Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

12. nóvember 2004 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Málþing um lýðræði og stjórnmálaþátttöku.

Ágætu gestir!

Kære forelæsere!

Det er mig en ære at åbne dette seminar med forskningsledere fra de nye magtudredninger der er blevet foretaget i Danmark og Norge, såvel som med repræsentanter fra de politiske partier i Island. En grundig viden om magt, politiske processer og borgernes sociale og politiske aktiviteter er en af forudsætningerne for at vi kan føre en praktisk politik til styrkelse af demokratiet i vore nordiske velfærdssamfund. Videnformidling mellem forskere og politikere er også en forudsætning for at den politiske debat får et reelt indhold og at den kan føre til konstruktive forslag.

Það er mér mikil ánægja að setja þetta málþing um þann lýðræðisvanda sem steðjar að norrænum velferðarsamfélögum og fræðimenn hafa greint með áralöngum rannsóknum m.a. í nýlegum valdaúttektum í Noregi og Danmörku. Á þeim grunni og að áskorun Norðurlandaráðs beittu Íslendingar sér fyrir því á formennskutíma sínum í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári að setja á laggirnar lýðræðisnefnd undir formennsku Kristínar Ástgeirsdóttur. Lýðræðisnefndin hefur m.a. skoðað stöðu hins staðbundna lýðræðis og borið saman stjórnmálaþátttöku í norrænu ríkjunum. Í byrjun næsta árs verður skýrsla Lýðræðisnefndar gefin út ásamt greinasafni þar sem fjórtán norrænir fræðimenn fjalla um mótsagnir lýðræðisins (Demokratiets paradokser).

Ein megin niðurstaða Lýðræðisnefndarinnar sem hér verður kynnt á eftir er að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður, og birtist það m.a. í dalandi kosningaþátttöku og því að skráðum félögum í stjórnmála-flokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna.

Hið staðbundna lýðræði á líka í vök að verjast – ríkisvaldið flytur verkefni yfir til sveitarfélaganna og þar finnst mönnum sem þeir hafi of lítil áhrif í framkvæmdinni. Þá er almennt ekki nógu vel búið að sveitarstjórnarmönnum.

 

Í umræðum um lýðræðisvandann hafa menn horft til upplýsingatækninnar og nýrra leiða til að styrkja samskipti þjóðkjörinna fulltrúa og borgaranna. Upplýsingatæknin er þó einungis eitt af mörgum tækjum í okkar samfélögum sem getur bætt skoðanaskiptin – spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvernig virkja megi fólk til þátttöku í lýðræðinu og auka virðingu og áhuga á pólitísku starfi. Það er mikilvægt markmið að gera það eftirsóknarvert að gegna ábyrgðarstöðu í samfélaginu.

 

Vissulega höfum við Íslendingar forskot þegar kemur að upplýsingatækninni, en dæmin sanna að við gætum – líkt og grannþjóðirnar - nýtt hana betur í lýðræðisferlum. Með henni má leita eftir skoðunum almennings áður en pólitískar ákvarðanir eru teknar og hana má nýta til beinna samskipta kjósenda og þeirra sem fara með valdið. Í niðurstöðum lýðræðisnefndarinnar kemur fram að það eru stafrænar gjár á Norðurlöndum, gjár sem eiga sér rætur í mismunandi menntun og efnahagsstöðu borgaranna, gjár á milli ungu og eldri kynslóðarinnar, gjár á milli þeirra sem eru virkir í pólitísku starfi og þeirra sem sýna samfélagsmálunum minni áhuga. Þetta er umhugsunarvert og vissulega þarf að huga að aðgerðum sem vinna gegn því að bilið breikki milli þeirra sem eiga greiðan aðgang að upplýsingum og geta tjáð sig og þeirra sem verr standa að vígi.

 

Lýðræðið er svo miklu meira en rétturinn til að kjósa. Það er menning og lífsform – fjörepli samfélags þar sem frjáls skoðanaskipti og virk þátttaka borgaranna eru lykilatriði. Lýðræðið hefur verið mjög til umræðu í íslensku samfélagi á þessu ári.

Hvort það er vegna frumkvæðis Íslendinga á norrænum vettvangi skal ósagt látið, en það hlýtur að vera ánægjuefni að menn velti fyrir sér nýjum leiðum í ástundun lýðræðis, leiðum til að jafna og auka þátttöku í lýðræðisferlum og leiðum til að veita valdhöfum aukið aðhald með beinni hætti. Umræðan er afar mikilvæg og þetta málþing er liður í því að halda henni vakandi. Það er ljóst að stjórnmálaflokkar þurfa að líta í eigin barm og skoða sín vinnuferli. Það er líka ljóst að það þarf að efla rannsóknir á lýðræðinu og valdakerfum samfélagsins svo við getum á grundvelli sambærilegra upplýsinga í öllum norrænu ríkjunum mótað lýðræðisstefnu, líkt og Svíar hafa þegar gert.

 

Hér á landi hefur aldrei verið gerð valdaúttekt sambærileg þeim sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þar erum við vissulega eftirbátar, en kannski verður sú vinna sem nú er farin af stað fyrsta skrefið í þá átt.

Kære forelæsere og andre gæster

Vi har under Islands formandskab i Nordisk Ministerråd prioriteret det højt at få analyseret demokratiets vilkår i de nordiske velfærdssamfund og de udviklingstendenser vi står overfor. Som I nok ved, er der flere udfordringer og problemer som vi må tage fat på.

 

Meningen med dette seminar er tofoldig; for det første at få noget at vide om konklusionerne af de nordiske magtudredninger der allerede er foretaget - og få præsenteret noget af Demokratiudvalgets forskningsarbejde. For det andet at diskutere hvordan vi – både forskere og politikere kan udforme en strategi til at indsamle mere viden om demokratiet, etablere et komparativt forskningsgrundlag og styrke demokratiets position. Jeg åbner hermed dette seminar og håber at vi får en livlig diskussion.

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum