Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Á annað hundrað stelpur sagðar neita að yfirgefa Boko Haram

Frétt BBC Samningamenn nígerískra stjórnvalda sem ræða við hryðjuverkasamtökin Boko Haram um frelsun stúlknanna sem samtökin rændu fyrir tveimur og hálfu ári segja að viðræður standi yfir um frelsun 83 stúlkna til viðbótar en að rúmlega eitt hundrað stúlkur séu ófúsar að yfirgefa öfgasamtökin.

Talið er líklegt að skýringin felist í því að stúlkurnar hafi gerst málsvarar samtakanna eða skammist sín of mikið til að snúa heim eftir að hafa neyðst til að giftast meðlimum samtakanna eða eignast með þeim börn. Í frétt AP fréttastofunnar segir að stúkurnar sem voru leystar úr haldi samtakanna í síðustu viku komi til með að menntast erlendis því þær myndu að líkindum verða fyrir fordómum í heimalandinu. Þeim stúlkum, 21 að tölu, var sleppt lausum í framhaldi af samningaviðræðum stjórnvalda við fulltrúa Boko Haram.

Alls var 276 stelpum rænt frá Chibok í apríl 2014. Nokkrar náðu að flýja strax en langflestar hafa verið í haldi mannræningjanna allar götur síðan. Hermt er að sex stúlkur eða fleiri hafi látist í vistinni hjá Boko Haram.  
Chibok leader: Over 100 girls unwilling to leave Boko Haram/ AP
Boko Haram frees 21 schoolgirls from group abducted in Chibok/ TheGaurdian
Boko Haram has released 21 kidnapped Chibok girls-a sign they might all be coming home/ Qz
Fleiri stúlkur frelsaðar fljótlega/ RUV
Chibok girls give much-needed boost to Buhari's leadership/ DW
Chibok girls: Freed students reunite with families in Nigeria/ BBC

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum