Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

22. október 2010 UtanríkisráðuneytiðÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra 2009-2013

Ávarp ráðherra við útskrift nemenda frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flutti ávarp í tilefni af útskrift nemenda frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 22. október s.l.. Með útskriftinni lauk skólinn sínu 32. starfsári þar sem 28 nemendur frá 15 ríkjum luku sex mánaða sérhæfðu námi í jarðhitamálum.

Í ávarpinu fjallaði ráðherra m.a. um þá auknu athygli sem jarðhitamál hafa fengið á alþjóðavettvangi undanfarin ár í tengslum við þörf þróunarríkja fyrir endurnýjanlega orku til raforkunýtingar, m.a. sem raunhæfur kostur til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga. Nýting endurnýjanlegra auðlinda s.s. jarðhita eru áhersluþáttur í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Hægt er að sækja ávarpið á ensku með því að smella hér (pdf)

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum