Hoppa yfir valmynd
12.10. 2016

Næstu endurfjármögnun IDA lýkur fyrir áramót

IdaÞriðja samningafundi um 18. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) lauk í gær en ráðgert er að samningaviðræðunum ljúki í desember næstkomandi. Alþjóðaframfarastofnunin er sú stofnun Alþjóðabankans sem veitir styrki og lán á hagstæðum kjörum til fátækustu þróunarríkjanna.

Að sögn Þórarinnu Söebech leiðandi sérfræðings í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu verða áherslur á 18. fjármögnungartímabilinu, sem hefst árið 2017, á jafnrétti kynjanna, loftslagsmál, stjórnarfar og stofnanir, atvinnumál og hagþróun auk  óstöðug ríki. „Í þessari fjármögnun er enn fremur að finna nýjungar í fjármögnun stofnunarinnar, en stofnunin gerir ráð fyrir að margfalda fjármagn sitt á tímabilinu miðað við fyrra tímabil, meðal annars í gegnum útgáfu skuldabréfa á almennum markaði. Eitt af því sem Ísland leggur áherslu á í samningaviðræðunum eru umbreytandi aðgerðir í þágu jafnréttis kynjanna og valdeflingar kvenna, enda lykilþáttur í hagvexti og sjálfbærri þróun,“ segir hún.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum