Hoppa yfir valmynd
12.10. 2016

Noregur: Eitt prósent þjóðartekna til þróunarsamvinnu

Norway-printed-polyNorðmenn ætla að verja einu prósenti af þjóðartekjum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2017. Í frétt norsku ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðunin sé söguleg á margan hátt: í tíð ríkisstjórnarinnar hafi verið tvöfölduð framlög til menntunar, mannúðaraðstoð hafi aukist um 50% og stuðningur við lýðheilsu hafi aukist um 600 milljónir norskra króna. Þessu til viðbótar höldum við áfram að styðja við efnhagsþróun, atvinnusköpun, loftslagsmál, umhverfismál og endurnýjanlega orkugjafa, segir Børge Brende utanríkisráðherra Noregs í tilkynningu frá ríkisstjórninni.

Samkvæmt frumvarpinu verður framlag Noregs til þróunarsamvinnu 33,9 milljarðar norskra króna á næsta ári, eða sem svarar til 490 milljarða íslenskra króna. Norðmenn hafa í samræmi við tilmæli í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um aukna skilvirkni fækkað samstarfsríkjum og samningum um verkefni. Samstarfsríkin eru nú 88 en voru 113 og verkefnum hefur fækkað úr 6000 í 4400.

Af heildarupphæðinni til þróunarsamvinnu verður á næsta ári varið 3,7 milljörðum í aðstoð við flóttafólk í Noregi, eða 10,9%, sem er helmingi lægri fjárhæð en á síðasta ári þegar hælisleitendur voru fleiri en nokkru sinni.

Norge vil levere dobbelt så meget bistand som Danmark i 2017/ GlobalNyt                                  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum