Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Færri sárafátækir en áfram gríðarmikill ójöfnuður

Sárafátækum heldur áfram að fækka í heiminum. Um 767 milljónir manna drógu fram lífið á minna en 1,90 bandaríkjadölum á dag árið 2013 eða um 100 milljónum færri jarðarbúar en árið á undan.

SkyrslaABÞetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans - Poverty and Shared Prosperity. Flestir þeirra sem hafa lyft sér upp úr sárri fátækt eru Asíubúar, fólk í Kína, Indónesíu og á Indlandi. Frá árinu 1990 hefur sárafátækum fækkað um 1,1 milljarð. 


Flestir sárafátækra í sunnanverðri Afríku
Helmingur þeirra sem áfram býr við örbirgð er í sunnanverðri Afríku, þriðjungur í sunnanverðri Asíu. Í 60 löndum af 83 sem rannsókn Alþjóðabankans náði til hafa meðaltekjur fátækustu 40% íbúanna aukist á árunum frá 2008 til 2013.
Flestir sárafátækra eru í hópi ungs fólks með takmarkaða menntun, með búsetu í sveitahéruðum og mörg börn á heimili.
"Það er eftirtektarvert að mörgum þjóðum hefur tekist að draga úr fátækt og stuðla að hagvexti á sama tíma og hagkerfi heimsins hafa verið að hægja á sér," sagði Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans þegar hann kynnti skýrsluna. Hann sagði að þrátt fyrir framfarir byggju alltof margir enn við of þröngan kost. Stefna Alþjóðabankans væri skýr: að binda enda á fátækt.

"Ein öruggasta leiðin til að útrýma fátækt er að draga úr ójöfnuði, einkum  meðal þeirra þjóða þar sem fátækir eru flestir," sagði Kim.

Skýrsluhöfundar lýsa yfir áhyggjum af auknum ójöfnuði meðal margra þjóða, einkum í Suður-Ameríku og Afríku. Í 34 löndum af fyrrnefndum 83 löndum hækkuðu tekjur 60% þeirra auðugustu meira en meðal almennings.

Börn í meirihluta sárafátækra

Í sameiginlegri skýrslu Alþjóðabankans og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem byggir á sömu rannsóknum kemur fram að börn eru tvöfalt líklegri en fullorðnir til að búa við sárafátækt. Árið 2013 voru 19,5% allra barna í þróunarríkjum á heimilum sem höfðu vart til hnífs og skeiðar og lifðu á 1,95 dölum eða minna en sambærilegt hlutfall fullorðinna var 9,2%. Í heiminum öllum voru 385 milljónir barna í hópi sárafátækra. 


Nánar
Let's take on inequality seriously, seriously, eftir Mario Negre/ Alþjóðabankablogg
Nearly 385 million children living in extreme poverty, says joint World Bank Group - UNICEF study
Ending Extreme Poverty: A Focus on Children/ UNICEF
Tanzania ranked high in bridging economic inequality/ CCTV
How serious are the SDGs about tackling inequality?, eftir Sarah Colenbrander og Andrew Norton/ IIED Nearly half all children in sub-Saharan Africa in extreme poverty, report warns/ TheGuardian
To End Extreme Poverty by 2030, We Need to Tackle Inequality/ Alþjóðabankinn
The World Bank has a new way to measure inequality/ Alþjóðabankinn
WTO Warns That Trade And Globalization Are Slowing Down After Greatest Poverty Reduction In History/ Forbes

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum