Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

5. febrúar 2004 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Íslenski þekkingardagurinn

Ágætu ráðstefnugestir. Ég þakka fyrir tækifærið að fá að vera hér með ykkur um stund og afhenda Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga. Það er ekki að undra að viðskipta- og hagfræðingar skuli taka upp umræðuefnið "Stjórnun breytinga" á þessari glæsilegu ráðstefnu. Það hefur ekki svo lítið gengið á í íslensku viðskiptalífi. Það má segja að gróskan sé gríðarleg um þessar mundir og hver stórviðburðurinn rekur annan.

Rót þessara breytinga á viðskiptalífinu má m.a. rekja til afnáms hafta á fjármálamarkaði, EES-samningsins, einkavæðingar banka, skilvirkara regluverks og mótunar verðbréfamarkaðar. En það eru ekki aðeins stjórnvaldsaðgerðir sem leitt hafa til þessara breytinga heldur einnig viðbrögð markaðarins við nýfengnu frelsi. Þá hefur einnig komið fram ný og betur menntuð kynslóð sem haslar sér völl í atvinnulífinu af miklum móð. Fólk sem hefur menntað sig í hinum ýmsu greinum erlendis finnur störf við sitt hæfi hér á landi. Íslenski markaðurinn er því ekki lengur einsleitur og niðurnjörvaður heldur samanstendur hann af þekkingarfyrirtækjum fólks með fjölbreyttan bakgrunn.

Eru breytingar síðustu missera til góðs eða ills? Ég tel að þær séu að lang mestu leyti til góðs og að vel hafi tekist til með mótun markaðarins. Engum vafa er undirorpið að þessar breytingar hafa leitt til betri lífskjara þjóðarinnar. Fyrirtæki eru orðin öflugri og samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum og skila meiri hagnaði. Hins vegar er ýmislegt sem má betur fara en ekki ætla ég að þreyta ykkur á þeirri umræðu hér í dag, enda var ekki ætlunin að ég héldi ræðu heldur afhenti hér þekkingarverðlaun, sem er mér mikill heiður.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum