og er hægt að fullyrða að þau séu verðuskulduð, svo varlega sé mælt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Undanfarið ár hefur Björgólfur selt margar af þeim fjárfestingum sem hann hefur viðað að sér á síðastliðnum árum. Síðasta árið hefur félag hans, Novator, losað um eignarhluti sína í tékkneska fjarskiptafélaginu CRa, búlgarska símafyrirtækinu BTC og búlgarska bankanum Eibank.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Heildarvirði þessara viðskipta er um 3,5 milljarðar evra eða nálægt 315 milljörðum króna. Auk þess er vert að geta velheppnaðrar útgöngu Novators úr breska netuppboðsfyrirtækinu Tradus plc. Sem átti sér stað nú í síðustu vikunni fyrir jól.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Um leið og Novator seldi af fjárfestingum sínum í Austur-Evrópu réðst félagið í skuldsetta yfirtöku á Actavis, sem er stærsti fjármálagerningur af því tagi sem sést hefur á Íslandi. Sömuleiðis er yfirtakan á Actavis ein af stærstu, skuldsettu yfirtökum Evrópu, þegar horft er til þess að aðeins einn fjárfestir kemur að málum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í dag er Novator í lykilstöðu í mörgum áhugaverðum fyrirtækjum og hefur sýnt að það er ekki síður fært um að selja en kaupa, sem setur það vissulega í öfundsverða aðstöðu í kjölfar þeirra lausafjárerfiðleika sem nú ríkja á mörkuðum. Björgólfur Thor hefur þannig reynst vera framsýnn, djarfur og farsæll fjárfestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Segja má að hann hafi ekki aðeins skotist fram úr íslenskum keppinautum sínum á vettvangi viðskiptanna þetta árið, heldur í raun og veru hlutabréfamarkaðinum öllum. Björgólfur Thor Björgólfsson er því vel að Viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins kominn.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Það er ekki síður ánægjulegt að heiðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi og fá þannig tækifæri til að vekja athygli á því mikla frumherjastarfi sem unnið er hér á Íslandi. Óhætt er að segja að frumkvöðull ársins komi úr óvæntri átt að þessu sinni. Úrvalsmenntun er forsenda þess að þjóðinni farnist vel í framtíðinni og eru fjárfestingar í fjölbreyttri menntun á öllum skólastigum stærsta einstaka verkefni okkar sem þjóðar í nánustu framtíð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þjóðfélagið allt hefur um nokkurt skeið fylgst með vexti og viðgangi Hjallastefnunnar undir forustu Margrétar Pálu Ólafsdóttur og baráttu hennar fyrir betra og fjölbreyttara menntakerfi á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vöxtur starfsins þar hefur verið með ólíkindum. Á aðeins 18 mánuðum hefur orðið gríðarleg aukning á skólastarfi undir merkjum Hjallastefnunnar sem rekur nú 13 skólaeiningar með átta stórum leikskólum, og tveimur smábarnaskólum, fyrir börn 18 mánaða og yngri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessu til viðbótar hefur Hjallastefnan hafið rekstur þriggja grunnskóla fyrir börn á yngsta skólastiginu, sex, sjö og átta ára.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í öllum þessum skólum eru á milli 11 og 12 hundruð nemendur og starfsmenn eru um 270. Fyrir 18 mánuðum voru skólarnir aðeins þrír. Það er ekki hægt annað en að hrífast af eldmóði og áhuga frumkvöðulsins, Margrétar Pálu, sem hefur nánast upp á eigin spýtur tekið að sér að breyta rekstrarskilyrðum skólastarfs og plægja akurinn fyrir aukinni fjölbreytni í fyrirkomulagi skólamála og undirstrikar rækilega þörfina á því að auka valfrelsi í skólamálum og breikka flóru grunnskólanna til muna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hún er því sannur frumkvöðull að mati Viðskiptablaðsins og er það mér sérstök ánægja sem áhugamanni um skólamál að afhenda henni þessi verðlaun fyrir fágætan árangur sinn og takmarkalitla fórnfýsi við uppbyggingu skóla sinna með hugsjónina eina að leiðarljósi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <span><br clear="all" /> </span><br /> <br />

29. nóvember 2007Fákeppni og samkeppnishindranir á íslenskum lyfjamarkaði.

<p></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Góðir tilheyrendur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að þakka fyrir tækifærið að ávarpa þennan fund um samkeppni á lyfjamarkaði.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Lyfjamarkaðurinn er mjög flókinn markaður, en jafnframt er hann afar mikilvægur fyrir íslenska neytendur.<span>&nbsp;</span> Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands var söluverðmæti lyfja um 5% af útgjöldum heimilanna á árinu 2005. Það er því afar brýnt að samkeppnisaðstæður séu allar hinar ákjósanlegustu á lyfjamarkaði, þó þannig að ekki sé varpað fyrir róða mikilvægum öryggishagsmunum á þessu sviði.</span></p> <p><span>Lyfjamarkaðurinn er ólíkur öðrum vörumörkuðum um margt. Neysla lyfja er að hluta ákveðin með ávísunum lækna á lyf og kostnaður við lyfjanotkun greiðist að hluta af hinu opinbera. Því er neytandanum ekki alltaf í sjálfsvald sett hvort hann kaupir tiltekna vöru eða velur aðra vöru í staðinn.</span></p> <p><span>Nokkuð hefur verið fjallað um samkeppnisstöðu á smásölumarkaði vegna lyfja á undanförnum árum.<span>&nbsp;</span> Á árinu 1996 var aukið frelsi til að setja á stofn lyfjabúðir. Ekki þurfti lengur forsetaleyfi til lyfjasölu og að reglur um stofnun apóteka voru rýmkaðar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var skylt að veita hverjum þeim umsækjanda sem uppfyllti skilyrði lyfjalaganna lyfsöluleyfi. Þegar þessar breytingar <span>&nbsp;</span>gengu í gegn urðu miklar<span>&nbsp;</span> breytingar á lyfsölumarkaðnum; fleiri aðilar stunduðu lyfsölu og samkeppni jókst.<span>&nbsp;</span> Á síðustu missirum hefur hins vegar orðið mikil samþjöppun á markaðnum.<span>&nbsp;</span> Svo mikil að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið sumar að tvær lyfsölukeðjur hefðu sameiginlega markaðsráðandi stöðu.<span>&nbsp;</span> Hefur það leitt til þess að samkeppnisyfirvöld fylgjast augljóslega grant með hegðun þessara fyrirtækja á markaði eins og má álykta af húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Lyfjum og heilsu í september síðast liðnum.</span></p> <p><span>Í þessu samhengi er eðlilegt að spurt sé hvað stjórnvöld geti gert til að sporna við fákeppni á þessu sviði. Í því samhengi vil ég benda á að viðskiptaráðuneytið hefur að undanförnu haft til skoðunar ákvæði samkeppnislaga um samruna, en tilgangur þeirra er einmitt að koma í veg fyrir samruna sem eru skaðlegir samkeppni.<span>&nbsp;</span> Nokkur reynsla er komin á gildandi ákvæði, sem hefur fært mönnum sönnur á að þau þurfi endurskoðunar við. Samrunareglugerð Evrópusambandsins hefur einnig tekið nokkrum breytingum og rétt því tilefni til að skoða hvort sambærilegar breytingar eigi erindi við íslenskt viðskiptalíf.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í drögum að frumvarpi, sem birt voru sl. föstudag á vefsíðu ráðuneytisins, er tekið er á ýmsum þeim spurningum sem komið hafa upp í framkvæmd og sem tekur mið af þróun Evrópuréttar á þessu sviði.<span>&nbsp;</span> Verður í frumvarpinu t.d. kveðið á um að samruni skuli ekki koma til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann, til samræmis við löggjöf í nágrannaaríkjum okkar og hjá Evrópusambandinu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Nokkuð hefur verið rætt um að þau veltumörk sem gildandi lög tiltaka sem mælikvarða á það hvort samruni sé tilkynningaskyldur til Samkeppniseftirlitsins og hafa verið færð fram þau sjónarmið að þau mörk séu of lág, þannig að of margir samrunar séu tilkynningaskyldir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í frumvarpinu er ekki lagt til að veltumörkum samrunaákvæða gildandi laga, sem eru mælikvarði á það hvort samruni sé tilkynningaskyldur til Samkeppniseftirlitsins, verði breytt. Byggir það á þeirri skoðun að á þeim smáa markaði sem á Íslandi er og þar sem samþjöppun er víða mjög mikil, sé ekki rétt að hækka umrædd veltumörk.<span>&nbsp;</span> Nýleg dæmi sanna að við það myndu samrunar á mikilvægum mörkuðum ekki koma til kasta Samkeppniseftirlitsins og einokunaraðstaða gæti myndast, án þess að stjórnvöld gætu þar rönd við reist.</span></p> <p><span>Hins vegar hefur það líka verið skoðað hvort ekki megi létta fyrirtækjum tilkynningaskyldu til Samkeppniseftirlitsins í tilteknum tilfellum.<span>&nbsp;</span> Verður tekið mið af Evrópurétti í því sambandi.</span></p> <p><span>Verður frumvarp til breytinga á samkeppnislögum væntanlega lagt fyrir þingið fyrir jól.</span></p> <p><span>Einnig þarf að hafa í huga í sambandi við lyfjamarkaðinn sérstaklega að honum er í veigamiklum atriðum stjórnað af íslenskum stjórnvöldum. Þannig er t.a.m.kveðið á um það í lyfjalögum að innflytjendur lyfja, lyfjaframleiðendur og umboðsmenn þeirra skuli sækja um hámarksverð í heildsölu, greiðsluþátttöku almannatrygginga og allar verðbreytingar á lyfseðilsskyldum lyfjum til lyfjagreiðslunefndar. Ákveður nefndin að fenginni umsókn m.a. hámarksverð á lyfjum sem eru með markaðsleyfi bæði í heildsölu og smásölu og greiðsluþátttökuverð, en það er það verð sem almannatryggingar skulu miða greiðsluþátttöku sína við.</span></p> <p><span>Í því skyni að ná markmiðum lyfjalaga um að halda lyfjakostnaði í lágmarki skal lyfjagreiðslunefnd sjá til þess að lyfjaverð hér á landi sé að jafnaði sambærilegt við verð í viðmiðunarlöndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ber lyfjagreiðslunefnd að fylgjast með verðlagningu lyfja í heildsölu og smásölu og greiðsluþátttökuverði í löndum á Evrópska efnahagssvæðinu og taka mið af þeim athugunum við verðákvarðanir sínar.</span></p> <p><span>Af því sem hér segir er ljóst að samkeppni á lyfjamarkaði, að því er varðar lyfseðilsskyld lyf, er þegar takmörkuð vegna opinberra reglna sem gilda um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku almannatrygginga, þar sem leiða má að því líkum að ákvörðun um hámarksverð hafi áhrif almennt á verðmyndum. Því má velta því fyrir sér hvort huga þurfi að því að hvort ná megi markmiðum lyfjalaga, án þess að ákveða hámarksverð lyfja. Verðlagning lausasölulyfja er hins vegar frjáls.</span></p> <p><span>Þegar skoðað er hvað hægt er að gera til að auka samkeppni á lyfjamarkaði má t.d. líta til nágrannalanda okkar. Í Danmörku og Noregi hefur sala lausasölulyfja utan apóteka verið heimiluð með ákveðnum skilyrðum og í Finnlandi var á árinu 2006 heimilað að selja nikótínvörur á þeim sölustöðum sem hafa heimild til að selja tóbak. Reynslan af þessum breytingum sem gerðar voru á árinu 2001 í Danmörku hefur almennt verið góð og er verð lausasölulyfja 5-10% lægra í stórmörkuðum en í apótekum. Þar hefur breytingin ekki leitt til aukningar í sölu þessara lyfja.</span></p> <p><span>Önnur leið sem bent hefur verið á er að opna aðgang neytenda til að kaupa viðurkennd lyf erlendis frá. Rök fyrir því eru að lyf eru oft ódýrari erlendis og oft auðvelt fyrir neytendur að stunda slík viðskipti, t.d. með aðstoð netsins. Að heimila kaup á lyfjum með þessum hætti mundi auka vitund neytenda um verð, gæði og þjónustu og líklegt er að slík breyting mundi leiða af sér verðlækkun til neytenda.</span></p> <p><span>Þá er mikilvægt að huga að þætti sveitarstjórna þegar kemur að samkeppni á lyfjamarkaði. Í lyfjalögum er kveðið á um það að ráðherra skuli senda umsóknir um ný lyfsöluleyfi til viðkomandi sveitarstjórna til umsagnar. Við mat umsóknar skal m.a. stuðst við íbúafjölda að baki lyfjabúðinni og fjarlægð hennar frá næstu lyfjabúð. Staðsetning lyfjabúða og fjarlægð á milli þeirra getur haft gífurleg áhrif á samkeppni, eins og dæmin sanna, því er rétt að skora á sveitarstjórnir að huga vel að þessum málum við veitingu umsagna um ný lyfsöluleyfi.</span></p> <p><span>Í ljósi þess hvað lyfjakostnaður er mikill hluti af útgjaldahlið heimilanna, er brýnt að neytendur séu virkir á þessum mörkuðum sem öðrum.<span>&nbsp;</span> Neytendur virðast ekki vera eins virkir hér á landi eins og í þeim löndum sem við berum okkur saman við.<span>&nbsp;</span> Þessu vil ég breyta.<span>&nbsp;</span> Í því skyni, og til þess að efla neytendarétt almennt, hefur viðskiptaráðuneytið gengið til samninga við hagfræðistofnun Háskóla Íslands, félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og lagastofnun Háskóla Íslands til að gera allsherjarúttekt á neytendamálum á Íslandi.<span>&nbsp;</span> Markmið starfsins er að skapa réttindamálum og hagsmunum neytenda verðugri sess í samfélaginu. Ennfremur að vinna gegn háu verðlagi á Íslandi; auðvelda almenningi að takast á við breytta heimilis- og verslunarhætti; styrkja og auka vitund neytenda um rétt sinn; innleiða í auknum mæli upplýsingatækni í þágu neytenda og almennt styðja neytendur til virkrar þátttöku á vöru- og þjónustumörkuðum.<span>&nbsp;</span> Þegar skýrslan liggur fyrir, sem áætlað er að verði í apríl á næsta ári, mun verða farið vandlega yfir þær tillögur sem þar munu birtast og farið í það af fullum krafti að framkvæma þær.</span></p> <p><span>Það er því von mín og vissa að sú mikla vinna sem var hrundið af stað nú í haust muni koma neytendum til góða, jafnt á lyfjamarkaði, sem og öðrum mörkuðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

30. október 2007Ný heildarlöggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallir, helstu breytingar og nýmæli

<p>Góðir fundarmenn.</p> <p align="justify">Umbreyting íslensks atvinnulífs á undanförnum árum hefur meðal annars leitt til framrásar ýmiss konar alþjóðlegar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem nýtekin er til starfa, hefur lýst vilja sínum til þess að slík starfsemi haldi áfram að vaxa hér á landi og sæki inn á ný svið og fleiri markaðssvæði.</p> <p align="justify">Í árslok 2006 má áætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu um 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.</p> <p align="justify">Innganga Íslands í Evrópska efnahagssvæðið 1994 og innleiðing Evrópureglna í íslenska löggjöf gerðu EES-svæðið allt að heimamarkaði íslenskra fyrirtækja. Þeir möguleikar sem sameiginlegar reglur sköpuðu hafa síðan verið nýttir með myndarbrag. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli að á leikreglum viðskiptalífsins sé gagnkvæm þekking og skilningur, og að fjármálakerfi og fjármálamenning á Íslandi njóti trausts og góðs álits. Það er sameiginlegt verkefni markaðarins og opinberra aðila að viðhalda góðu orðspori.</p> <p align="justify">Á fimmtudaginn taka ný lög um verðbréfaviðskipti og ný lög um kauphallir gildi á Íslandi, ásamt breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki. Með lögunum er innleidd hér á landi Evróputilskipun um markaði með fjármálagerninga (frá 2004), eða MifID eins og hún er nefnd &ndash; eða MISSA VIT, eins og þau sem unnu í ráðuneytinu við innleiðinguna voru farin að kalla hana þegar frumvarpsvinnan var á lokasprettinum!!</p> <p align="justify">Megin markmið MiFID tilskipunarinnar er að stuðla að og tryggja skilvirkni evrópsks fjármálamálamarkaðar ásamt því að auka yfirsýn og tiltrú fjárfesta á markaðnum.</p> <p align="justify">Lögunum er jafnframt ætlað að innleiða hér á landi tilskipun ESB um gagnsæi (frá 2004) sem mælir einkum fyrir um samræmingu reglna um birtingu upplýsinga um útgefendur verðbréfa sem viðskipti eru með á skipulegum verðbréfamarkaði og um birtingu upplýsinga um stærri breytingar á hlut atkvæðisréttar í slíkum útgefendum.</p> <p align="justify">Í nýjum verðbréfaviðskiptalögum eru gerðar auknar kröfur til fjármálafyrirtækja með leyfi til verðbréfaviðskipta, hvernig þau skipuleggja rekstur sinn og til viðskiptahátta þeirra gagnvart viðskiptavinum. Er kveðið á um auknar kröfur til upplýsingagjafar fjármálafyrirtækja til viðskiptavina sinna og skyldu þeirra til að meta hvort verðbréfaviðskipti séu við hæfi viðskiptavina.</p> <p align="justify">Lögin hafa að geyma ítarlegar reglur um kvaðir á fjármálafyrirtæki að ná bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavini sína. Kveðið er á um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja um tilboð og viðskipti, bæði gagnvart markaðnum og fjármálaeftirliti. Þá er í lögunum að finna nýjar reglur um markaðstorg fjármálagerninga. Einnig eru gerðar auknar kröfur um upplýsingagjöf útgefenda verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og auknar kröfur um flöggun í kjölfar breytinga á verulegum hlut atkvæðisréttar.</p> <p align="justify">Af lögunum um kauphallir leiðir aftur á móti að skipulegur tilboðsmarkaður verði lagður af og hugtakið kauphöll er notað yfir hlutafélag sem rekur skipulegan verðbréfamarkað. Skýr greinarmunur er gerður á opinberri skráningu verðbréfa og töku fjármálagerninga til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.</p> <p align="justify">Í lögunum er jafnframt gerð tillaga að nýjum reglum um gagnsæi á skipulegum verðbréfamarkaði. Þá leiðir af lögunum að Fjármálaeftirlitið muni eftirleiðis veita og afturkalla starfsleyfi skipulegra verðbréfamarkaða. Loks er kveðið á um að hægt verði með tilteknum skilyrðum að taka verðbréf til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði án samþykkis útgefanda.</p> <p align="justify">Í lögunum um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er meðal annars kveðið á um að fjárfestingarráðgjöf og rekstur markaðstorgs fjármálagerninga sé starfsleyfisskyld starfsemi. Gerðar eru mismunandi eiginfjárkröfur til verðbréfafyrirtækja með hliðsjón af ólíkum starfsheimildum þeirra. Gerðar eru breytingar á undanþágum frá starfsleyfisskyldri starfsemi.</p> <p align="justify">Kveðið er á um að Fjármálaeftirlitið veiti kauphöll leyfi til að reka markaðstorg fjármálagerninga. Þá er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með tilteknum þáttum varðandi starfrækslu erlendra útibúa á sviði verðbréfaviðskipta og hafi heimildir til að grípa til tiltekinna úrræða vegna eftirlitsins. Loks eru í lögunum fyllri ákvæði varðandi hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og tilkynningarskyldu fjármálafyrirtækja um breytingar á skipan slíkra aðila.</p> <p>Framkvæmdastjórn EB setti í framhaldinu tæknilegar reglur sem útfæra lagareglurnar á fyrsta stigi til samræmis við þróun verðbréfamarkaða. Í fyrsta lagi var sett tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/73/EB um framkvæmd MiFID tilskipunarinnar að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði fjármálafyrirtækja og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun. Þessi tilskipun verður innleidd í íslenskan rétt með Reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.</p> <p align="justify">Þessi reglugerð hefur að geyma reglur um nánari framkvæmd II. kafla laga um verðbréfaviðskipti, m. a. um skipulagskröfur á fjármálafyrirtæki, verndun eigna viðskiptavina, flokkun viðskiptavina og skriflega samningsgerð, upplýsingagjöf gagnvart viðskiptavinum og skilyrði sem gilda um veitingu upplýsinga, bestu framkvæmd, tilkynningar til viðskiptavina og meðferð fyrirmæla viðskiptavina.</p> <p align="justify">Í öðru lagi hefur verið sett reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1287/2006 um framkvæmd MiFID tilskipunarinnar að því er varðar skyldur fjármálafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármálagerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun.</p> <p align="justify">Þessi reglugerð verður innleidd í reglugerð með tilvísun. Sú reglugerð hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar. Reglugerðin geymir m.a. nánari ákvæði um:</p> <div style="margin-left: 6em"> <p align="justify">Skýrsluhald fjármálafyrirtækja vegna fyrirmæla og viðskipta viðskiptavinar.</p> <p align="justify">Samstarf og upplýsingaskipti eftirlitsaðila innan Evrópu.</p> <p align="justify">birtingu upplýsinga og aðgengi fjárfesta að upplýsingum um viðskipti á fjármálamarkaði</p> <p align="justify">Tilkynningarskyldu um viðskipti, sbr. 30. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.</p> <p align="justify"></p> </div> <p align="justify">Þá er ráðherra heimilt að setja í reglugerð ákvæði um að tilkynningar fjármálafyrirtækja á grundvelli 30. gr. laga um verðbréfaviðskipti skuli innihalda upplýsingar um auðkenni viðskiptavina fjármálafyrirtækja.</p> <p align="justify">Drög að reglugerð um tilkynningar um viðskipti skv. 30. gr. laga nr. 108/2007 voru send hagsmunaaðilum til umsagnar og birt á vefsíðu viðskiptaráðuneytisins. Samkvæmt drögunum skal "Auðkenningin (...) vera sérkennandi fyrir viðskiptavin, þannig að hún vísi einungis til viðkomandi viðskiptavinar, og (...) notuð í öllum tilkynningum til Fjármálaeftirlitsins um viðskipti hans."</p> <p align="justify">Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á að auðkennið verði kennitala. Persónuvernd lagði á hinn bóginn áherslu á að auðkennið yrði ekki kennitala, í umsögn sinni um drögin. Einnig hefur SFF lagst gegn því að kennitala verði notuð í þessu samhengi. Málið er nú í nánari skoðun í ráðuneytinu.</p> <p align="justify">Þetta nýja regluverk sem hér er til umfjöllunar á sviði fjármálamarkaðar mun hafa í för með sér aukna vernd fjárfesta, aukið gagnsæi, aukna samkeppni á fjármálamarkaði yfir landamæri og meðal markaða og eflingu samstarfs eftirlitsaðila innan Evrópu. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir markaðinn í heild og mikilvægt að vel takist til við alla innleiðingu.</p> <p align="justify">Þessi fundur verður vonandi til að vekja athygli á þeim miklu breytingum sem í þessu regluverki felast. Hann er liður í þeirri stefnu ráðuneytisins að kynna með kröftugri hætti en áður þá frumvarpa- og reglugerðasmíð sem fer þar fram. Enda ekki vanþörf á í jafn umfangsmiklu regluverki og hér um ræðir.</p> <p align="justify">Þakka ykkur fyrir.</p> <br /> <br />

22. október 2007Fundur Viðskiptaráðs og fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi um Viðskiptastefnu Evrópusambandsins

<p><span>Ágætu gestir,</span></p> <p><span>Ég vil þakka Viðskiptaráði og fastanefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi kærlega fyrir að hafa frumkvæði að þessum fundi.</span></p> <p><span>Tengsl Íslands og Evrópusambandsins eru ofarlega á baugi um þessar mundir, og fáum dylst að mikil nauðsyn er fyrir opinni og öfgalausri umræðu um framtíðarstöðu Íslands gagnvart nágrönnum sínum í Evrópu.</span></p> <p><span>Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland þátttakandi að stærstum hluta samstarfs Evrópusambandsríkja. Þó eru mikilvægir þættir samstarfsins utan samningsins að mestu leyti, svo sem landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, utanríkismál, efnahagsmál og peningamál. Rétt eins og hin EFTA löndin í EES (Noregur og Lichtenstein) er Ísland heldur ekki aðili að tollabandalagi Evrópusambandsins. Því miður hefur allt of lítið verið fjallað um þennan síðastnefnda þátt og því ber að fagna þessum fundi hér í dag sérstaklega.</span></p> <p><strong><span>Um viðskiptastefnu ESB</span></strong></p> <p><span>Evrópusambandið er öflugur talsmaður frjálsra viðskipta í heiminum. Eitt af aðalmarkmiðum stofnríkja Efnahagsbandalags Evrópu, auk þess að tryggja frið í álfunni, var að efla viðskipti meðal Evrópuríkja.</span></p> <p><span>Viðskiptastefna Evrópusambandsins byggist á mörgum þáttum. Í Rómarsáttmálanum segir að viðskiptastefnan byggist á &ldquo;opnu markaðskerfi og frjálsri samkeppni&rdquo;. Viðskiptastefnan birtist einnig í sameiginlegum innri markaði og fjórfrelsinu. Þá er sameiginlegt tollabandalag gagnvart þriðju ríkjum einnig grundvöllur viðskiptastefnu sambandsins.</span></p> <p><span>Evrópusambandið er stærsta viðskiptablokk heims, en sambandið og aðildarríki þess standa fyrir 20% heimsvöruviðskipta. Næst stærst eru Bandaríkin með 16% og Japan með 9%. Stærð Evrópusambandsins leiðir til yfirburða samningsaðstöðu og tryggir fyrirtækjum innan sambandsins almennt betri kjör í viðskiptum við þriðja ríki.</span></p> <p><span>Markmið Evrópusambandsins hefur verið að tryggja að fyrirtæki frá aðildarríkjum sambandsins geti starfað á sanngjörnum grunni innan sem utan sambandsins. Undir viðskiptastefnu Evrópusambandsins falla m.a. vörur, þjónusta, hugverkaréttindi og fjárfestingar og hefur sambandið í skjóli stærðar sinnar og styrkleika stuðlað að auknum viðskiptum í heiminum.</span></p> <p><span>Aukin alþjóðleg viðskipti eru almennt til góða fyrir bæði fyrirtæki og neytendur, þar sem þau leiða til aukins vöruúrvals og samkeppni á milli innflytjenda og innlendra framleiðenda. Ennfremur til lækkunar vöruverðs og aukinna lífsgæða.</span></p> <p><span>Viðskiptastefna Evrópusambandsins er nátengd þróunarstefnu sambandsins. Þannig hefur Evrópusambandið heimilað flestum þróunarlöndum tollfrjálsan innflutning að einhverju leyti eða gefið þeim sérstakan aðgang að mörkuðum sínum. Þá hefur sambandið gengið enn lengra hvað varðar 49 fátækustu ríki heims, en á grundvelli verkefnis sem hófst árið 2001 njóta vörur frá þessum löndum, aðrar en vopn, tollfrelsis í Evrópusambandinu.</span></p> <p><strong><span>Staða íslands innan EES</span></strong></p> <p><span>Formlega séð skerðir EES-samningurinn ekki sjálfstæði Íslands til samningsgerðar á sviði alþjóðaviðskipta. Í formála EES-samningsins segir að samningurinn takmarki hvorki sjálfræði samningsaðila til ákvarðanatöku né rétt þeirra til að gera samninga að teknu tilliti til ákvæða samningsins og takmarkana sem leiða af reglum þjóðarréttar.</span></p> <p><span>Í niðurstöðu EFTA-dómstólsins í <em>MagLite (frb. maglæt) málinu</em> frá 1997 kemur fram staðfesting á að EES-samningurinn felur ekki í sér sameiginlega viðskiptastefnu gagnvart þriðja ríki og að EES sé ekki tollabandalag. Þá kvað dómstóllinn upp úr um það að EFTA-ríkin hefðu ekki framselt vald til að gera samninga við þriðju ríki til yfirþjóðlegra stofnana og að þau væru því frjáls til að gera viðskiptasamninga við þriðju ríki.</span></p> <p><span>Raunin er hins vegar sú að mörg ákvæði EES-samningsins valda því að efnislegu svigrúmi EES-ríkjanna til samningsgerðar við þriðju ríki á þeim sviðum sem samningurinn tekur eru takmörk sett. Byggist það á því að misræmi í stefnu EFTA-ríkjanna annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar getur haft neikvæð áhrif á viðskiptaumhverfi fyrirtækja í EFTA-ríkjunum.</span></p> <p><span>Í samræmi við þetta hafa EFTA-ríkin þrjú innan EES lagt sig fram við að fylgja í kjölfar Evrópusambandsins í viðskiptasamningum við önnur ríki. Nýr fríverslunarsamningur EFTA við Kanada er þó undantekning frá þessu. <span></span>Við gerð fríverslunarsamninga nýtur Ísland oftast góðs af samfloti með öðrum EFTA-ríkjum, en þó má nefna yfirstandandi fríverslunarviðræður við Kína sem dæmi um hið gagnstæða.</span></p> <p><strong><span>Framtíðarstefna fyrir Ísland</span></strong></p> <p><span>Stefna íslenskra stjórnvalda er að stuðla að sem mestu viðskiptafrelsi á heimsvísu. Markmiðið hlýtur að vera að fjarlægja sem flestar viðskiptahindranir og einfalda þannig líf neytenda og fyrirtækja, auka samkeppni, lækka vöruverð og fjölga valkostum. Þessi markmið nást m.a. með því að auðvelda inn- og útflutning á vörum og þjónustu og greiða fyrir hvers konar útrás fyrirtækja, með hvaða hætti sem það er gert.</span></p> <p><span>Ljóst er að hagsmunir Íslands fara vel saman við grundvallarstefnu Evrópusambandsins á þessu sviði. Nánara samstarf sem fæli í sér þátttöku í tollabandalagi ESB myndi veita íslenskum fyrirtækjum enn betri aðgang að mörkuðum víða um heim.</span></p> <p><span>Í nokkrum tilfellum hefur Ísland betri markaðsaðgang en lönd ESB og því ekki einhlýtt svar við þeirri spurningu, hvort aðild að Evrópusambandinu hefði jákvæð áhrif fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki. Til lengri tíma litið veltur svarið að miklu leyti á því, hversu mikið tillit yrði tekið til íslenskra hagsmuna í viðskiptastefnu Evrópusambandsins, kæmi til aðildar Íslands.</span></p> <p><span>Ég vona svo sannarlega að við færumst eitthvað nær svörum við þessum spurningum á þessum fundi hér í dag. Í öllu falli er umræðan í góðum farvegi og fyrirsjáanleg gróska í umræðu hérlendis um Evrópumál.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <h2><span>&nbsp;</span></h2> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

22. október 2007Afmæli Sambands Íslenskra Sparisjóða

<p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Í upphafi máls míns langar mig til að óska Sambandi íslenskra sparisjóða til hamingju með 40 ára afmælið. Fjörtíu ár eru virðulegur aldur fyrir merkileg samtök eins og þessi. Ekki skyggir á sú mikla saga sem rekstur Sparisjóða á Íslandi leggur þessum góða félagsskap.</span></p> <p><span>Mikilvægar breytingar á atvinnuþáttum á síðari hluta 19. aldar sköpuðu þörf fyrir miðlun fjármagns umfram það sem kaupmenn gátu sinnt. Útgerð var vaxandi atvinnugrein og þéttbýli fór að myndast. Útflutningur á sauðfé til Englands og mikil umsvif norskra síldarútgerðarmanna á Austfjörðum, ásamt fleiru,, leiddi ennfremur til aukins framboðs fjármagns. Þetta tvennt skapaði grundvöllinn fyrir rekstri fjármálastofnanna á Íslandi.</span></p> <p><span>Fyrsti íslenski sparisjóðurinn var stofnaður af Mývetningum árið 1858 og ber því heiðursess, þó ekki hafi hann orðið langlífur í sinni fyrstu mynd. Næsta ár mun því marka 150 ára afmæli sparisjóðarekstrar á Íslandi. Elsti starfandi sparisjóðurinn er hins vegar Sparisjóður Reykjavíkur sem var stofnaður 1872. Nú Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis <u>hf.</u></span></p> <p><span>Það er engum blöðum um það að fletta að hið fertuga Sparisjóðasamband er komið á breytingaskeiðið. Miklar hræringar hafa átt sér stað í efnahagslífi landsmanna síðustu 15 ár eða svo, og sérstaklega á fjármálamarkaði. Hlutafélagavæðing <span></span>og síðan sala á ríkisbönkunum hefur leitt til mun meiri vaxtar í starfsemi banka og fjármálastofnanna en nokkurn hafði órað fyrir. Nú er svo komið að á Íslandi eru starfræktir þrír stórir bankar á heimsmælikvarða, og fjármálageirinn orðinn tíundi hluti landsframleiðslunnar.</span></p> <p><span>Síðastliðin ár hefur einnig borið á aukinni samkeppni á milli banka og sparisjóða, einkum á húsnæðislánamarkaði, en einnig á öðrum sviðum. Hagkvæmni stærðarinnar skiptir miklu máli í rekstri fjármálastofnanna, líkt og margra annarra atvinnufyrirtækja. Sérstaklega getur það skipt máli fyrir fjármögnun útlánastarfsemi að stofnunin sé stöndug, byggi á breiðum grunni, hafi aðkomu<span>&nbsp;</span> að helstu fjármagnsmörkuðum í krafti stærðar og tíðni viðskipta. Ennfremur er mikilvægt að fjármálastofnanir geti sýnt nægjanlegan sveigjanleika til að takast á við hugsanleg áföll eða tækifæri.</span></p> <p><span>Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af þessum hræringum. Hefur nokkur umræða verið um, að ákvæði gildandi laga um starfsemi sparisjóðanna hafi ekki virkað sem skyldi, m.a. þau sem heimila breytingu sparisjóðs í hlutafélag, viðskipti með stofnfjárhluti og útgáfu nýs stofnfjár.</span></p> <p><span>Til þess að fara yfir gildandi lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga eftir atvikum hef ég sett á stofn nefnd sem mun fara heildstætt yfir ákvæði áttunda kafla laga um fjármálafyrirtæki með það að markmiði að lagaumhverfi sparisjóðanna verði ekki þessum fjármálafyrirtækjum hamlandi í ört vaxandi samkeppni á fjármálamarkaði.</span></p> <p><span>Í nefndinni sitja Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Jóhann Antonsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla, Tanya Zharov, lögfræðingur, Íris Björk Hreinsdóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt tilnefningu Fjármálaeftirlitsins, Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sparisjóða, Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, samkvæmt tilnefningu Samtaka fjármálafyrirtækja, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Er við það miðað að nefndin ljúki störfum fyrir 1. júní á næsta ári.</span></p> <p><span>Viðfangsefni nefndarinnar er ekki einfalt, því leita þarf leiða til að sætta mjög ólík sjónarmið. Annars vegar viðskiptaleg sjónarmið sem kalla á sameiningu og sveigjanlegra rekstrarform íslenskra Sparisjóða og hins vegar sjónarmið um samfélagslega ábyrgð.</span></p> <p><span>Sparisjóðirnir hafa löngum haft sérstöðu á meðal fjármálafyrirtækja, að því leyti að þeir hafa ræktað samband sitt við samfélagið, fyrir utan hinu beinu viðskiptatengsl, betur en aðrar fjármálastofnanir. Það kemur auðvitað ekkert á óvart, enda Sparisjóðirnir að uppruna grasrótarhreyfing.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það kallast samfélagsleg ábyrgð ef fyrirtæki láta sig velferð samfélagsins varða og leggja sitt af mörkum við að leysa samfélagsleg vandamál. Hvort heldur í sínu nærumhverfi eða í víðara samhengi. Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð með því að einblína ekki á hámörkun virðis fyrirtækisins sem markmiðs starfseminnar.</span></p> <p><span>Í nýlegri rannsókn Magnúsar Óskars Hafsteinssonar kemur fram að framlög sparisjóða til menningarstarfsemi, sem hlutfall af hagnaði, eru um það bil þrisvar sinnum hærri en sambærileg framlög stóru viðskiptabankanna. Ennfremur kemur fram að sparisjóðir horfa síður á slík framlög sem þátt í markaðssetningu, og þar með hluta af almennum rekstrarmarkmiðum.</span></p> <p><span>Eins og málum er fyrir komið er varasamt að alhæfa um íslenska sparisjóði, en ljóst er að stór hluti Sparisjóða tekur samfélagslegt hlutverk sitt alvarlega og af mun meiri festu en stærri fjármálastofnanir.</span></p> <p><span>Um þetta snúast deilur víða í sparisjóðafjölskyldunni í dag. Annars vegar sjónarmið hagkvæmari rekstrar sem kallar á hlutafélagavæðingu og sameiningu sparisjóða, og hins vegar sjónarmið um að áfram standi sparisjóðir þétt að baki því samfélagi sem byggði þá upp.</span></p> <p><span>Ég tel það afar mikilvægt að fundinn verði skynsöm leið sem greiði götu sparisjóða í aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og tryggi þeim eðlilega samkeppnisstöðu, en um leið varðveiti félagslegt hlutverk sparisjóðanna, til að mynda í sérstökum samfélagssjóðum.</span></p> <p><span>Kæru fundarmenn.</span></p> <p><span>Fyrr í þessari viku samþykkti ríkisstjórnin að minni tillögu að leggja fyrir Alþingi nýtt frumvarp um sértryggð skuldabréf. Sértryggð skuldabréf eru tryggð með veði í fasteignatryggðum skuldabréfum eða skuldabréfum útgefnum af opinberum aðilum. Fjármálagerningar af þessu tagi hafa rutt sér rúms hin síðar ár í Evrópu og er markmiðið með nýjum lögum að gera útgáfu slíkra bréfa auðveldari og ódýrari.</span></p> <p><span>Til þessa hafa aðeins stærstu fjármálastofnanir treyst sér í slíka útgáfu og sem hefur reynst tiltölulega kostnaðarsöm. Með nýjum lögum ætti þetta form að nýtast fleiri og smærri aðilum og þannig koma Sparisjóðum, annað hvort einum sér eða í samstarfi sín á milli, til góða.</span></p> <p><span>Vonir standa til að þessi lög muni auðvelda fjármögnun húsnæðislána til lengri tíma og tryggja sem lægsta vexti til húsnæðiskaupenda í framtíðinni.</span></p> <p><span>Að lokum vil ég ítreka árnaðaróskir mínar til hins fertuga Sambands íslenskra sparisjóða. Vissulega er mikið óvissuástand um framtíð einstakra Sparisjóða. Ekki má þó gleyma að úrlausnarefnin eru að mestu leyti lúxus-vandamál, þar sem þau snúa að ráðstöfun þess mikla höfuðstóls sem rekstur sparisjóða hefur skapað í gegnum áratugina. Að vissu leyti ætti fremur að tala um tækifæri en vandamál. Margháttuð tækifæri til að láta til sín taka í íslensku þjóðfélagi svo eftir verði tekið um aldur og æfi.</span></p> <p><span>Allt er fertugum fært.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

18. október 2007Frjáls verslun kynnir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi

<p align="justify">Ágætu fundarmenn.</p> <p align="justify">Eins og mönnum hér er kunnugt, hefur hraðinn og krafturinn í íslensku viðskiptalífi sjaldan verið meiri en síðustu ár. Einn þáttur þeirrar þróunar er sá að íslensk fyrirtæki skilgreina sig í auknum mæli sem alþjóðleg. Samfara því hefur yfirtökum og sameiningum fyrirtækja fjölgað verulega. Ekki síst á meðal skráðra fyrirtækja.</p> <p align="justify">Þetta þýðir að sjálfsögðu að fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður eru mun stærri og öflugri en áður. Að vissu leyti er þetta mjög ánægjuleg þróun. Smæð íslensks heimamarkaðar hefur lengst af verið hemill á þróun íslenskra fyrirtækja. Tilkoma EES samningsins og aðlögun okkar að viðskiptaumhverfi nágrannalandanna hefur þó valdið straumhvörfum og gert íslenskum fyrirtækjum kleift að starfa óhindrað á árlendum vettvangi. Það eru viðurkennd fræði að stærðarhagkvæmni skiptir miklu máli í rekstri og aðgangur að gríðarstóru markaðssvæði skapar tækifæri á að nýta hana til fullnustu.</p> <p align="justify">Þessi þróun getur þó skapað vandamál hér innanlands. Samþjöppun á vörumörkuðum hefur aukist og eignarhald margra lykilfyrirtækja hefur færst á fárra manna hendur.</p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur í þessu sambandi haft til skoðunar að undanförnu ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur reynsla er komin á gildandi ákvæði sem, sem hefur fært mönnum sönnur á að þau þurfi endurskoðunar við. Samrunareglugerð Evrópusambandsins hefur einnig tekið nokkrum breytingum og rétt því tilefni til að skoða hvort sambærilegar breytingar eigi erindi við íslenskt viðskiptalíf.</p> <p align="justify">Í drögum að frumvarpi, sem nú er í vinnslu, er tekið er á ýmsum þeim spurningum sem komið hafa upp í framkvæmd og sem tekur mið af þróun Evrópuréttar á þessu sviði. Verður í frumvarpinu t. d. kveðið á um að samruni skuli ekki koma til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann. Þannig yrði íslensk löggjöf sambærileg við löggjöf í Evrópu. Samkvæmt gildandi rétti er hins vegar ekkert sem hindrar að fyrirtæki framkvæmi samrunann áður en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann. Getur þá verið vandasamt verk að vinda ofan af öllum þeim gerningum sem átt hafa sér stað á grundvelli samrunans, komi í ljós að hann standist ekki samkeppnislög.</p> <p align="justify">Nokkuð hefur verið rætt um að þau veltumörk sem gildandi lög tiltaka sem mælikvarða á það hvort samruni sé tilkynningaskyldur til Samkeppniseftirlitsins og hafa verið færð fram þau sjónarmið að þau mörk séu of lág, þannig að of margir samrunar séu tilkynningaskyldir.</p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur skoðað þessi mál sérstaklega. Það er skoðun ráðuneytisins að á þeim smáa markaði sem á Íslandi er og þar sem samþjöppun er víða mjög mikil, sé ekki rétt að hækka umrædd veltumörk. Nýleg dæmi sanna að við það myndu samrunar á mikilvægum mörkuðum ekki koma til kasta Samkeppniseftirlitsins og einokunaraðstaða gæti myndast, án þess að stjórnvöld gætu þar rönd við reist.</p> <p align="justify">Hins vegar hefur það líka verið skoðað hvort ekki megi létta fyrirtækjum tilkynningaskyldu til Samkeppniseftirlitsins í tilteknum tilfellum. Verður tekið mið af Evrópurétti í því sambandi.</p> <p align="justify">Þá verður í frumvarpinu kveðið á um með nánari hætti en gert er nú hvað beri að taka tillit til við mat á því hvort samruni sé andstæður samkeppnislögum. Er í því sambandi mjög horft til Evrópuréttar á þessu sviði.</p> <p align="justify">Hagfræðingar hafa löngum gagnrýnt evrópskar reglur um samrunaeftirlit á þeim forsendum að ekkert tillit er tekið til hugsanlegrar hagræðingar í krafti stærðar- eða breiddarhagkvæmni við mat á áhrifum samruna. Ég tel eðlilegt að samkeppnisyfirvöld vegi saman neikvæð áhrif af samþjöppun á markaði og hugsanlegri hagræðingu af samruna og heimili samruna ef ávinningurinn vegur þyngra. Þó aðeins ef ljóst má vera að hann skili sér til neytenda.</p> <p align="justify">Nokkrar aðrar breytingar verða í frumvarpinu sem verða kynntar betur þegar frumvarpið verður lagt fram.</p> <p align="justify">Tengt þessu máli eru ákvæði laga um yfirtökur og skyldu aðila til að gera yfirtökutilboð, nái hlutur þeirra, eða tengdra aðila, í fyrirtæki á markaði yfir 40%. Komið hafa upp spurningar um hvort eðlilegt sé að aðilar "selji sig niður" eins og kallað er, þ. e. selja hlut sinn innan tiltekins tímamarks, þannig að ekki komi til tilboðsskyldu. Nokkrar skyldar spurningar hafa komið upp um gildandi rétt á þessu sviði. Til að fara heildstætt yfir regluverkið á þessu sviði, hef ég ákveðið að skipta nefnd hagsmunaaðila og hlutaðeigandi til að endurskoða þær reglur. Hef ég óskað eftir tilnefningum frá fjármálaeftirlitinu, samtökum fjármálafyrirtækja og yfirtökunefnd.</p> <p align="justify">Ég vil nota tækifærið, hér á þessum fundi, til að hrósa Frjálsri verslun fyrir framlag sitt til jafnréttismála. Með því að birta árlega úttekt á stöðu kvenna í atvinnulífinu og viðtöl við konur sem komist hafa í áhrifastöður innan íslenskra fyrirtækja hefur Frjáls Verslun stuðlað að auknu jafnrétti með mjög jákvæðum hætti. Það er enginn vafi að slík umfjöllun er mjög hvetjandi, bæði fyrir konur en um leið fyrir fyrirtæki.</p> <p align="justify">Það hafa ýmsir haldið því fram og fært fyrir því rök að fyrirtæki sem hafi á að skipa bæði konum og körlum í sínum stjórnum njóti jákvæðara viðhorfs og skili betri afkomu. Þetta er m.a. rökstutt með því að konur séu í mörgum ef ekki flestum tilfellum sá aðili innan heimilanna sem taki ákvarðanir um helstu innkaupin og hafi þess vegna betri sýn á hvaða framleiðslu eða þjónustu fyrirtækin ættu að bjóða.</p> <p align="justify">Ég vil því eindregið hvetja eigendur og stjórnendur íslenskra fyrirtækja til að nýta sér kraft kvenna í stjórnum sínum.</p> <p align="justify">Nokkur umræða hefur skapast hér á landi um það hvort taka eigi upp kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og binda í lög. Er þá talað um að hlutdeild hvors kyns verði ekki undir 40%. Norðmenn hafa lögfest kynjakvóta og hafa fyrirtæki frest til áramóta til að uppfylla skyldur laganna. Noregur er eina landið sem mér er kunnugt um sem tekið hefur upp kynjakvóta í atvinnulífinu með lögum. Þar eru aðstæður einnig allsérstakar þar sem norska ríkið á 60% hlutafjár í markaðsskráðum fyrirtækjum og ráðandi hlut í 7 af 10 stærstu fyrirtækjunum landsins.</p> <p align="justify">Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur óskað eftir upplýsingum frá norsku ríkisstjórninni um lögin og er að skoða hvort lögin gangi gegn evrópurétti á þessu sviði.</p> <p align="justify">Skoðanir um kynjakvóta eru mjög skiptar. Sumir vilja meina að slík lagasetning takmarki eðlilegt svigrúm fyrirtækja og rýri verðmæti þeirra, á meðan aðrir telja þær nauðsynlegar til að brjóta upp þröngan karlaheim stjórnarherbergjanna. Skoðanir meðal kvenna um gildi lagasetningar um kynjakvóta eru einnig mjög skiptar. Mín skoðun er sú að lagasetning sé þrautalending og fyrst beri að skoða allar aðrar leiðir að því sjálfsagða markmiði að jafna hlut kvenna og karla í stjórnum íslenskra fyrirtækja.</p> <p align="justify">Viðskiptaráðuneytið hefur stutt vinnu Rannsóknaseturs vinnuréttar- og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst við s.k. jafnréttiskennitölu, þ.e. upplýsingar um jafnrétti í 100 stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Þessi könnun hefur verið gerð fyrir árin 2005 og 2007 og sýnir að enn er verk að vinna til að ná fram jöfnuði.</p> <p align="justify">Á síðasta ári tók viðskiptaráðuneytið þátt í ráðstefnu sem bar heitið Virkjum kraft kvenna, í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Félag kvenna í atvinnurekstri. Markmiðið með henni var að kynna konum ábyrgð og skyldur við stjórnarsetu og vekja athygli á konum sem komist hafa til ábyrgðarstarfa innan stórra fyrirtækja. Ráðstefnan var haldin fyrir fullu húsi og vakti verðskuldaða athygli.</p> <p align="justify">Viðskiptaráðuneytið styður einnig heilshugar fyrirliggjandi hugmyndir fræðimanna frá Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík um vottun jafnlaunastefnu fyrirtækja. Slíkt frumkvæði er gott dæmi um <u>jákvæða nálgun</u> í jafnréttismálum sem leggja þarf miklu meiri áherslu á.</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Þetta hefur reyndar verið markmið fyrri ríkisstjórna um árabil en árangur hefur því miður ekki verið mikill.</p> <p align="justify">Liður í þeirri stefnu er að við skipanir í stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneyta er þess nú óskað að tilnefnd séu bæði karl og kona. Hér er markmiðið það sama og áður var nefnt að hlutur annars kynsins fari ekki undir 40% . Nokkur ráðuneyti hafa náð þessu markmiði og önnur vinna markvisst að því.</p> <p align="justify">Á því hefur hins vegar borið að hagsmunasamtök sem ráðuneytið leitar til vegna tilnefninga hafi að engu óskir ráðuneytisins að tilnefna bæði karl og konu. Gjarnan er spurt hvort ráðuneytið sé að leita eftir sérfræðiþekkingu eða réttri kynjaskiptingu.</p> <p align="justify">Þetta eru afar sorgleg skilaboð sem lýsa því viðhorfi, sem enn er því miður víða ríkjandi, að sérfræðiþekkingu sé ekki til að dreifa hjá báðum kynjum. Að við þurfum að velja á milli þess að hafa okkar besta fólk við stjórnvölin og að jafna vægi kynjanna í brúnni.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br /> <br /> <br />

27. september 2007Viðskiptamóttaka hjá sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn

<p>Ærede gæster.</p> <p>Det er mig en stor fornøjelse at være her med Dem i dag.</p> <p align="justify">Når islændinge og danskere kommer sammen kan det være svært at vælge sprog, men eftersom der er mange herinde der ikke taler islandsk må sproget blive dansk. Det er dog fristende at holde talen på islandsk, som nok er det samme som gammel norsk. Og som en afholdsmand en gang har sagt, så er gammel norsk det samme som gammel dansk. Det er klart at dette må være en misforståelse, og for en sikkerheds skyld vælger jeg dansk.</p> <p align="justify">Titlen på min tale er "Islandsk-dansk handel før og nu" og efter islandsk skik må vi begynde langt tilbage i fortiden, gå til et af de islandske håndskrifter, den korte, men udmærkede saga om Audunn fra Vestfjordene.</p> <p align="justify">Man kan måske hævde at islandsk-dansk handelshistorie begynder i midten af det ellevte århundrede da Audunn køber en isbjørn i Grønland for hele sin formue. Han tager bjørnen med til Norge, hvor kongen, Harald Hårderåde, vil købe dyret og tilbyder en skikkelig pris, men Audunn har tænkt sig at tage bjørnen med til Danmark og give den til Kong Sven Estridsen. Audunn troede vel at den danske konge ville belønne gaven bedre end den norske konge.</p> <p align="justify">Så er det en gang at den danske konge og Audunn er nede ved havnen og ser på vikingeskibe. Da siger kongen: "Hvad synes du om dette smukke skib?" Audunn siger: "Godt, herre." Siden siger kongen: "Dette skib vil jeg give dig som belønning for isbjørnen." Siden sagde kongen at hvis skibet ville gå ned måtte Audunn have noget som bevis for kongens gavmildhed. Han rakte ham en skindpose fuld af sølv. Hvis Audunn alligevel ville miste posen så gav kongen ham en guldring fra sin finger så alle kunne se at Audunn havde mødt Kong Sven. Dansk-islandsk handelhistorie begyndte således som en udveksling af gaver.</p> <p align="justify">Senere, det vil sige fra året seksten hundrede og to til sytten hundrede syvogfirs herskede der monopolhandel som ikke alle islændinge kunne lide, men de danske købmænd havde alligevel adskillige pligter. De skulle forsyne Island med gode, uforfalskede købmandsvarer, især øl, vin og andre nødvendige varer som det hed. Og almuen skulle få varerne til en "kristelig" pris. Man måtte ikke importere andet øl end dansk. Der var forårsskibe og der var efterårsskibe, det vil sige ikke så hyppige rejser mellem landene som nu, når man kan vælge mellem over halvtreds flyafgange hver uge og ti tusind islændinge opholder sig i Danmark, deriblandt to tusind studerende.</p> <p align="justify">I året atten hundrede femoghalvtreds indførtes der handelsfrihed.</p> <p align="justify">Man kan siden nævne at fra nitten hundrede og seks til nitten hundrede og ti var importen fra Danmark over halvtreds procent af den samlede islandske import mens eksporten til Danmark var næsten fyrre procent af Islands samlede eksport. I året to tusind og seks var importen fra Danmark kommet ned på godt 6%, mens eksporten er nede på 3,5%. Dette er store ændringer. Balancen er gunstig for Danmark.</p> <p align="justify">De største ændringer skete under Anden Verdenskrig da Storbritannien og USA blev Islands vigtigste handelspartnere. Før i tiden solgte man klipfisk til Danmark; dette ser man for eksempel i dokumenter fra bispestolen i Skalholt fra det syttende århundrede. I det nittende århundrede eksporterede man blandt andet falker og ryper fra Island. I dag eksporterer man stadig fisk til Danmark, men endvider maskiner til fiskeindustrien. Fra Danmark importerer man mange ting, for eksempel Carlsberg og Danfoss for at nævne to vigtige ting.</p> <p align="justify">Hele det tyvende århundrede har islandske myndigheder forsøgt at støtte udenrigshandelen, først med blikket rettet mod enkelte lande, men senere mod økonomiske unioner. I året nitten hundrede treogtyve blev der indgået en handelsaftale med Spanien med det formål at sælge klipfisk, men i stedet måtte man bevillige import af spanske viner.</p> <p align="justify">Efter Anden Verdenskrig blev der indgået mange handelsaftaler med andre lande. Bjarni Benediktsson, som blev Islands udenrigsminister i nitten hundrede syvogfyrre, har udtalt: "Det var ikke faldet mig ind da jeg blev udenrigsminister, at jeg på samme tid ville blive landets største fiskehandler." Island drev handel, for eksempel, med de østeuropiske lande, og en tredjedel af Islands udenrigshandel var i en periode baseret på byttehandel.</p> <p align="justify">Islands medlemsskab af EFTA i nitten hundrede og halvfjerds og Europæisk Økonomisk Samarbejdsområde i nitten hundrede tooghalvfems medførte øget frihandel som er blevet stadig vigtigere, blandt andet ved eksport af fiskeriprodukter til EØS-landene fra 1976. Islandske eksportører har aldrig været bedre stillet end under nuværende forhold.</p> <p align="justify">Island har haft en god forbindelse med Grønland i følge en aftale mellem landene og især nu med Færøerne efter undenskrivelse af Hoyvikaftalen mellem Island, Danmark og Færøerne i året to tusind og fem. Denne aftale er en økonomisk aftale som ligner EØS-aftalen.</p> <p align="justify">I de seneste år har man indgået mange aftaler i forbindelse med EFTA som har femten frihandelsaftaler med nitten lande. Sådanne frihandelsaftaler kan blandt andet skabe nye muligheder til at forøge bilateral handel af landbrugsprodukter. Man kan også nævne her at Island tidligere i år indledte forhandlinger med Kina om en frihandelsaftale, som, hvis alt lykkes godt, vil blive den første bilaterale frihandelsaftale mellem Kina og et europæisk land. Sådan en aftale kan forøge mulighederne for islandske foretagender i Kina.</p> <p align="justify">Varefriheden er meget vigtigt for et land som er så afhængigt af udenrigshandel som Island. Derfor er vi gået ind for så stor frihed som muligt på dette område. Fra nitten hundrede fireoghalvfems eksisterer Det Europæiske Økonomiske Samarbejdsområde (EØS) hvor det ikke kun drejer sig om varefrihed, men også om de øvrige friheder, tjenestefrihed, arbejdsfrihed og kapitalfrihed.</p> <p align="justify">Som I sikkert ved så har Islændingene længe drevet tjenestehandel. Man behøver kun at nævne Icelandair som blandt andet flyver til USA og Skandinavien. Men tjenestefriheden på grund af EØS-aftalen har medvirket til en stor forøgelse af Islands tjenestehandel.</p> <p align="justify">I denne sammenhæng kan man nævne at finansektoren nu er et af de største erhverv i Island. I året to tusind og fem, for eksempel, var denne sektor større end fiskeri- og aluminiumsektorerne sammenlagt. I året to tusind og seks har man skabt et tusind nye jobs i finansforetagender. Næsten firs procent af islandske bankers lånevirksomhed er nu i udenlandsk valuta.</p> <p align="justify">Ifølge regeringspartiernes programerklæring vil Islands regering yde sit bidrag til at både regelværk og driftsvilkår for islandske foretagender sikrer deres vækst og trækker udenlandske foretagender til landet. Regeringen vil støtte fortsat vækst, eksport og islandske foretagenders landvindinger i udlandet, blandt andet ved at styrke højteknologi-industrien og arbejdsbetingelserne for pioner-foretagender, derunder ved oprettelsen af et fond indenfor forskning og teknisk udvikling. Regeringen går ind for at de islandske foretagender der opererer i udlandet fortsat har deres hovedkontorer i Island. Men regeringen vil også ifølge programerklæringen forstærke finansitilsynet, konkurrencestyrelsen og forbrugerværnet.</p> <p align="justify">Man har sagt at islandske investeringer i udlandet i det tyvende århundrede er begyndt meget langsomt. De er som en vulkan der forbereder et udbrud. Der kom jordskælv sent i århundredet efterfulgt af et udbrud i slutningen af det. Man har investeret meget, især i Storbritannien og Danmark, lande som islændingene kender godt, men vores udenlandsinvesteringer er alligevel ikke større procentvis end vi kender hos briterne og danskerne.</p> <p align="justify">Direkte islandske investeringer i udlandet er omkring femogfirsdoblet i perioden nitten hundrede syvoghalvfems til to tusind og fem. Der er mange grunde til denne store stigning i islandske investeringer i udlandet; EØS med sine rettigheder fra og med nitten hundrede fireoghalvfems, fuld frihed for islandske banker til at handle med valuta i nitten hundrede tooghalvfems og et åbent finansmarked samme år, lavere skatter på islandske virksomheder, fra 31% ned på 18%, samme år. Stærke pensionsfonde og privatisering af banker og andre statslige foretagender har også haft sin indflydelse.</p> <p align="justify">Hvorfor investerer enkelte islandske foretagender i udlandet? Det er blandt andet for at få adgang til større markeder, formindske omkostninger og risiko og forøge mangesidighed, foruden personlige ambitioner.</p> <p align="justify">Der er tre ting som præger islandske foretagenders landvindinger i udlandet: omfang, hastighed og specialisering.</p> <p align="justify">Vedrørende omfanget kan man nævne at i året to tusind og fire steg islandske investeringer i udlandet med et hundrede procent som var det meste indenfor OECD-staterne. Kun otte foretagender ejede omkring firs procent af investeringerne i udlandet og et af disse foretagender ejede en tredjedel. Islandske foretagender kan ofte tage hurtige beslutninger og de specialiserer sig, for eksempel, i produktion og salg af madvarer.</p> <p align="justify">De islandske investinger i udlandet var, som jeg allerede har været inde på, ikke særlig markante førend i slutningen af det tyvende århundrede, da der kom en slags bølge.</p> <p align="justify">Af Islands kapital i udlandet i året to tusind og fem var det meste i Storbritannien. Holland var nummer to, USA nummer tre, Danmark nummer fire og Luxemborg nummer fem. Man kan nævne at i året to tusind og fire købte den islandske Kaupthing-bank, som nu er blandt de hundrede største banker i verden, Den Danske Investeringsbank (FIH). Samme år købte M-Holding Magasin du Nord. Og tidligere i denne månd var turen kommet til Hotel d&rsquo;Angleterre. Islandske investeringer i Danmark er dog kun lidt over 1% af udenlandske investeringer her i landet.</p> <p align="justify">Og det er altså ikke fjorten &ndash; to ligesom på Idrætsparken her i København for fyrre år siden, da Danmark vandt over Island i fodbold. Man forstår stadig ikke hvordan det kunne ske. Jeg kan tilføje at nogle årtier før, da et dansk fodboldhold havde vundet nogle kampe i Island, så sendte man danskerne ud på en heldags ridetur. Næste dag vandt islændingene fire &ndash; tre. Dette viser at man må være snarrådig.</p> <p align="justify">I det tyvende århundrede var islændingene mest optaget af varehandelen. Men nu tænker vi globalt, og ikke kun på varer, men også tjeneste, arbejde, kapital og investeringer. I året to tusind og fem stammede femoghalvfjerds procent af indkomsten hos firmaer der er noteret på den islandske børs, fra andre lande.</p> <p align="justify">I slutningen af året to tusind og seks var der over femoghalvtreds tusind medarbejdere hos handelsvirksomheden Baugur Group, over femten tusind ansatte hos Bakkavør som producerer og sælger madvarer og omkring ti tusind hos medicinproducenten Actavis. Over firs procent af de ansatte hos Baugur Group arbejder i udlandet, femoghalvfems procent af de ansatte hos hos Actavis og næsten et hundrede procent af de ansatte hos Bakkavør. Actavis opererer i toogtredive lande. Ifølge en undersøgelse er der endnu større interesse end før hos islandske foretagender for at investere i udlandet.</p> <p align="justify">Det skulle derfor ikke komme som en overraskelse at islandske forretningsfolk var interesserede i at øge deres virksomhed i udlandet, specielt i Danmark og andre europæiske lande. Islands størrelse begrænser selskabernes udfoldelsesmuligheder, der ser hele verden som sit marked. Globaliseringen har endvidere gjort forretningsverdenen mindre, og således fokuserer selskaberne i deres forretninger mere på enkelte forretningsområder end enkelte lande.</p> <p align="justify">Derfor er der heller ingen grund for danskerne eller andre europæere, at være bange for islændingenes indblanden i forretningslivet, fordi islandske firmaer i udlandet baserer deres fremtid på et godt samarbejde med virksomheder og forbrugere på hvert sted. Der er som sagt ikke tale om hajer, men snarere guldfisk der vokser sig store i et kæmpestort bassin.</p> <br /> <br />

21. september 2007Viðskiptaráðherra í opinberri heimsókn Forseta Íslands til Rúmeníu.

<p align="justify"><strong>H.E President of Iceland, Ladies and Gentlemen,</strong></p> <p>Thank you for this pleasant and fruitful visit. It has been a great plesure to have the privilege to visit your beautiful country for the past few days.</p> <p>Perhaps the most serious threat facing mankind is the increasing global warming, without a doubt largely due to ever increasing emission of greenhouse gases into the atmosphere. One of the primary drivers behind these emissions is our dependence on fossil fuels for energy generation. Based on our best current knowledge, it is estimated that CO2 emissions will have to be reduced by 50% if we are to stabilise and eventually reduce the concentration of greenhouse gasses in the atmosphere. At the same time 1,6 billion people have no access to electricity, a good we consider a bare necessity. The twofold task we face is enormus, to reduce greenhouse-gas emissions while at the same time give 1,6 billion people access to electric power. If we are to succeed we need to see a dramatic change in energy generation. A true transformation that can only be brought about by adoption of new technology and use of less emitting sources of mobile energy.</p> <p>Both Iceland and Romania are lucky to be endowed with renewable energy resources with minimal carbon emissions. This not only offers us as nations the chance to reduce our own ecological footprint, but also to contribute to the world as a whole, primary through integration with energy markets in Europe.</p> <p align="justify"><strong>A few words about the situation in Iceland</strong></p> <p align="justify">Iceland has huge supply of geothermal resources and hydropower. As a result the energy balance in Iceland is quite unique.</p> <p align="justify">Iceland not only owes its prosperity to its energy sources but its very existence. It is a country with a high standard of living where practically all stationary energy, and roughly 72% of primary energy, is derived from renewable sources (54% geothermal, 18% hydropower). Iceland&rsquo;s energy use per capita is among the highest in the world and the role of renewable energy sources exceed most other countries. Nowhere else does geothermal energy play a greater role in the energy supply.</p> <p align="justify">We are very proud of our achievements in recent decades in utilising our resources. Over 99% of all electricity in Iceland is produced by renewable resources, either hydro or geothermal. For example: about 88% of Icelandic housing is geothermally heated and the rest is heated by electricity. This means that practically all house heating comes from renewable energy sources.</p> <p align="justify">And the current use of geothermal energy for heating and other direct uses is considered to be only a small fraction of what this resource can provide. The potential for electricity generation is more uncertain. Hydropower has been the main source of electricity, but in recent decades geothermal power plants have increased their share of the production.</p> <p align="justify">In comparison electricity from renewable sources as a percentage of the total production in the EU was 13,9% and only 6,3% of the primary energy consumption of EU countries derived from renewables in 2005.</p> <p align="justify"><strong>Icelandic expansion to Europe</strong></p> <p align="justify">Iceland has a long-standing commitment to international cooperation on the sustainable use of energy. The United Nations University Geothermal Training Programme, hosted by Iceland, has for many years been a valuable forum for the sharing of technological expertise and experiences with developing countries.</p> <p align="justify">With its long experience with hydro power and world-leading expertise in geothermal utilization, Icelandic firms are now looking outwards. As Icelandic energy industry has gained knowledge and expertise from its previous work in these fields.</p> <p align="justify"><strong>Importance of renewables</strong></p> <p>To illustrate the importance of increased investment in renewable energy consider this: the world primary energy demand is expected to increase by just over one-half between now and 2030, an average annual rate of 1.6%, according to a recent Scenario of the International Energy Agency (IEA). Demand grows by more than one-quarter in the period to 2015 alone. Over 70% of the increase in demand the projection period is in the developing countries. Almost half of the increase in global primary energy use goes to generating electricity and one-fifth to meeting transport needs &ndash; almost entirely in the form of oil based fuels. (IEA &ndash; world energy outlook - 2006).</p> <p align="justify">We know that when it comes to meeting the foreseeable increase in world energy demand there is not any one solution. Instead, we will most likely have to make do with a diversified mix of solutions, including both fossil fuels and renewables, combined in a flexible way. We will need a pragmatic approach in trying to meet growing world demand for energy services. Different strokes will work for different people. At the same time, it is my firm belief, that the most effective way to advance the transition to a global energy system for sustainable development is by expanding the share of renewable energy in world demand. In Iceland we stand ready to contribute to that transition as best we can.</p> <p>In conclusion, not only is it solely important for Europe to increase the share of renewable energy in a sustainable way, it is also important for the whole world. To make that possible, we have to use all the options available in utilising renewable energy sources to combat climate change, especially where we have already available clean technologies that can be used much more widely than today.</p> <p>Romania is in many respects similar to Iceland. Apart from weather, size and population, both countries are rich with beautiful landscapes, raging rivers full of energy, and hot springs that have only been utilized to a share of their potential so far. The aim of our discussion here today is to share our experiences and visions, and search for common solutions to the immense tasks we have ahead of us. To create a more sustainable energy market in Europe.</p>

13. september 2007Ráðstefna um rafræn viðskipti

<p>Ladies and gentlemen,</p> <p>It is a pleasure and privilege to address this conference, on Crossborder eBusiness Readiness.</p> <p>The rise of the information society has led to major changes in government and public service as in commerce. Governments are adopting IT tools and processes in order to remain responsive to citizens&rsquo; expectations and needs for timely delivery of information and services.</p> <p>Use of information technology is more widespread in Iceland than in most other countries. According to a recent OECD report, only Denmark and the Netherlands have more broadband subscriptions per capita (30 per 100 inhabitants). Including other means of on-line access, a vast majority of Icelanders have continuous access to digital information, providing a convenient platform for informing citizens about government services and policies.</p> <p>Thus Iceland is in an ideal position among nations to pioneer in promoting e-government and e-commerce.</p> <p>Successful e-Government requires a number of ingredients. These include:</p> <div style="margin-left: 4em"> <p>· leadership from both the political and professional fields.</p> <p>· organization-wide strategy and commitment</p> <p>· technical know-how, skills and abilities.</p> </div> <p>The Icelandic government&rsquo;s ongoing Information society initiative for the years 2004-2007, features most of the targets of: "</p> <p></p> <br /> <br />

10. september 2007Ársskýrsla ársins 2007

<p align="justify">Heiðruðu gestir.</p> <p align="justify">Franski heimsspekingurinn Voltaire sagði eitt sinn: "Paradís er þar sem ég er". En í hvaða paradís erum við nú? Jú, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara.</p> <p align="justify">Í ávarpi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í þessu safni 30. ágúst 2003 sagði hann um listamanninn:</p> <p align="justify">"Sigurjón var í senn rótfastur í íslenskum veruleika og heimsborgari í túlkun sinni og tjáningu. Hann var fulltrúi nýrra strauma og verk hans sóma sér vel í samanburði við það besta sem erlendir meistarar voru að skapa."</p> <p align="justify">Ég ætla ekki að tala hér um myndverk Sigurjóns heldur annars konar myndverk sem ýmis athafnaskáld standa að með útgáfu myndskreyttra ársskýrslna en þær eru hluti ársreikninga fyrirtækja.</p> <p align="justify">Það er til siðs í heiminum að veita ýmiss konar viðurkenningu. Allir þekkja t.d. friðarverðlaun Nóbels en fæstir vita að til eru a. m. k. um eitt hundrað önnur friðarverðlaun. Í dag er veitt viðurkenning fyrir ársskýrslu ársins 2006, valda úr ársskýrslum markaðsskráðra fyrirtækja sem eru nú um 25 talsins. Er því ekki verið að dæma um ársskýrslur allra hlutafélaga í landinu sem eru hátt í 1000 eða allra einkahlutafélaga sem eru yfir 20.000. Að viðurkenningunni standa OMX-kauphöllin og Stjórnvísi. Þetta er í þriða sinn sem viðurkenning er veitt fyrir "Ársskýrslu ársins." Markmiðið er að vekja athygli á því hversu mikilvægar ársskýrslur eru. "Góð ársskýrsla er hornsteinn í upplýsingagjöf fyrirtækis og fjallar um öll helstu atriði sem máli skipta í rekstri fyrirtækisins."</p> <p align="justify">Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá 23. maí 2007 segir á einum stað: "Mikilvægt er að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja tryggi vöxt þeirra og laði að starfsemi erlendis frá." Ársskýrslur eru ein leiðin til að laða að starfsemi erlendis frá. Jafnframt segir í stefnuyfirlýsingunni að ríkisstjórnin vilji skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja. Jafnframt segir þar m.a. að ríkisstjórnin stefni að því að tryggja að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Æskilegt væri ef fulltrúar hinna stóru fyrirtækja, sem markaðsskráð eru, líkist Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara í því að vera rótföst í íslenskum veruleika, þ.e. góðir ríkisborgarar, en jafnframt heimsborgarar, svo og fulltrúar nýrra strauma.</p> <p align="justify">Ég vil nota þetta tækifæri til að beina því jafnframt til fulltrúa fyrirtækja að huga að stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnrétti og stefna að því að jafna stöðu kvenna og karla í stjórnum og nefndum, svo og leitast við að fjölga störfum á landsbyggðinni en ýmis störf er unnt að vinna án tillits til staðsetningar. Loks kunna einhver fyrirtæki að vilja íhuga það hvort þetta ágæta Listasafn Sigurjóns Ólafssonar eigi öðru hverju við fjárhagsörðugleika að etja. Öll viðleitni í þessa veru merkir að viðkomandi fyrirtæki leiti ekki aðeins fram á við í fjárhagslegum skilningi heldur fram á við almennt og jafnvel upp á við. Af því geta fyrirtækin vaxið í áliti hérlendis sem erlendis. Er tækifærin gefast þarf aðeins aðeins að ausa úr brunni hugmyndaauðginnar sem þið standið öll við í daglegum störfum ykkar.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

24. ágúst 2007Ráðstefna um alþjóðavæðingu og gjaldmiðla

<p><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p><span></span></p> <p><span>The fast-paced globalization has been highly beneficial for the Icelandic economy. Remarkable success of Icelandic firms, in banking, retailing, food processing, transportation and several other sectors, abroad is a living testament to that.</span></p> <p><span>The success can be attributed to several interlinked conditions. In addition to the obvious entrepreneurial drive which characterizes Icelandic businesses, these conditions fall into two broad categories.<span>&nbsp;</span> <u>Structural conditions</u>, such as domestic skills, regulation and taxation, which have been relatively favorable to expanding firms and <u>economic integration</u>, through international and bilateral free-trade initiatives and most importantly our membership to the European Economic Area.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Our increased capability to do business across borders also introduces new challenges, that need to be addressed. A pressing one, and the one addressed here to day, is the future of small domestic currencies and the interlinked question of monetary policy.&nbsp;</span></p> <p><span>Robert Mundell, the Nobel laureate and honorary professor at the University of Iceland, is rightly referred to as one of the fathers of the Euro. Dispite the fact that his optimal currency areas theory has been misinterpreted in the recent past and used as an argument against membership to the EMU. This is particularly ironic given the fact that Professor Mundell himself considers the world as a whole as an optimal currency area, and promotes a common world currency, the INTOR.</span></p> <p><span>It is fair to say that the field of world politics is not ready for such a huge step, but there is definitely a strong support in favor of his view: that the world is in need of fewer national currencies than before.</span></p> <p><span>The Icelandic krona is among the smallest currencies in the world. It is small in the sense that it is used by a small number of people in trade and a miniscule share of world assets are denominated in the Icelandic krona. It is therefore an important question to ask: if it should be maintained as an independent currency or if Iceland should join a larger monetary system. I believe that a reform in this respect is a logical consequence of globalization, and a necessity if Icelandic business is to continue to flourish abroad.</span></p> <p><span>It is obvious that the most relevant alternative to the krona is the euro. About<span>&nbsp;</span> half of our trade in goods and services is in euro and this ratio is bound to rise when new member states adopt the euro. No other currency comes close in this comparison. As active members of the European single market it is the only consistent choice in the long term.</span></p> <p><span>There are benefits and costs associated with adopting the Euro, that need to be analyzed in detail and discussed openly before any decision is made. This conference is <u>not a small</u> step that direction.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>At this point the evidence is compelling, suggesting that the only viable means of adopting the Euro is to join the European Monetary Union, following full membership to the European Union.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Representatives of the European Central Bank have been very clear on the issue of a bilateral monetary agreement. It is not open for discussion. The precedence of bilateral agreements is irrelevant, as only microstates that previously used currencies that merged into the euro and countries recovering from a complete economic meltdown, like Montenegro and Kosovo, have been granted such status. Clearly Iceland does not fall into either category.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Most experts consider an unilateral adoption, in the form of dollarization or a currency board arrangement, an inferior option. Unilateral adoption is clearly an expensive method, requiring either substantial foreign reserves or a loss in the value of assets dominated in Icelandic krona. Iceland would also forfeit any seignorage income and domestic banks would be left without a fully functioning lender of last resort.</span></p> <p><span>Such costs are probably much higher than any potential costs associated with EU membership. Moreover, the full benefits of Euro adoption, in terms of increased trade, investments and reductions in prices, are also to a large extent related to EU membership.</span></p> <p><span>Whether to adopt the euro and if we should join the European Union, <span>&nbsp;</span>are two interlinked questions that we need to focus our attention to. There are still many issues to be raised and many questions to be answered before taking any definite steps. Still we should not waist time and prepare for the inevitable restructuring of our currency arrangements and monetary policy.</span></p> <p><span>Today we are standing at a crossroad. Recent turmoil on international financial markets has given us still further evidence of the fact that a free floating krona is and will be a particularly volatile krona. At the same time, I believe that the room for open and debate about the long-term arrangements of our monetary policy has opened up considerably.</span></p> <p><span>I particularly welcome this initiative, by the independent thing tank - RSE - and hope this promising conference will prove a valuable addition to the ongoing debate.</span></p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum