Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

28. maí 2009 MatvælaráðuneytiðGylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra 2009-2013

Ávarp viðskiptaráðherra Gylfa Magnússonar á kynningarfundi Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu Grand Hótel, 28. maí 2009

Ladies and gentlemen,

It is a pleasure to welcome you to this meeting of the European Bank for Reconstruction and Development. I especially would like to thank our guests from the bank who have travelled all the way to Iceland in order to introduce the policy and services of the EBRD.

International co-operation in the financial sector has never been more important than at present. Co-operation is vital to rebuilding economies accross eastern and western Europe. In this respect international financial institutions like the EBRD – play a vital role towards financial stability and growth. In these times limited access to international funding, institutions are of increasing importance.

With apologies to our foreign visitors I will now switch to Icelandic.

Góðir fundargestir:

Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag

Tilgangur þessa fundar er að kynna starfsemi Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, en til hans er boðað í samstarfi viðskiptaráðuneytisins, EBRD og Útflutningsráðs Íslands. Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu var stofnaður árið 1991 og er Ísland meðal 60 landa sem hlut eiga í honum. Meginhlutverk bankans er að stuðla að umbreytingum frá miðstýrðum áætlunarbúskap fyrrverandi austantjaldsríkja og ríkja í Mið - Asíu yfir í opin lýðræðis og markaðshagkerfi. Bankinn hefur gegnt veigamiklu hlutverki við umbreytingar í þessum löndum en ljóst er að því verkefni er hvergi nærri lokið, þó að miklum árangri hafi verið náð, m.a. fyrir tilstilli bankans. Hin alþjóðlega fjármálakreppa hefur einnig gert miklar og auknar kröfur til bankans, um aukið umfang og starfsemi.

Tækin sem bankinn hefur yfir að ráða í þessu sambandi eru fyrst og fremst fjármagn til endurreisnar og þróunar í formi lána og hlutafjár, en bankinn hefur einnig stutt þróun í átt til umbreytingar eða einkavæðingar ríkisfyrirtækja.

Stjórn bankans sinnir stefnumótun hans til lengri tíma og er stjórnin skipuð fulltrúum þeirra landa sem hlut eiga, sem eru einkum ráðherrar viðkomandi landa og sit ég til að mynda í stjórn bankans. Starfsemi bankans og dagleg stjórn hans er hins vegar falin framkvæmdastjórn bankans, sem skipuð er fulltrúum hinna ýmsu stjórnarskrifstofa. Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdarstjóri situr í framkvæmdastjórn bankans. Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu veitir ekki einungis lán og tekur þátt í starfsemi fyrirtækja með eignaraðild, heldur er einnig möguleiki að fjármunum sé veitt til afmarkaðra ráðgjafaverkefna á vegum bankans.

Á tímum alþjóðavæðingar eykst umfang og mikilvægi fjölþjóðastarfsemi fyrir fyrirtæki, sérstaklega á tímum fjármálakreppu þar sem mikill skortur er á lánsfé. Þess vegna er mikilvægt að hafa náið samstarf við bankann þannig að íslenskt atvinnulíf get nýtt sér á sem bestan hátt þá þjónustu sem bankinn býður upp á.

Í þeirri fjármálakreppu sem gengið hefur yfir, hefur bankinn haft leiðandi hlutverk við endurreisn fjármálakerfisins í þeim löndum sem hann starfar í, með nánu samstarfi við aðrar alþjóðlegar fjármálastofnanir og viðkomandi lönd. Þetta starf hefur gengið hratt fyrir sig og skilað þegar miklum árangri í þessum löndum. Fjárhagslegur styrkur bankans samhliða sérfræðiþekkingu hefur gert honum þetta mögulegt, sem um leið hefur skilað sér til þeirra fyrirtækja og svæða sem bankinn starfar með.

Af þeim sökum eru fundir sem þessir mikilvægir, svo að atvinnulífið geti nýtt sér alla þá möguleika sem alþjóðlegir bankar og stofnanir bjóða og nýtast í útrás á erlenda markaði. Íslenskt atvinnulíf er orðið alþjóðlegt og verður það áfram, þrátt fyrir hremmingar undanfarinna mánaða. Það gerir auknar kröfur til allra aðila um samkeppnishæf starfsskilyrði á öllum sviðum, ekki síst á sviði gengis- og fjármálamarkaða, þannig að íslenskt atvinnulíf geti keppt á jafnréttisgrunni við erlenda aðila.

Ágætu fundargestir

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvaða þjónustu og möguleika bankinn býður upp á fyrir íslensk fyrirtæki, sem þau geta síðan nýtt til sóknar, vaxtar og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er því eitt af þeim atriðum sem nýta verður í þeirri alþjóðasamvinnu og endurreisn sem framundan er.

Takk fyrir.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum