Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Ásókn í fílabein veldur mikilli fækkun fíla í Afríku

https://youtu.be/STwlCeyR0FE Ólögleg viðskipti með fílabein hafa aukist á síðustu árum og leitt til þess að fílum hefur fækkað verulega í Afríku. Viðskiptin hafa verið blómleg í Kína en stjórnvöld þar í landi heita því að loka mörkuðum með fílabein. Alþjóðlegt bann með verslun fílabeina hefur verið í gildi um langt árabil.

Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnu um samninga sem tengjast alþjóðaviðskiptum með dýr og plöntur í útrýmingarhættu en sautjánda ráðstefna um það efni var haldin á dögunum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Á ráðstefnunni voru ræddar leiðir til þess að sporna gegn slíkum viðskiptum og vernda tegundir í útrýmingarhættu.

Upplýst var á ráðstefnunni að tölur um stærð fílastofnsins í Afríkuríkjum bendi til þess að ásókn í fílabein hafi aukist og fílum hafi fækkað á tíu árum úr 526 þúsundum árið 2006 niður í 415 þúsund á þessu ári. Fækkunin er tilkomin að langmestu leyti vegna veiðiþjófa sem sækja í fílabein. Verslun með fílabein hefur verið mikil í Asíulöndum, einkum Kína, þar sem beinin eru eftirsótt verslunarvara og notuð í útskurði og skrautmuni. Kínversk yfirvöld hafa hins vegar ákveðið að grípa til aðgerða til að draga úr eftirspurninni, hefja lögsókn gegn þeim sem taka þátt í ólöglegum viðskiptum og loka smásölumörkuðum.

Lamine Sebago sérfræðingur samtakanna World Wide Fund for Nature segir í frétt DW að veiðiþjófar hafi fellt allar fílahjarðir í löndum Vestur-Afríku og útrýming bíði fíla í Miðafríkuríkjum nema því aðeins að stjórnvöld þeirra ríkja herði sóknina gegn veiðiþjófum, gegn þeim sem höndla með þennan varning og gegn þeirri spillingu sem viðheldur þessari glæpastarfsemi.

Africa's Elephant Ivory: Sell or Destroy?
Wildlife Convention Aims to Save Great, Small, Weird and Ugly / VOA
Illegal trade accelerates wild plant extinctions, more transparency needed/ UNCTAD
Burning Down the Ivory Trade/ ForeignAffairs
New data shows 'staggering' extent of great ape trade/ BBC

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum