Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

15. nóvember 2010 UtanríkisráðuneytiðUTN Fréttir

Utanríkisráðherra skrifar um auðlindir Íslands og málefni norðurslóða

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í dag og sl. laugardag tvær greinar um Evrópumál, í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Í grein sinni í Fréttablaðinu fjallar ráðherra um lög Evrópusambandsins um auðlindir, þar sem segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Vísar ráðherra í skriflega yfirlýsingu Íslands frá því í júlí, þar sem segir að ESB geti ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfam það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.

Í grein í Morgunblaðinu í dag skrifar hann um sérstöðu Íslands, sem er eina ríkið sem í heild sinni er staðsett á norðurslóðum og hvernig þróunin þar á næstu árum og áratugum muni hafa bein áhrif á afkomu Íslendinga. Segir ráðherra að stefnumið Evrópusambandsins séu um margt samhljóma stefnumálum Íslands.

Grein í Fréttablaðinu

Grein í Morgunblaðinu

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum