Hoppa yfir valmynd

Félagsdómur

Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins, nánar tiltekið í eftirfarandi málum:

  1. Sem rísa út af kærum um brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og tjóni sem orðið hefur vegna ólögmætra vinnustöðvana.
  2. Út af kærum um brot á vinnusamningi eða ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans.
  3. Öðrum málum milli verkamanna og atvinnurekenda sem aðilar hafa samið um að leggja fyrir dóminn enda séu a.m.k. þrír af dómendum því meðfylgjandi.

Þá er heimilt að leita úrskurðar Félagsdóms um hvort starfsemi geti talist vera iðnaður og til hvaða iðngreinar hún taki.

Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins dæmir Félagsdómur í ákveðnum tegundum mála þessara starfsmanna

Skipan Félagsdóms

Í Félagsdómi eiga sæti fimm menn sem skipaðir eru til þriggja ára.

Sérdómstóll – eitt dómstig

Ekki er heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar, sbr. 47. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá eru úrskurðir og dómar Félagsdóms endanlegir og verður almennt ekki áfrýjað.

Meðferð mála fyrir Félagsdómi

Málsmeðferð fyrir Félagsdómi fer að miklu leyti eftir lögum um meðferð einkamála. Meðferðin er þó frábrugðin í nokkrum atriðum, einkum að því er lítur að hraða í málsmeðferð.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira