Hoppa yfir valmynd

IFRS staðlar

Hér er birtur listi yfir þá reikningsskilastaðla og túlkanir sem eru í gildi og hafa fallið úr gildi. 

Undir hverjum staðli og túlkun er vísun í þær reglugerðir sem hafa breytingarákvæði um hvern staðal og túlkun fyrir sig. Tengill er á pdf-skjöl með þýðingum á alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum og á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem var birt rafrænt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. Þar eru breytingarákvæðin listuð upp í viðaukum við reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB).

Frá og með reglugerð nr. 596/2010 - reglugerð EB nr. 1126/2008 þá hafa áður orðnar breytingar verið sameinaðar í einn heildartexta.

Tilvísanir í IFRS-staðal 9 er ekki hægt að beita nú þegar, þar sem Evrópusambandið hefur enn ekki samþykkt IFRS-staðal 9. Því ber að lesa sérhverja tilvísun í IFRS-staðal 9 sem tilvísun í IAS-staðal 39, fjármálagerninga: færslu og mat. Auk þess er heldur ekki hægt að beita síðari breytingum á IFRS-staðli 9 sem leiða af viðaukum viðeigandi reglugerða.

IFRS og IAS reikningsskilastaðlar

IFRIC- og SIC-túlkanir

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira