Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Kynning á bókinni "Verður heimurinn betri?"

Verdurheimurinnbetri2Bókin "Verður heimurinn betri?" verður senn kynnt í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla um land allt. Bókin á að vekja börn og unglinga til umhugsunar um mikilvægi þróunar með því að útskýra hvað felst í "þróun", bera kennsl á vandamál sem standa í vegi fyrir þróun, ákvarða leiðir til þess að stuðla að þróun bæði heima fyrir og á heimsvísu og að lokum að kynna " Heimsmarkmiðin".

Kennslustund hefur verið útbúin fyrir kennara sem þeim er frjálst að nota en miklir möguleikar eru fyrir hendi við að kynna nemendum efni bókarinnar, til dæmis í tengslum við 70 ára aðildarafmæli Íslands að Sameinuðu þjóðunum í næsta mánuði.

Nánari upplýsingar um bókina og kennslustundina má finna á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum