Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Ný herðferð WHO gegn banvænustu sjúkdómunum: hjarta- og æðasjúkdómum

https://youtu.be/hzSAUnUxCh4 "Global Hearts" er heitið á herferð sem hleypt var af stokkunum af hálfu Alþjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar (WHO) og samstarfsaðila á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Markmiðið er að freista þess að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum sem eru banvænustu sjúkdómar í veröldinni.

Alls deyja 17 milljónir einstaklinga árlega úr hjarta- og æðasjúkdómum, margir vegna óheilsusamlegra lífshátta eins og reykinga, hreyfingarleysis eða vegna þess að saltmikil matur er borðaður í óhófi. WHO segir í frétt um herferðina að mörgum mætti líka bjarga ef þeir hefðu betri aðgang að heilsugæslu til að fá blóðþrýsting mældan. Of hár blóðþrýstingur, hátt kólestról í blóði og fleiri þættir auka hættur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.
 
Herferðin er hluti af átaki WHO til að auka forvarnir og fækka hjarta- og æðasjúkdómum, einkum í þróunarríkjum.


New initiative launched to tackle cardiovascular disease, the world's number one killer/ WHO
Bæklingur um átakið/ WHO

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum