Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

13. nóvember 1997 MatvælaráðuneytiðFinnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1996-1999

Afhending verðlauna Lagnafélags Íslands, 13. nóvember 1997.

 

"Lofsvert lagnaverk 1997"



Ágætu samkomugestir.

Það hefur vakið athygli mína, um nokkurra ára skeið, hversu ötulir lagnamenn hafa verið í því að uppfræða almenning um nýjungar á fagsviði sínu. Þeir hafið markvisst miðlað af faglegri reynslu sinni og ítrekað varað við mistökum sem þeir hafið orðið varir við í starfi sínu.

Hér vísa ég m.a. til vikulegra lagnafrétta í einu dagblaðanna, sem ég hef ekki, frekar en svo fjölmargir aðrir, komist hjá að sjá og lesa. Ekki hefur heldur farið fram hjá mér tíðar auglýsingar ykkar lagnamanna um hverskonar fræðslufundi sem þið hafið haldið víðsvegar um landið.

Ástæða þess að ég geri þetta að umræðuefni er að endurmenntun siptir okkur öll stöðugt meira máli vegna örra framfara og stöðugra breytinga þar sem lausnir úreldast nú fljótar en nokkru sinni fyrr. Slík endurmenntun er augljóslega mikilvæg fyrir ykkur fagmennina sjálfa sem starfa við lagnir, en fræðslan er einnig mikilvæg fyrir almenning sem að öllu jöfnu hugsa lítið um þessi mál. Þetta framtak skyldi enginn vanmeta. Hinn almenni neytandi þarf að hafa aðgang að fræðsluefni um lagnamál, sem og önnur málefni sem snerta daglegt líf hans. Það eykur þekkingu hans og eflir vitund hans um eigin hagsmuni. Síðast en ekki síst eykur þessi fræðasla virðingu neytenda fyrir þessari dularfullu og vandskildu starfsgrein og leiðir til þess að til verður kröfuharður og meðvitaður hópur neytanda sem gerir sér gamlar og úreltar lausnir ekki að góðu.
Sú athöfn sem við erum samankomnir til hér í dag er grein af sama meiði. Á hana má líta sem enn eina hvatningu Lagnafélags Íslands til að gera enn betur. Hún er jákvætt framtak þar sem fram fyrir skjöldu eru dregin tvö verk sem eru hönnuðum og iðnaðarmönnum til sóma og öðrum til eftirbreytni.

Ég óska verðlaunahöfum til hamingju með verðskuldaðan árangur og Lagnafélaginu alls velfarnaðar í áframhaldandi uppbyggingarstarfi á komandi árum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum