Hoppa yfir valmynd

Skipan þjóðaröryggisráðs

Í þjóðaröryggisráði eiga fast sæti forsætisráðherra, sem er formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir alþingisþingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á Alþingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra , formaður
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
  • Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis
  • Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis
  • Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri
  • Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
  • Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
  • Oddný Harðardóttir, alþingismaður
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður.

Þjóðaröryggisráð getur kallað til fleiri ráðherra til setu í ráðinu varðandi einstök mál sem eru til umfjöllunar hjá ráðinu og tekur þá viðkomandi ráðuneytisstjóri einnig sæti í því.

Embættismönnum og öðrum starfsmönnum ráðuneyta og opinberra stofnana og hlutafélaga sem og einstaklingum og fulltrúum lögaðila er skylt að mæta á fundi þjóðaröryggisráðs, sé þess óskað.

Ritari þjóðaröryggisráðs, sem forsætisráðherra tilnefnir, starfar með ráðinu og annast undirbúning funda og heldur utanum gögn ráðsins. Forsætisráðuneytið veitir ráðinu alla nauðsynlega starfsaðstöðu og aðstoð við störf þess.

Ritari þjóðaröryggisráðs er Þórunn J. Hafstein. Netfang: [email protected]

Síðast uppfært: 15.4.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum