Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Stjórnarhættir hafa lítið breyst í Afríku síðasta áratuginn

Hvað er Mo Ibrahim vísitalan? Stjórnarhættir í Afríkuríkjum hafa lítið breyst síðustu tíu árin. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar á vegum stofnunar Mo Ibrahim sem hefur um langt árabil rýnt í góða og vonda stjórnsýslu í álfunni. Á 100 stiga mælikvarða - svokölluðum Ibrahim Index of African Governance - hafa stjórnarhættir 54 ríkja álfunnar aðeins þokast upp um eitt stig á einum áratug.

Þótt meðaltalið hafi lítíð breyst hafa einstök ríki verið ofarlega á þessari vísitölu um langt árabil, eyjan Máritíus á Indlandshafi hefur verið í efsta sæti árum saman og Botsvana, Grænhöfðaeyjar, Seychelleseyjar, Namibía og Suður-Afríka fylgja þar á eftir. Mestu framfarirnar á síðasta ári voru á Fílabeinsströndinni. Í neðstu sætum vísitölunnar í ár eru hins vegar Sómalíla, Suður-Súdan, Miðafríkulýðveldið og Líbía.

Skortur á öryggi og hnignun réttaríkisins draga flest löndin niður, segir í niðurstöðum könnunarinnar. Þar segir ennfremur að jákvæð þróun hafi orðið á síðasta áratug hvað útbreiðslu farsíma og Internetsins áhrærir en meðal þess neikvæða er nefnt að aðgengi að rafmagni hafi minnkað frá árinu 2006.

Africa's Governments Improve Slightly, Survey Finds/ VOA
Rule of law declines for 70% of Africans over past decade, warns Ibrahim index/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum