Hoppa yfir valmynd

Verkefni forsætisráðuneytisins

Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta, fer forsætisráðuneytið með mál er varða:

1. Stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráð Íslands í heild, þar á meðal:

 1. Embætti forseta Íslands, þ.m.t. ákvörðun kjördags, embættisgengi og embættisbústað.
 2. Alþingi.
 3. Ríkisráð Íslands.
 4. Ríkisstjórn Íslands.
 5. Skipun ráðherra og lausn.
 6. Skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.
 7. Skiptingu starfa milli ráðherra.
 8. Skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.
 9. Ráðherranefndir.
 10. Forystu og samhæfingu innan Stjórnarráðs Íslands.
 11. Stjórnarfar almennt, þ.m.t. lög um Stjórnarráð Íslands , stjórnsýslulög og upplýsingalög .
 12. Framfylgd laga og reglna um undirbúning stjórnarfrumvarpa.
 13. Siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands.
 14. Málstefnu fyrir Stjórnarráð Íslands.
 15. Ráðstöfun skrifstofuhúsa ráðuneyta og gestahúsa ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. Þingvalla­bæjarins.
 16. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

2. Þjóðhagsmál, þar á meðal:

 1. Hagstjórn almennt.
 2. Ráðherranefnd um efnahagsmál og og ríkisfjármál.
 3. Gjaldmiðil Íslands.
 4. Seðlabanka Íslands.
 5. Hagskýrslugerð og upplýsingar um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands.

5. Jafnréttismál, þar á meðal:

 1. Jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
 2. Jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.
 3. Jafna meðferð á vinnumarkaði.
 4. Kynrænt sjálfræði.
 5. Jafnréttisstofu.
 6. Kærunefnd jafnréttismála.
 7. Jafnréttissjóð Íslands.

4. Þjóðartákn og orður, þar á meðal:

 1. Fána Íslands og ríkisskjaldarmerki.
 2. Þjóðsöng Íslendinga.
 3. Hina íslensku fálkaorðu.
 4. Önnur heiðursmerki.

5. Skipulag forsætisráðuneytisins og starfsmannahald.

6. Annað:

 1. Þjóðaröryggisráð.
 2. Almannavarna- og öryggismálaráð.
 3. Vísinda- og tækniráð.
 4. Þjóðlendur og málefni óbyggðanefndar.
 5. Embætti ríkislögmanns.
 6. Umboðsmann barna.
 7. Endurnot opinberra upplýsinga.
 8. Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Auk framangreinds fer ráðuneytið með ýmis málefni og tilfallandi verkefni er tengjast stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar og samræmingu og samráð er lýtur að samstarfi ráðuneyta á ýmsum sviðum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira