Hoppa yfir valmynd
12.10. 2016

Dönskum fyrirtækjum boðin þátttaka í alþjóðlegri þróunarsamvinnu

KjensenDanska ríkisstjórnin hefur sett á laggirnar nýjan sjóð með sjö milljóna króna framlagi (123 milljónir ísl. kr.) sem hefur það markmið að auka þátttöku danskra fyrirtækja í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hugmyndin er að styðja samstarf danskra fyrirtækja við stofnanir í þróunarríkjum.

Haft er eftir Kristian Jensen utanríkisráðherra í frétt dönsku ríkisstjórnarinnar að án einkageirans verði ekki unnt að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Með úthlutun sjö milljóna í sérstakan sjóð sé ríkisstjórnin að bjóða dönskum fyrirtækjum að taka þátt í vinnu við að skapa betri umgjörð á ýmsum sviðum í þróunarríkjum, svo sem í umhverfismálum, mannréttindum, lífskjörum og fleiru. "Þetta er bæði í þágu þjóðanna sjálfra og dönsku fyrirtækjanna í samkeppni á hlutaðeigandi mörkuðum," segir ráðherrann. 

Að mati danska utanríkisráðherrans eru einkaaðilar, þar á meðal bæði alþjóðleg og dönsk fyrirtæki, fjárfestar, góðgerðarsjóðir auðmanna, samtök atvinnurekenda og launþega, sífellt að auka hlutdeild sína í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. "Einkageirinn stendur að baki um það bil 90% allra starfa í þróunarríkjum og hann er þar með mikilvægur í baráttunni gegn fátækt," segir Kristian Jensen.    

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum