Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Dauðsföll vegna náttúruhamfara verða langflest í þróunarríkjum

PovertyanddisasterskyrslaRúmlega 1,3 milljónir manna hafa farist í náttúruhamförum á síðustu tuttugu árum í rúmlega sjö þúsund hamförum. Athygli vekur að dauðsföllin verða fyrst og fremst í lág- og millitekjuríkum eða yfir níu af hverjum tíu dauðsföllum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem nefnist: Poverty & Disaster Mortality 1996-2015. 

Greining á gögnum um náttúruhamfarir á þessum tveimur áratugum leiðir í ljós að manntjón er mest í jarðskjálftum og flóðbylgjum en dauðsföll af völdum hamfara sem tengjast loftslagsbreytingum sækja í sig veðrið og hafa tvöfaldast á tímabilinu. Slíkar hamfarir hafa raunar, eftir því sem skýrslan segir, leitt til flestra dauðsfalla á síðustu fimmtán árum. Þar er um að ræða dauðsföll af völdum þurrka, hitabylgna, flóða og fárviðris.

Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skýrsluna skólabókardæmi um ójöfnuð. Á sama tíma og ríkar þjóðir verði fyrir miklu eignatjóni vegna náttúruhamfara gjaldi fólk í fátækum ríkjum með lífi sínu.

"Það er kaldhæðnislegt að þær þjóðir sem eiga minnstan þátt í loftslagsbreytingum eru þær sem verða verst úti þegar litið er til manntjóns af völdum veðurfars, þessara ofsafengnu sívaxandi veðrabrigða sem tengjast loftslagsbreytingum," segir Robert Glass sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjóra í viðbrögðum við náttúruvá.

UN: Most Deaths From Natural Disasters Occur in Poor Countries/ VOA

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum