Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

2. febrúar 2011 UtanríkisráðuneytiðUTN Fréttir

Utanríkisráðherra skrifar um norðurslóðir

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur birt tvær greinar þar sem hann fjallar um nýlega þingsályktunartillögu um Norðurslóðir. Í grein sem birtist í dag í Fréttablaðinu ræðir ráðherra um hvernig tryggja megi beinharða hagsmuni Íslendinga á svæðinu, um mikilvægi þess að styrkja Norðurskautsráðið sem samráðsvettvang ríkjanna á norðurslóðum og sameiginlega baráttu gegn loftslagsvánni, sem hafa mun gríðarleg áhrif á svæðinu.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, fjallar ráðherra um þau tækifæri og þann háska, sem breytingar, t.d. með opnun siglingaleiða á norðurslóðum, mun hafa. Þar skiptir hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sameiginlegar aðgerðir í leit og björgun, svo og rannsóknir, miklu.

Samvinnusjórn á Norðurslóðum, Fréttablaðið, 2. febrúar 2011

Norðurslóðir og stefna Íslands, Morgunblaðið, 18. janúar 2011

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum