Hoppa yfir valmynd
12.10. 2016

Stelpur verja 160 milljónum klukkutíma á dag umfram stráka í ólaunaða vinnu í þágu fjölskyldunnar

UnicefskyrslagirlsStelpur á aldrinum 5 til 14 ára verja 40% meiri tíma en strákar á sama aldri í ólaunuð húsverk eða til að sækja vatn og eldivið fyrir fjölskylduna. Munurinn er 160 milljón klukkutímar á dag! Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í aðdraganda Alþjóðadags stúlkubarnsins í dag, 11. október.

Skýrslan ber yfirskriftina: Harnessing the Power of Data for Girls og vísar til mikilvægis tölfræðilegra upplýsinga til að sýna fram á hvað stelpur verja miklum tíma til húsverka eins og að elda og þrífa, annast aðra í fjölskyldunni, að ógleymdum öllum stundunum sem fara í að sækja vatn og eldivið.

Gögnin sýna að þessi óhóflega byrði sem lögð er á stelpur umfram stráka í tengslum við heimilisstörf hefst mjög snemma. Stelpur á aldrinum 5-9 ára verja 30% meiri tíma í þessi störf en strákar - 40 milljónum klukkustundum lengur á dag - og á aldrinum 10-14 ára er munurinn kominn í 50% og klukkustundirnar 120 milljónir á dag umfram strákana.

"Ólaunaða vinnan á heimilinum hefst í barnæsku og eykst jafnt og þétt fram yfir unglingsárin," segir Anju Malhotra hjá UNICEF. "Afleiðingin er sú að stelpur glata mikilvægum tækifærum til að mennta sig, þroskast og einfaldlega að njóta þess að vera börn. Þessi ójafna dreifing á húsverkum milli kynjanna lýsir einnig staðalímyndum og þeirri tvöföldu byrði sem lögð er á stúlkur og konur kynslóð eftir kynslóð."

Í skýrslunni kemur fram að störf stelpna séu oft á tíðum ósýnileg og vanmetin. Þá séu ábyrgðarmikil fullorðinsstörf lögð á herðar ungra stelpna eins og umönnun annarra í fjölskyldunni. Þá er bent á að í sumum löndum felist hætta á kynferðislegu ofbeldi þegar stelpur sækja vatn og eldivið.

Skýrsla Save the ChildrenÁ hverjum sjö sekúndum er stúlka undir fimmtán ára aldri leidd í hjónaband samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children sem sýnir fram á umfang barnabrúðkaupa og alvarlegra afleiðinga þeirra á líf stúlkna. Allt niður í 10 ára gamlar stúlkur eru þvingaðar í hjónabönd með mönnum sem oft eru mun eldri en þær. Þetta gerist í löndum eins og Afghanistan, Yemen, Indland og Sómalíu, segir í frétt á vef Barnaheilla.

Skýrslan Every Last Girl: Free to live, free to learn, free from harm, var gefin út í gær í tilefni alþjóðadags stúlkubarnsins. Skýrslan flokkar lönd eftir því hvar best eða verst er að vera stúlka og byggir á upplýsingum um barnabrúðir, menntun, þunganir unglingsstúlkna, mæðradauða og fjölda kvenkyns þingmanna. Ísland er ekki í úttektinni þar sem ekki fengust opinberar tölur um barnabrúðkaup hér á landi.

Samkvæmt skýrslunni er best að vera stúlka í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi en verst í Miðafríkuríkinu, Tjad og Níger.

Snemmbúin og þvinguð hjónabönd

Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Félag Sameinuðu þjóðanna að alþjóðadegi stúlkubarna sé fagnað 11. október ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar helguðu daginn réttindum stúlkna í desember 2011. "Stefnt er að því að útrýma mismunun í garð stúlkna og kvenna og tryggja að sömu möguleikar standi báðum kynjum til boða," segir þar.

Síðan segir: "Réttindum kvenna, og þá sérstaklega ungra stúlkna, er víða ábótavant. Yfir 700 milljónir giftra kvenna í heiminum í dag voru neyddar í hjónaband á barnsaldri. Um 250 miljónir þeirra voru giftar fyrir 15 ára aldur. Möguleikar ungra stúlkna til að láta rödd sína heyrast og stuðla að breyttum viðhorfum eru skertir með snemmbúnum og þvinguðum hjónaböndum, ótímabærum þungunum og kynbundnu ofbeldi. Margar þessara stúlkna trúa því að eiginmenn þeirra hafi fullan rétt á að kúga þær, beita þær ofbeldi og stjórna lífi þeirra algjörlega.

Það er í samræmi við Heimsmarkmið nr. 5 sem að Sameinuðu þjóðirnar beita sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna. Tryggja verður að ungar stúlkur fái að njóta þess að vera börn, ganga í skóla og eiga möguleika á að verða seinna meir leiðandi í ákvarðanatöku á öllum stigum í stjórnmálalífi, efnahagslífi og opinberu lífi."
Girls spend 160 million more hours than boys doing household chores everyday - UNICEF
Give girls a voice and let them change their world/ Reuters
End Child Marriage/ Mannréttindavaktin (HRW)
Girls' Rights Gazette 2016/ PlanInternational
Skýrslan Every Last Girl/ SaveTheChildren
Why you should give your sons more chores than your daughters/ WashingtonPost
Action needed to get 370,000 Syrian refugee girls into school says Theirworld/ AWorldAtSchool
It's time to end the term "girl child"/ WhyDev
Girls' Progress = Goals' Progress: What Counts for Girls/ SÞ
Advancing girls' equality for much more than one day/ PlanInternational
Tackling menstrual health taboo in Uganda/ Devex
International Day of the Girl Child: Emma Watson issues impassioned plea on child marriage/ EveningStandard
US ranks lower than Kazakhstan and Algeria on gender equality/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum