Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

18. apríl 2000 InnviðaráðuneytiðSturla Böðvarsson, samgönguráðherra 1999-2007

Nýr og endurbættur vefur opnaður í apríl 2000

Nú hefur verið opnaður hér á vef ráðuneytisins nýr og endurbættur vefur. Vegna sameiginlegs útlits á vef stjórnarráðsins eru ekki miklar útlitslegar breytingar sjáanlegar á vefnum, en að innihaldinu til er um algjörlega nýtt verkfæri að ræða.

Vefurinn hefur yfir að ráða ýmsum verkfærum sem eiga að auðvelda samskipti almennings við ráðuneytið. Settir hafa verið á vefinn svokallaðir umræðuhópar, en þar er um að ræða vettvang fyrir gesti vefsins til að koma sínum skoðunum á framfæri í viðeigandi málaflokki. Til að byrja með verður boðið upp á umræðuhópa um einkavæðingu Landssíma Íslands, Sundabraut og breikkun Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegs. Miklar vonir eru bundnar við að þar verði vettvangur líflegra skoðanaskipta sem gagnist við að taka púlsinn á umræðunni í þjóðfélaginu hverju sinni.

Stjórnvöld hafa í síauknum mæli lagt áherslu á að nýta upplýsingatæknina sem mest, og á það ekki síst við í sambandi við samskipti almennings við stjórnarráð Íslands. Með nýjum vef samgönguráðuneytisins er stigið skref í áttina að því að í gegnum vefinn verði boðið upp á alla almenna þjónustu ráðuneytisins. Starfsfólk ráðuneytisins leggur sig fram við að sinna þeim erindum sem ráðuneytinu berast bæði fljótt og vel. Það á að sjálfsögðu einnig við um erindi sem ráðuneytinu berast í gegnum vefinn, en vissulega eru vonir bundnar við að vefurinn sem slíkur svari á stundum spurningum sem upp koma.

Eitt er víst. Vefur sem þessi á að virka í báðar áttir, og hann á jafnframt að vera lifandi og síbreytilegur. Ein megin reglan í umsýslu vefs sem þessa er að vefurinn er aldrei endanlegur. Hann er sífellt að taka breytingum og sífellt er verið að bæta þar inn nýjum upplýsingum og fréttum.

Með ósk um góð samskipti við gesti á vef samgönguráðuneytisins,

Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum