Hoppa yfir valmynd

Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030

Matvælastefnu Íslands er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.

Matvælastefna fyrir Ísland erbyggð á sterkum grunni, skrifuð með aðkomu ólíkra aðila sem hafa mikla og breiða þekkingu á málaflokknum, hagsmunaaðila og samtaka þeirraTilgangur stefnunnar er að vera leiðarljós sem dregur fram áherslur stjórnvalda, ásamt því að móta framtíðarsýn, markmið og aðgerðaráætlun til að innleiða í íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi

Kynntu þér Matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 hér

Kynntu þér aðgerðaráætlun stefnunnar hér

Sjálfbærni er undirstaða góðra lífskjara til framtíðar

Eftirspurn eftir matvælum á heimsvísu mun aukast og taka breytingum, því mannfólkinu fjölgar, neyslumynstur breytist og auðlindir jarðar eru
 takmarkaðar. Undirstaða heilbrigðis og velferðar er tryggur aðgangur að matvælum. Verkefni þjóða er því að tryggja fæðuöryggi allra íbúa.

Alþjóðaviðskipti hafa veitt þjóðum tækifæri til að sækja á nýja markaði þvert á landamæri og auka framleiðni, sem skapar hagsæld. Öll virðiskeðja matvæla skiptir máli, allt frá framleiðsluaðferðum til ánægju neytenda. Það skiptir máli hvernig matvæli eru framleidd, þeim dreift, þau keypt og þeirra neytt, en jafnframt að þau séu örugg og að nýting við framleiðslu og neyslu sé sem best.

Horft var til fimm lykilþátta við mótun stefnunnar: 

  • Verðmætasköpunar
  • Neytenda
  • Ásýndar og öryggis
  • Umhverfis
  • Lýðheilsu

Markmið stefnunnar

  • Gæði og öryggi eru tryggð í framboði og framleiðslu á matvælum.
  • Almenningur hefur aðgang að hollum og öruggum matvælum.
  • Matvælaframleiðsla er sjálfbær.
  • Verðmætasköpun hefur verið aukin með bættum framleiðsluaðferðum,
    vöru- og þjónustuþróun og nýsköpun.
  • Þekking, hæfni og áhugi á matvælum hefur verið efld á öllum
    námsstigum.

 

  • Samkeppnishæfni hefur verið bætt með stöðugu starfsumhverfi
    fyrirtækja, skilvirkum innviðum og stuðningi við nýsköpun.
  • Fræðsla til neytenda um matvæli og tengsl mataræðis við lýðheilsu
    hefur verið aukin.
  • Upplýsingar um uppruna, framleiðsluhætti, innihald og umhverfisáhrif
    matvæla eru aðgengileg neytendum.
  • Rannsóknir og þróun eru öflugur bakhjarl matvælaframleiðslu og
    samstarf stofnana er öflugt.
  • Ímynd íslenskra matvæla endurspeglar markmið um sjálfbærni,
    gæði og hreinleika.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum