Hoppa yfir valmynd

Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland

Með samþykkt þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland fól Alþingi ríkisstjórninni  að fylgja þar greindri stefnu um þjóðaröryggi sem tryggi sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar og friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna, varnir landsins og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða samfélagsins.

Framkvæmd einstakra áhersluþátta þjóðaröryggisstefnunnar fellur undir ábyrgðarsvið mismunandi ráðuneyta í samræmi við forsetaúrskurð nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Í þjóðaröryggistefnunni endurspeglast ,,Breið sýn á þjóðaröryggi‘‘  - Öryggi tekur til fleiri og flóknari þátta en áður þekktist; nær yfir „nýjar ógnir“, hvort  sem um er að ræða innri eða ytri ógnir, af mannavöldum eða vegna náttúruhamfara.

Grundvallarforsenda stefnunnar er staða Íslands sem herlaust land sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Stefnan tekur til hnattrænna, samfélagslegra og hernaðarlegra áhættuþátta og felst í virkri utanríkisstefnu, almannaöryggi og varnarsamstarfi við önnur ríki.

Þjóðaröryggisstefnan felur í sér 12 áherslur sem allar hafa jafnt vægi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 21.11.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum