Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Afríkuþjóðir samþykkja aðgerðir til að berjast gegn ofbeldi í garð barna

https://vimeo.com/174196634 Ofbeldi gegn börnum er enn útbreitt í Afríkuríkjum þrátt fyrir áralangar tilraunir til þess að uppræta það. "Mörg börn verða enn fyrir ofbeldi, þar með töldu banvænu ofbeldi, á heimilum, í skólum og einnig í samfélögunum þar sem þau búa og á vinnustöðum," segir í yfirlýsingu fundar sem haldinn var í Addis Ababa í Eþíópíu nýlega.

Á þeim fundi voru ræddar leiðir til að herða baráttuna gegn ofbeldi í garð barna. Alls tóku þátt í fundinum 106 fulltrúar frá 32 löndum Afríku, fulltrúar ríkisstjórna, svæðasamtaka og borgarasamtaka sem láta sig málið varða. Fundurinn bar yfirskriftina - Committing Africa for Action for Ending Violence against Children. Í yfirlýsingu fundarins segir að ýmsir þættir stuðli að því ófremdarástandi sem ríki í þessum málum þar á meðal ófullnægjandi framkvæmd við stefnumörkun í málaflokknum, takmarkað fjármagn og takmarkaður mannauður, áhersla á skyndiviðbrögð fremur en forvarnir og skortur á því að ráðast að rót vandans, svo dæmi séu tekin.

Fundurinn samþykkti samhljóða að setja á laggirnar samstarfsvettvang "African Partnership to End Violence against Children" sem hefði það hlutverk að binda enda á ofbeldi gegn börnum í álfunni. Helstu áhersluþættir í aðgerðaráætlun og rekstarfyrirkomulagið voru einnig rædd svo og ákvæði í undirmarkmiðum Heimsmarkmiðanna (16.2) og þróunarmarkmiðum Afríkusambandsins, Agenda 2063, sem tengjast ofbeldi gegn börnum.

Vefsíða alþjóðasamtakanna End Violence Against Children - The Global Partnership
UNICEF to work with journalists to tackle violence against children/ ArabSpringNews
UK steps up support to end modern slavery and child exploitation globally/ Breska ríkisstjórnin

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum