Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. september 2006 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Vísindavaka Rannís

Það er stórkostlegt að sjá öll rannsóknarverkefnin sem hér eru kynnt. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin tengjast verkefnum vísindasamfélagsins sem ráðuneyti nýsköpunar og þekkingarsamfélags. Undirstöður nútímasamfélagsins eru í vísindum, rannsóknum og menntun. Vísinda- og tækniráð skipað fulltrúum úr öllum áttum skiptir miklu máli í þessu. Brýnt fyrir þjóðina að stefna inn í þessa framtíð því að við verðum að mannast á heimsins hátt eins og skáldið sagði. Nú er mjög mikil fjölgun námsmanna á háskólastigi. Hér er háskólabylting á eftir framhaldsskólabyltingu áður og íslenskir háskólar eru líka að breytast og eflast á framhaldsstigi og doktorsstigi. Fjárveitingar aukast ár frá ári. Eflum þjóðarmetnað og þjóðarvitund á þessu mikilvæga sviði. Vísindavaka er hluti af þessari viðleitni og hluti af evrópsku sameiginlegu verkefni. Hér er vísindafólkið kynnt og sérstök áhersla lögð á börnin og aðild þeirra.

Óska okkur öllum til hamingju með þann metnað og þann vilja og þann árangur sem hér má sjá. Vísindavakan er opnuð.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum