Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Rúmlega sex af hverjum tíu íbúum borga í Afríku búa í fátækrahverfum

HabitatiiiÁ næstu áratugum verða nokkrar borgir í Afríku meðal þeirra þéttbýlisstaða sem stækka mest. Að mati Greg Fosters aðstoðarforstjóra samtakanna Habitat for Humanity blasir við að óbreyttu að milljónir manna flæði inn til borga og bætist við íbúafjöldann sem fyrir er í óskipulögðum yfirfullum fátækrahverfum. Síðar í mánuðinum verða þessi mál í brennidepli þegar Sameinuðu þjóðirnar efna til leiðtogafundar um húsnæðismál og sjálfbæra þróun í borgum sem kallast Habitat III - United Nations Conference on Housing and Sustainable Urban Development.

Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á tuttugu ára fresti, sú fyrsta 1976. Þriðja ráðstefnan er boðuð í Quito, Ekvakdor, dana 17.-20. október og þar verður einkum rætt stefnumörkunarskjal um þróun borga, svokölluð New Urban Agenda.

Greg Fosters segir í grein sem birtist á vef OECD að markmiðin fyrir leiðtogafundinn Habitat III hljómi skynsamlega: að þróa vel skipulagðar og sjálfbærar borgir, uppræta fátækt og skapa atvinnu fyrir alla ásamt því að virða mannréttindi. Hann segir að í ört vaxandi borgarsamfélögum gegni þéttbýlisstaðir lykilhlutverki í sjálfbærri þróun. Á fundinum í Ekvador verði leitast við að sammælast um pólítískar skuldbindingar um þá sýn og niðurstaða fundarins geti skipt miklu máli fyrir þróun borga í Afríku. 

Fram kemur í greininni að 62% íbúa í borgum Afríku búi í fátækrahverfum eða óskipulögðum hverfum og eigi vart til hnífs og skeiðar. Efnahagslega hafi álfan dregist aftur úr, einkum hvað iðnað áhrærir, og langt hagvaxtarskeið með háum prósentutölum sé liðið sem sjáist best á því að á síðasta ári hafi hagvöxtur verið kominn niður í 3,4%. Það endurspegli lægra vöruverð, alþjóðlegan samdrátt og óvissu í fjármálakerfinu. Mikill skortur sé á fjárfestingu í innviðum stórborga, atvinnuleysi mikið og stefna í húsnæðismálum víða í ólestri. Sama gildi um borgarskipulag sem að mati Fosters er forsenda þess að íbúar hafi rafmagn, hreint vatn- og salernisaðstöðu og viðunandi samgöngur. Slík skipulagsáætlun væri aukin heldur atvinnuskapandi og hvatning fyrir einkafyrirtæki að ógleymdum auknum lífsgæðum fyrir íbúana, færri veikindadögum, lægri lyfjakostnaði og hærri ráðstöfunartekna. Bættar og skilvirkar samgöngur myndu einnig leiða af sér tímasparnað og minni loftmengun sem víða er banvæn í stórborgum þróunaríkja.

Habitat III decisions crucial for the future of Africa´s cities / OECD
New Urban Agenda/ SÞ

Fullnægjandi húsnæði er mannréttindi/ UNRIC
Humanity on the move: Unlocking the transformative power of cities/ WBGU

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum