Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Alþjóðlegi matvæladagurinn: Loftslagsbreytingar

Kynningarmyndband frá FAO. Bregðast verður við loftslagsbreytingum, hungri og fátækt heildstætt til þess að ná Heimsmarkmiðum alþjóðasamfélagsins, segir í skilaboðum Matvæla- og Landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) á Alþjóða matvæladeginum síðastliðinn sunnudag, 16. október.

José Graziano forstjóri FAO segir að hlýnun jarðar og óstöðugleiki í veðurfari sé nú þegar farin að grafa undan því mikilvægasta í landbúnaði og fæðuöryggi, þ.e. jarðvegi, skógum og úthöfum. "Eins og ævinlega eru það þeir fátæku og svöngu sem líða mest og þorri þeirra eru smábændur í dreifbýli þróunarríkjanna," segir Graziano í frétt frá FAO.

Bent er á að þurrkar og flóð séu tíðari og öfgafyllri en áður og vísað til áhrifa El Nino á svæðum í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku, m.a. nýlegt ofsaveður af völdum fellibylsins Matthíasar á Haítí.

Yfirskrift dagsins er: Loftslagsbreytingar.

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum