Hoppa yfir valmynd
12.10. 2016

Ban Ki-moon á kynningarfundi um Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

BanMH9Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á sérstökum kynningarfundi í Þjóðminjasafninu á laugardag.

Á fundinum kynnti Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskólans skólana fjóra sem starfa hér á landi, en þeir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn. Nemendur frá skólunum fjórum höfðu stutta framsögu um nám sitt, tveir sem eru hér á landi og tveir gegnum myndbönd sem tekin voru í heimalöndum þeirra. 

Eftir kynninguna skoðaði Ban Ki-moon og eiginkona hans, Ban Soon Taek, Þjóðminjasafnið í fylgd Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar.                           

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum