Hoppa yfir valmynd
12.10. 2016

Heimsmarkmiðin fyrir framhaldsskóla nást að óbreyttu árið 2084

EduacationforpeopleandplanetBreyta þarf menntun í grundvallaratriðum ef ætlunin er að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, að mati Menningar-, mennta- og vísindastofnunar SÞ (UNESCO). Þetta kemur fram í viðamikilli úttektarskýrslu um stöðu menntunar - Global Education Monitoring (GEM) - sem kom út fyrir nokkru. Þar segir að miðað við núverandi þróun blasi við að markmið um grunnmenntun náist árið 2042, markmið um efri bekki grunnskóla árið 2059 og um framhaldsskólanám árið 2084. Síðasta ártalið gefur til kynna að Heimsmarkmiðin myndu nást hálfri öld síðar en stefnt er að.

Undirtitill skýrslunnar er "Education for People and Planet" með tilvísun í eitt helsta áhyggjuefni UNESCO: að menntakerfi gefi umhverfismálum ekki nægilegan gaum. "Þótt í flestum löndum sé menntun besti mælikvarðinn á vitund um loftslagsbreytingar er ekki að finna stafkrók um loftslagsmál eða sjálfbærni í umhverfismálum í námskrám hjá helmingi þjóðanna í veröldinni," segir í skýrslunni. Bent er á að könnun í OECD ríkjunum hafi leitt í ljós að rétt um 40% nemenda á sextánda ári hafi aðeins haft grunnþekkingu á umhverfismálum.

"Þörf er grundvallarbreytingu á því hvernig við hugsum um hlutverk menntunar í alþjóðlegri þróun, vegna þess að það hefur hvetjandi áhrif á velferð einstaklinga og framtíð jarðar okkar," segir Irina Bokova framkvæmdastjóri UNESCO. Hún segir að mikilvægara sé nú en nokkru sinni fyrr að menntun takist á við áskoranir og væntingar samtímans og stuðli að réttum gildum og færni sem muni leiða til leiða sjálfbærni og friðsældar í veröldinni.

Í skýrslunni segir að menntakerfi verði að gæta þess að vernda og virða menningu og tilheyrandi tungumál minnihlutahópa. Bent er á að 40% jarðarbúa fái kennslu á tungumáli sem þeir skilja ekki. Af öðrum tölulegum upplýsingum sem fram koma í skýrslunni má nefna að fjármálalæsi skortir hjá tveimur af hverjum þremur jarðarbúum, 37% fullorðinna í ESB ríkjum hafi sótt fullorðinnafræðslu en aðeins 6% íbúa í fátækustu löndunum.                            


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum