Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Fátækt viðheldur hungri og hungur viðheldur fátækt

LittlechildSpegillinn á Rás 1 fjallaði um fátækt og hungur á mánudaginn í tilefni af alþjóðlegum degi baráttunnar um útrýmingu fátæktar. Þar var rætt við Engilbert Guðmundsson ráðgjafa hjá utanríkisráðuneytinu og fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Í máli hans kom fram að baráttan gegn fátækt hungri og næringarskorti sé flókin. Þar rekist menn á vítahringi sem þurfi að greiða úr. "Málið er auðvitað það að hungrið viðheldur fátæktinni og fátæktin viðheldur hungrinu. Þarna er vítahringur sem verður að rjúfa. Og ef það tekst að útrýma hungurtengdu fátæktinni mun allt hitt fylgja nokkuð vel á eftir," sagði Engilbert.

 Fátæktinni tengist svo það að grunnþjónusta eins og menntun og heilbrigðisþjónusta er ekki í boði. Og jafnvel þótt einhver skólaganga bjóðist nýtist hún illa börnum sem þjást af næringarskorti. Það er þarna vítahringur líka, að mati Engilberts. "Það er oft talað um 1000 daga gluggann, það er að segja 1000 dagana frá getnaði og áfram. Það sé í rauninni mikilvægasti tíminn því þá sé lagður grunnur að því hvort viðkomandi nær fullum þroska, sleppur við þroskahömlun. Þetta þarf allt að tengja saman," sagði hann.

Loftslagsbreytingar ný ógn

Á vef RÚV segir: "Við allt þettta bætist svo ný ógn, sem stafar frá náttúrunni en ekki stríðsátökum. Sem dæmi má nefna að í samstarfslandi  Íslands, Malaví, hafa þurrkar valdið algjörum uppskerubresti og meginhluti þjóðarinnar er háður matvælaaðstoð. Þarna hefur El Nino bæst við gróðurhúsaáhrifin og afleiðingar þeirra. Þessa gætir einkum í austur og suður Afríku og suður Asíu. Þetta gerir baráttuna gegnt fátækt örðugri og því er mikilvægt að takast á við þessi vandamál á heimaslóðum því annars munum sjá stríða strauma umhverfisflóttafólks á næstu árum til viðbótar við straum þess flóttafólks sem er að flýja stríðsátök."

Nánar á vef RÚV
Eradicating Poverty - a Lofty Ideal or Achievable Goal?/ IPS

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum